Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum?

JGÞ

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skilgreinum mannætur. Ef spyrjandi á við ættbálka sem leggja sér mannakjöt til munns, þá er svarið við spurningunni að ekki eru lengur til ættbálkar sem eru mannætur. Mannát tíðkaðist þó sums staðar, meira að segja langt fram á síðustu öld. Mannfræðingar hafa heimildir fyrir því, meðal annars með viðtölum við fólk sem tók þátt í mannáti sem unglingar. Um þetta má lesa í fróðlegu svari Arnars Árnasonar við spurningunni Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?



Með útþenslustefnu Evrópuríkja frá og með 15. öld fjölgaði sögum af mannáti og hefur sú kenning verið sett fram að þær hafi átt að sýna fram á villimennsku frumbyggja. Hér má sjá tréristu frá árinu 1557 eftir Þjóðverjann Hans Staden sem sýnir mannát í Brasilíu, en hann var um tíma fangi Tupinambá ættbálksins í Brasilíu.

En svo má líka velta því fyrir sér hvort "mannætur" hafi litið á "mannátið" sömu augum og við. Umfjöllun um mannát gengur út frá því kerfi sem við Vesturlandabúar þekkjum best, það er að mannkyn sé ein dýrategund. Ekki er víst að allir ættbálkar hafi haft nákvæmlega sömu hugmyndir um mannkynið og við. Mannfræðingar flokka "mannát" niður í nokkra flokka:
  • að borða þá sem teljast ekki til hópsins (e. exocannibalism)
  • að borða þá sem teljast til hópsins (e. endocannibalism)
  • stríðsmannát, þegar fallnir óvinastríðsmenn eru étnir (e. warfare cannibalism)
  • útfara- eða sorgarmannát, að éta látna ættingja eða tengdarfólk (e. funeral cannibalism)

Ættbálkar sem hafa étið þá sem teljast ekki til hópsins, hafa ef til vill ekki litið verknaðinn sömu augum og við, sérstaklega ef þeir hugsuðu sér ekki mannkynið allt sem eina dýrategund.

Hægt er að lesa meira um mannætur á Vísindavefnum í svörum við eftirfararandi spurningum:

Mynd: Hans Staden á Wikipedia. Sótt 7. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.4.2008

Spyrjandi

María Lilja Harðardóttir, f. 1996
Fannar Snær Jónsson, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7298.

JGÞ. (2008, 2. apríl). Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7298

JGÞ. „Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7298>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skilgreinum mannætur. Ef spyrjandi á við ættbálka sem leggja sér mannakjöt til munns, þá er svarið við spurningunni að ekki eru lengur til ættbálkar sem eru mannætur. Mannát tíðkaðist þó sums staðar, meira að segja langt fram á síðustu öld. Mannfræðingar hafa heimildir fyrir því, meðal annars með viðtölum við fólk sem tók þátt í mannáti sem unglingar. Um þetta má lesa í fróðlegu svari Arnars Árnasonar við spurningunni Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?



Með útþenslustefnu Evrópuríkja frá og með 15. öld fjölgaði sögum af mannáti og hefur sú kenning verið sett fram að þær hafi átt að sýna fram á villimennsku frumbyggja. Hér má sjá tréristu frá árinu 1557 eftir Þjóðverjann Hans Staden sem sýnir mannát í Brasilíu, en hann var um tíma fangi Tupinambá ættbálksins í Brasilíu.

En svo má líka velta því fyrir sér hvort "mannætur" hafi litið á "mannátið" sömu augum og við. Umfjöllun um mannát gengur út frá því kerfi sem við Vesturlandabúar þekkjum best, það er að mannkyn sé ein dýrategund. Ekki er víst að allir ættbálkar hafi haft nákvæmlega sömu hugmyndir um mannkynið og við. Mannfræðingar flokka "mannát" niður í nokkra flokka:
  • að borða þá sem teljast ekki til hópsins (e. exocannibalism)
  • að borða þá sem teljast til hópsins (e. endocannibalism)
  • stríðsmannát, þegar fallnir óvinastríðsmenn eru étnir (e. warfare cannibalism)
  • útfara- eða sorgarmannát, að éta látna ættingja eða tengdarfólk (e. funeral cannibalism)

Ættbálkar sem hafa étið þá sem teljast ekki til hópsins, hafa ef til vill ekki litið verknaðinn sömu augum og við, sérstaklega ef þeir hugsuðu sér ekki mannkynið allt sem eina dýrategund.

Hægt er að lesa meira um mannætur á Vísindavefnum í svörum við eftirfararandi spurningum:

Mynd: Hans Staden á Wikipedia. Sótt 7. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....