Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvaða vitneskju höfðu erlendar þjóðir um Ísland fyrir landafundi norrænna manna?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Í hefðbundinni íslenskri sagnfræði er landnám Íslands talið hafa átt sér stað á árunum 870-930. Ljóst er að þekking um landið er eitthvað eldri, hefur hugsanlega orðið til um svipað leyti og skipakostur norrænna manna fór að batna stórum á 8. öld, jafnvel snemma á þeirri öld eða seint á 7. öld. Veruleg útþensla norrænna manna í vestur hófst sannarlega seint á 8. öld með fyrstu þekktu víkingaársásinni þar um slóðir árið 793 og landnámi norrænna manna á Hjaltlandi og Orkneyjum fyrir þann tíma. Færeyjar byggðu norrænir menn um 800.

En fyrsta örugga ritheimild um Ísland er frásögn írska munksins Dicuil frá því um 825. Írar höfðu þá ritmál en ekki norrænar þjóðir. Samkvæmt Dicuil, sem einnig er nefndur Dicuilus í íslenskum ritum, bjuggu þá í landinu írskir munkar, að því er virðist í friði og spekt. En tilvist írskra munka útilokar engan veginn að norrænir menn hafi samtímis haft hér á landi einhverjar veiðistöðvar löngu fyrir landnám líkt og sumir fræðimenn hafa talið nýlega. Landið var stórt og þar gátu ýmsar byggðir verið á víð og dreif án verulegra samskipta áður en skipulagt landnám hófst.


Teikning eftir Olaus Magnus sem sýnir Thule norðvestur af Orkneyjum, frá 1539.

Var Ísland þekkt löngu fyrr? Var gríski landkönnuðurinn Pýþeas til dæmis að lýsa Íslandi þegar hann ræddi um landið Thule í bók sinni um 300 f.kr.? Ýmislegt mælir gegn því, til dæmis að Thule er byggt fólki í frásögn Pýþeasar og sannarlega bendir ekkert til að hér hafi búið fólk 300 f.kr.! Annað í lýsingu hans líkist landinu. Hér getum við ekkert staðhæft með vísindalegu öryggi, aðeins trúað getgátum eða hafnað þeim. Annað mál er að auðvitað eru á því miklar líkur að hingað hafi villst skip sem voru á norðurleið, til dæmis Miðjarðarhafsþjóðir í leit að rafi eða tini eða einfaldlega á siglingu til nýlendunnar Bretlands (sem laut Rómverjum frá árinu 44 e.kr.).

En nær engar líkur eru á því að fólk hafi haft fasta búsetu á landinu fyrr en löngu seinna. Hér ber að hafa í huga að þau lönd sem liggja við Atlantshafsströnd Norður- og Norðvestur-Evrópu voru mjög strjálbýl allt fram til um það bil 600 e.kr. Segja má að þessi lönd hafi verið að byggjast fram að þeim tíma og engin þörf var á því að sækja til landa úti á hafinu fyrr en landnámi var nokkurn veginn lokið á meginlandi Norður- og Norðvestur-Evrópu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Kára Tulinius er þökkuð athugasemd við rithátt á nafni írska munksins Dicuil, sem einnig er nefndur Dicuilus í íslenskum ritum.

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.9.2000

Spyrjandi

Helgi Hrafn Guðmundsson, f. 1984

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvaða vitneskju höfðu erlendar þjóðir um Ísland fyrir landafundi norrænna manna?“ Vísindavefurinn, 15. september 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=909.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2000, 15. september). Hvaða vitneskju höfðu erlendar þjóðir um Ísland fyrir landafundi norrænna manna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=909

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvaða vitneskju höfðu erlendar þjóðir um Ísland fyrir landafundi norrænna manna?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=909>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða vitneskju höfðu erlendar þjóðir um Ísland fyrir landafundi norrænna manna?
Í hefðbundinni íslenskri sagnfræði er landnám Íslands talið hafa átt sér stað á árunum 870-930. Ljóst er að þekking um landið er eitthvað eldri, hefur hugsanlega orðið til um svipað leyti og skipakostur norrænna manna fór að batna stórum á 8. öld, jafnvel snemma á þeirri öld eða seint á 7. öld. Veruleg útþensla norrænna manna í vestur hófst sannarlega seint á 8. öld með fyrstu þekktu víkingaársásinni þar um slóðir árið 793 og landnámi norrænna manna á Hjaltlandi og Orkneyjum fyrir þann tíma. Færeyjar byggðu norrænir menn um 800.

En fyrsta örugga ritheimild um Ísland er frásögn írska munksins Dicuil frá því um 825. Írar höfðu þá ritmál en ekki norrænar þjóðir. Samkvæmt Dicuil, sem einnig er nefndur Dicuilus í íslenskum ritum, bjuggu þá í landinu írskir munkar, að því er virðist í friði og spekt. En tilvist írskra munka útilokar engan veginn að norrænir menn hafi samtímis haft hér á landi einhverjar veiðistöðvar löngu fyrir landnám líkt og sumir fræðimenn hafa talið nýlega. Landið var stórt og þar gátu ýmsar byggðir verið á víð og dreif án verulegra samskipta áður en skipulagt landnám hófst.


Teikning eftir Olaus Magnus sem sýnir Thule norðvestur af Orkneyjum, frá 1539.

Var Ísland þekkt löngu fyrr? Var gríski landkönnuðurinn Pýþeas til dæmis að lýsa Íslandi þegar hann ræddi um landið Thule í bók sinni um 300 f.kr.? Ýmislegt mælir gegn því, til dæmis að Thule er byggt fólki í frásögn Pýþeasar og sannarlega bendir ekkert til að hér hafi búið fólk 300 f.kr.! Annað í lýsingu hans líkist landinu. Hér getum við ekkert staðhæft með vísindalegu öryggi, aðeins trúað getgátum eða hafnað þeim. Annað mál er að auðvitað eru á því miklar líkur að hingað hafi villst skip sem voru á norðurleið, til dæmis Miðjarðarhafsþjóðir í leit að rafi eða tini eða einfaldlega á siglingu til nýlendunnar Bretlands (sem laut Rómverjum frá árinu 44 e.kr.).

En nær engar líkur eru á því að fólk hafi haft fasta búsetu á landinu fyrr en löngu seinna. Hér ber að hafa í huga að þau lönd sem liggja við Atlantshafsströnd Norður- og Norðvestur-Evrópu voru mjög strjálbýl allt fram til um það bil 600 e.kr. Segja má að þessi lönd hafi verið að byggjast fram að þeim tíma og engin þörf var á því að sækja til landa úti á hafinu fyrr en landnámi var nokkurn veginn lokið á meginlandi Norður- og Norðvestur-Evrópu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Kára Tulinius er þökkuð athugasemd við rithátt á nafni írska munksins Dicuil, sem einnig er nefndur Dicuilus í íslenskum ritum....