Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er útópía?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Útlenda orðið utopia er dregið af riti enska húmanistans Thomasar More (1477-1535) Utopia, sem skrifað var á latínu árið 1516. Það er myndað af grísku orðunum ou, sem merkir ‘ekki’, og topos sem er ‘staður’. Það þýðir þess vegna bókstaflega ‘enginn staður’ og hefur því verið þýtt með orðinu staðleysa. Það orð má þó einnig nota um dystópíur, sjá hér á eftir.

Í Útópíu segir af ímyndaðri ferð til fjarlægrar eyjar í Nýja heiminum. More byggði verk sitt meðal annars á skrifum Platons um fyrirmyndarsamfélagið í Ríkinu og einnig um hið týnda meginland Atlantis í Tímaíos. Titill Mores er orðaleikur með gríska orðið eutopia sem merkir ‘góður staður’. Ýmsir höfundar hafa síðan fetað í fótspor Mores og lýst staðleysum eins og þeir hugsa sér þær.

Í útópíum eru flest betra en í veruleika samtíðarinnar og þar er fyrirmyndarþjóðfélaginu lýst. Í útópíu Mores hafa allir nóg að bíta og brenna, og græðgi, öfund og fátækt hefur verið útrýmt. Þar ríkir sameignarskipulag eða kommúnismi.

Í svonefndum dystópíum er hins vegar dregin upp mynd af verra samfélagi en við búum við. Þar er tilbúnu samfélagi lýst sem víti til varnaðar samtímaþróun. Dystópíur eru þess vegna andstæða útópíunnar en eru um leið hin hlið hennar, enda eru mörkin á milli þeirra oft ógreinileg. Þegar menn hafa reynt að gera útópíur að veruleika hefur það oft mistekist þannig að niðurstaðan hefur allt eins orðið dystópía. Með rússnesku byltingunni árið 1917 átti til að mynda að koma á nýju og réttlátu samfélagi, eins konar útópíu, en hún snerist fljótlega upp í andhverfu sína.

Ýmsir hafa bent á að flestar staðleysubókmenntir 20. aldarinnar séu dystópíur og að menn skrifi ekki lengur útópíur. Hrun kommúnismans hefur eflaust haft einhver áhrif á þessa þróun. Útópíur lifa hins vegar góðu lífi í hvers kyns stjórnmálaumræðu. Hugmyndin um að ‘hinn frjálsi markaður’ megni að leysa vandamál samtímans er til að mynda dæmi um útópíska hugsun.

Mismunandi er hvers konar mynd stjórnmálaflokkar draga upp af íslensku samfélagi í aðdraganda alþingiskosninga. Stjórnarflokkar hvers tíma halda því yfirleitt fram að við lifum nánast í útópíu en stjórnarandstöðuflokkar telja að útópían verði ekki raunveruleiki fyrr en þeir komast til valda.

Á heimasíðu Sjálfstæðiflokksins þann 2.5.2003 mátti meðal annars lesa undir yfirskriftinni: “Það er gott að búa á Íslandi”:
  • Fjölmiðlar eru hvergi frjálsari.
  • Þjóðartekjur á mann með því hæsta sem gerist.
  • Meiri jöfnuður finnst vart nokkurs staðar.
  • Ísland er í efsta sæti þegar lánshæfi er metið.
Til þess að viðhalda útópíunni leggur flokkurinn til að kjósendur greiði honum atkvæði sitt í komandi kosningum.

Áhersla stjórnarandstöðuflokka er önnur. Samkvæmt þeim höfum við ekki náð þeim markmiðum sem koma fram á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Í málefnahandbók Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs má lesa þetta:
Íslenskt samfélag á að einkennast af jöfnuði, frelsi og fjölbreytni. Framtíðarsýn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er sú að allir fái að njóta sín á eigin forsendum í samfélagi þar sem samkennd, virðing og velferð ríkir.
Og samskonar boðskap er að finna í kosningastefnu Samfylkingarinnar. Þar er alveg ljóst að hingað til höfum við ekki lifað í útópíu, en getum það ef Samfylkingin kemst til valda:
Samfylkingin vill leysa af hólmi forgang hinna fáu með lýðræðislegum stjórnarháttum þar sem ákvarðanir eru teknar eftir umræðu og samráð. Breytingarnar í stjórnmálum síðustu mánuði boða nýja tíma.
Í fræðilegri umræðu er til enn eitt tópíuhugtakið, en það er svonefnd heterótópía. Hugtakið er komið frá franska heimspekingnum Michel Foucault (1926-1984). Heterótópían hefur verið skilgreind sem andstæða reglufestu og skipulags sem fylgir útópíum yfirleitt; hún er útópía sem grundvallast á óreiðu hversdagsins. Sumir telja að kommúnur sem voru stofnaðar víða á 7. og 8. áratug 20. aldar, eins og til að mynda Kristjanía í Danmörku, séu ein fyrirmynd að heterótópíuhugtaki Foucault. Stofnun slíkra kommúna á auðvitað margt skylt við útópíur en þær grundvallast ekki á röklegu og fullkomnu skipulagi, heldur frekar frjálsri og tilraunakenndri óreiðu.

Þekktar staðleysur úr bókmenntasögunni, fyrir utan rit Thomasar More, eru meðal annars þessar (bæði útópíur og dystópíur):
  • Tommaso Campanella, Sólborgin (La città del sole), 1602.
  • Sir Francis Bacon, Hin nýja Atlantis (The New Atlantis), 1626.
  • Jevgenij Zamjatin, Við, 1920.
  • Aldous Huxley, Veröld ný og góð (Brave New World), 1932.
  • George Orwell, 1984, 1949.

Heimildir og mynd:
  • Árni Bergmann, “Staðleysur, góðar og illar: Frá Thomasi More til Georgs Orwells”, Tímarit Máls og menningar 3, 1983, s. 237-256.
  • Árni Bergmann, “Þrengt að voninni: Illar staðleysur við aldarlok”, Ritið 1, 2002, s. 7-18.
  • Benedikt Hjartarson, “Staðlausir stafir: Um útópíska arfleifð í menningargagnrýni póstmódernista”, Ritið 1, 2002, s. 73-96.
  • Societa Filosofica

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.5.2003

Spyrjandi

Aðalmundur Sævarsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er útópía?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3388.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 5. maí). Hvað er útópía? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3388

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er útópía?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3388>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er útópía?
Útlenda orðið utopia er dregið af riti enska húmanistans Thomasar More (1477-1535) Utopia, sem skrifað var á latínu árið 1516. Það er myndað af grísku orðunum ou, sem merkir ‘ekki’, og topos sem er ‘staður’. Það þýðir þess vegna bókstaflega ‘enginn staður’ og hefur því verið þýtt með orðinu staðleysa. Það orð má þó einnig nota um dystópíur, sjá hér á eftir.

Í Útópíu segir af ímyndaðri ferð til fjarlægrar eyjar í Nýja heiminum. More byggði verk sitt meðal annars á skrifum Platons um fyrirmyndarsamfélagið í Ríkinu og einnig um hið týnda meginland Atlantis í Tímaíos. Titill Mores er orðaleikur með gríska orðið eutopia sem merkir ‘góður staður’. Ýmsir höfundar hafa síðan fetað í fótspor Mores og lýst staðleysum eins og þeir hugsa sér þær.

Í útópíum eru flest betra en í veruleika samtíðarinnar og þar er fyrirmyndarþjóðfélaginu lýst. Í útópíu Mores hafa allir nóg að bíta og brenna, og græðgi, öfund og fátækt hefur verið útrýmt. Þar ríkir sameignarskipulag eða kommúnismi.

Í svonefndum dystópíum er hins vegar dregin upp mynd af verra samfélagi en við búum við. Þar er tilbúnu samfélagi lýst sem víti til varnaðar samtímaþróun. Dystópíur eru þess vegna andstæða útópíunnar en eru um leið hin hlið hennar, enda eru mörkin á milli þeirra oft ógreinileg. Þegar menn hafa reynt að gera útópíur að veruleika hefur það oft mistekist þannig að niðurstaðan hefur allt eins orðið dystópía. Með rússnesku byltingunni árið 1917 átti til að mynda að koma á nýju og réttlátu samfélagi, eins konar útópíu, en hún snerist fljótlega upp í andhverfu sína.

Ýmsir hafa bent á að flestar staðleysubókmenntir 20. aldarinnar séu dystópíur og að menn skrifi ekki lengur útópíur. Hrun kommúnismans hefur eflaust haft einhver áhrif á þessa þróun. Útópíur lifa hins vegar góðu lífi í hvers kyns stjórnmálaumræðu. Hugmyndin um að ‘hinn frjálsi markaður’ megni að leysa vandamál samtímans er til að mynda dæmi um útópíska hugsun.

Mismunandi er hvers konar mynd stjórnmálaflokkar draga upp af íslensku samfélagi í aðdraganda alþingiskosninga. Stjórnarflokkar hvers tíma halda því yfirleitt fram að við lifum nánast í útópíu en stjórnarandstöðuflokkar telja að útópían verði ekki raunveruleiki fyrr en þeir komast til valda.

Á heimasíðu Sjálfstæðiflokksins þann 2.5.2003 mátti meðal annars lesa undir yfirskriftinni: “Það er gott að búa á Íslandi”:
  • Fjölmiðlar eru hvergi frjálsari.
  • Þjóðartekjur á mann með því hæsta sem gerist.
  • Meiri jöfnuður finnst vart nokkurs staðar.
  • Ísland er í efsta sæti þegar lánshæfi er metið.
Til þess að viðhalda útópíunni leggur flokkurinn til að kjósendur greiði honum atkvæði sitt í komandi kosningum.

Áhersla stjórnarandstöðuflokka er önnur. Samkvæmt þeim höfum við ekki náð þeim markmiðum sem koma fram á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Í málefnahandbók Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs má lesa þetta:
Íslenskt samfélag á að einkennast af jöfnuði, frelsi og fjölbreytni. Framtíðarsýn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er sú að allir fái að njóta sín á eigin forsendum í samfélagi þar sem samkennd, virðing og velferð ríkir.
Og samskonar boðskap er að finna í kosningastefnu Samfylkingarinnar. Þar er alveg ljóst að hingað til höfum við ekki lifað í útópíu, en getum það ef Samfylkingin kemst til valda:
Samfylkingin vill leysa af hólmi forgang hinna fáu með lýðræðislegum stjórnarháttum þar sem ákvarðanir eru teknar eftir umræðu og samráð. Breytingarnar í stjórnmálum síðustu mánuði boða nýja tíma.
Í fræðilegri umræðu er til enn eitt tópíuhugtakið, en það er svonefnd heterótópía. Hugtakið er komið frá franska heimspekingnum Michel Foucault (1926-1984). Heterótópían hefur verið skilgreind sem andstæða reglufestu og skipulags sem fylgir útópíum yfirleitt; hún er útópía sem grundvallast á óreiðu hversdagsins. Sumir telja að kommúnur sem voru stofnaðar víða á 7. og 8. áratug 20. aldar, eins og til að mynda Kristjanía í Danmörku, séu ein fyrirmynd að heterótópíuhugtaki Foucault. Stofnun slíkra kommúna á auðvitað margt skylt við útópíur en þær grundvallast ekki á röklegu og fullkomnu skipulagi, heldur frekar frjálsri og tilraunakenndri óreiðu.

Þekktar staðleysur úr bókmenntasögunni, fyrir utan rit Thomasar More, eru meðal annars þessar (bæði útópíur og dystópíur):
  • Tommaso Campanella, Sólborgin (La città del sole), 1602.
  • Sir Francis Bacon, Hin nýja Atlantis (The New Atlantis), 1626.
  • Jevgenij Zamjatin, Við, 1920.
  • Aldous Huxley, Veröld ný og góð (Brave New World), 1932.
  • George Orwell, 1984, 1949.

Heimildir og mynd:
  • Árni Bergmann, “Staðleysur, góðar og illar: Frá Thomasi More til Georgs Orwells”, Tímarit Máls og menningar 3, 1983, s. 237-256.
  • Árni Bergmann, “Þrengt að voninni: Illar staðleysur við aldarlok”, Ritið 1, 2002, s. 7-18.
  • Benedikt Hjartarson, “Staðlausir stafir: Um útópíska arfleifð í menningargagnrýni póstmódernista”, Ritið 1, 2002, s. 73-96.
  • Societa Filosofica

...