Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig getum við hugsað?

JGÞ

Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því.


Segulsneiðmynd af mannsheila.

Atli Harðarson hefur meðal annars fjallað um þetta í svari við spurningunni Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi? og þar segir meðal annars:
Vísindamenn og heimspekingar sem fjalla um vitundina hafa ekki komist að neinu samkomulagi um hvers vegna svo illa gengur að skilja hvernig mannshugurinn verkar. Sumir álíta að auknar rannsóknir og nýjar kenningar muni einhvern tíma svara spurningum okkar um hvernig sú flækja af um það bil hundraðþúsundmilljón taugafrumum, sem einn mannsheili samanstendur af, gerir okkur mögulegt að hugsa og finna til. Aðrir telja vitundina óskiljanlegan leyndardóm. Sumir þeirra hugsa sem svo að væri mannsheili nógu einfaldur til að verur á borð við okkur gætu skilið hann þá væru menn of miklir einfeldningar til að skilja nokkurn skapaðan hlut.

Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meiri um þessi mál geta líka lesið ýtarlegt svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Er hægt að skilja sinn eigin heila?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.3.2008

Spyrjandi

Kormákur Marðarson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig getum við hugsað?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7234.

JGÞ. (2008, 13. mars). Hvernig getum við hugsað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7234

JGÞ. „Hvernig getum við hugsað?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7234>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig getum við hugsað?
Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því.


Segulsneiðmynd af mannsheila.

Atli Harðarson hefur meðal annars fjallað um þetta í svari við spurningunni Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi? og þar segir meðal annars:
Vísindamenn og heimspekingar sem fjalla um vitundina hafa ekki komist að neinu samkomulagi um hvers vegna svo illa gengur að skilja hvernig mannshugurinn verkar. Sumir álíta að auknar rannsóknir og nýjar kenningar muni einhvern tíma svara spurningum okkar um hvernig sú flækja af um það bil hundraðþúsundmilljón taugafrumum, sem einn mannsheili samanstendur af, gerir okkur mögulegt að hugsa og finna til. Aðrir telja vitundina óskiljanlegan leyndardóm. Sumir þeirra hugsa sem svo að væri mannsheili nógu einfaldur til að verur á borð við okkur gætu skilið hann þá væru menn of miklir einfeldningar til að skilja nokkurn skapaðan hlut.

Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meiri um þessi mál geta líka lesið ýtarlegt svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Er hægt að skilja sinn eigin heila?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....