Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?

María S. Jóhönnudóttir

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.] Bræðralagið var stofnað í borginni Ismailiya í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna (1906–1949). Um bræðralagið og tilurð þess er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?

Á mótunarárum Bræðralags múslíma höfðu konur ekkert hlutverk innan þess þótt Hassan al-Banna stofnaði skóla fyrir egypskar konur og ungar stúlkur í Ismailiya svo hægt væri að kenna þeim, framtíðarmæðrum, um íslam. Á fyrstu áratugunum einbeitti bræðralagið sér eingöngu að því að ná til karlmanna og það breyttist ekkert þrátt fyrir stofnun Systralags múslíma árið 1937. Undirbúningur að stofnun Systralagsins hófst snemma á fjórða áratug 20. aldar og sumar heimildir telja að að Systralagið hafi verið stofnað nokkrum árum fyrr.

Systralagið var angi út úr bræðralaginu. Í fyrstu voru meðlimir þess eiginkonur og kvenkyns ættingjar meðlima bræðralagsins. Þessar konur höfðu engin völd innan bræðralagsins og tóku heldur ekki þátt í pólitískri umræðu né öðru starfi samtakanna heldur sinntu þær góðgerðarstarfssemi. Verkefni systralagsins voru eingöngu málefni kvenna, barna, menntun og heilbrigðismál. Þær studdu ekki sérstaklega við réttindi kvenna til að hafa atvinnu eða fá menntun. Fyrsti forseti systralagsins var Labiba Ahmad (187?-1951), en hún var bæði ritstjóri dagblaðsins Al-Nahda al-Nisa‘iyah (e. Women Renaissance) og forseti kvennasamtaka Jam‘iyyat Nahdat al-Sayyidat al-Misriyat (e. Society of the Renaissance of Egyptian Ladies) sem hún kom sjálf á fót.[1] Deildum innan Systralags múslíma fjölgaði um allt Egyptaland og innan fjögurra ára voru meðlimir orðnir um 5.000.

Egypskar konur með lit á fingrum eftir að hafa tekið þátt í kosningum árið 2012.

Zaynab al-Ghazali (1917-2005) er líklega ein þekktasta konan sem tilheyrði Systralagi múslíma. Hún var kornung þegar hún stofnaði sín eigin kvennasamtök, Múslímsku kvennasamtökin (e. The Muslim Ladies Association) árið 1937. Hún studdi opinberlega við bræðralagið og barðist fyrir hugsjónum þess á opinberum vettvangi en á sama tíma náði hún að halda samtökum sínum aðskildum frá bræðralaginu. Hún var fyrsta systirin sem var opinberlega virk, bæði félagslega og pólitískt. Í stjórnartíð Gamal Abdel Nasser Hussein (1918-1970), sem var forseti Egyptalands frá 1956 til 1970 þegar flestir bræðranna voru í fangelsi, hóf hún baráttu fyrir því að halda Bræðralagi múslíma á lífi. Þar sem hreyfingin var bönnuð útvegaði al-Ghazali meðlimum samtakanna mat, læknisþjónustu og annað sem þá vantaði. Á þessum tíma var hún lykilpersóna í því að halda bræðralaginu á lífi, allt þar til að hún sjálf var handtekin og sett í fangelsi.[2]

Meðlimir bræðralagsins litu svo á að konur ættu að hylja sig og ekki vera í samneyti við karlmenn sem væru ekki skyldir þeim. Þær áttu að klæða sig á viðeigandi hátt og nota slæðuna - híjab. Á síðari hluta fjórða áratugarins reyndi bræðralagið að koma því á að konur notuðu slæðuna en egypskar konur höfðu dregið mjög úr notkun hennar áratugina á undan. Í viðleitni sinni við þetta réðust sumir meðlimir bræðralagsins á slæðulausar konur með ofbeldi. Bræðralagið hélt því þó fram að þeir notuðu ekki valdbeitingu heldur sannfæringarkraft sinn og að þeir meðlimir sem höfðu orðið uppvísir að ofbeldisfullri hegðun væru reknir úr bræðralaginu.[3]

Konur gegndu engum hlutverkum hliðstæðum því sem karlmenn höfðu í bræðralaginu, enda var Zaynab al-Ghazali algjört undantekningartilvik. Samtökin töldu að konur ættu að mennta sig í lögmálum íslams og það ætti að kenna þeim að verða fyrirmyndar íslamskar húsmæður, eiginkonur og mæður. Hin fullkomna kona í huga bræðralagsins var heimakær og trúarlega upplýst og færi aðeins af heimilinu til að upplýsa aðrar konur.[4]

Á fyrstu sjötíu árum bræðralagsins tóku konur ekki þátt í stjórnmálalífi hreyfingarinnar. Fyrsti kvenkynsframbjóðandi bræðralagsins hét Jihan al-Halafawi. Hún bauð sig fram í egypsku þingkosningunum árið 2000. Hún komst ekki á þing en fordæmið var komið. Pólitíski angi bræðralagsins lýsti því síðan yfir árið 2005 að konur mættu taka þátt með því að kjósa og bjóða sig fram til þings. Í þingkosningum og í sveitastjórnarkosningum eftir árið 2005 hefur bræðralagið stutt við kvenkynsframbjóðendur. Árið 2007 lýsti pólitíski armur bræðralagsins yfir jafnrétti milli karla og kvenna en engu að síður geta konur ekki komist í æðstu stöður innan stjórnmálaarms bræðralagsins. Meðlimir þess líta svo á að ef kona mundi gegna embætti forseta stríddi það gegn lögmálum íslam.[5]

Jihan al Halafawi var fyrsta konan á vegum Bræðralags múslíma sem bauð sig fram til þings í Egyptalandi.

Jafnvel þó breyting hafi orðið á hugmyndum bræðralagsins gagnvart konum er hlutverk kvenna innan bræðralagsins samt sem áður á jaðrinum. Þrátt fyrir að systralagið hafi bein tengsl við hinar ýmsu stofnanir bræðralagsins taka þær engar ákvarðanir. Eftir byltinguna árið 2011 hafa konur leikið stærra hlutverk í þingkosningum en áður. Í stjórnmálasamtökum bræðralagsins, Frelsi og jafnrétti (e. Freedom and Justice Party) voru yfir 1.000 kvenkyns meðstofnendur sem er mun hærra hlutfall en hjá nokkru öðru pólitísku afli í Egyptalandi.[6]

Á sérstöku þingi sem haldið var hjá Sameinuðu þjóðunum um stöðu kvenna undir nafninu: Endum ofbeldi gegn konum í mars árið 2013 var fjallað um ítarlega stefnu til útrýmingar á kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Þar voru leiðtogar heimsins hvattir til að sameinast um þetta málefni og tryggja konum líf án ofbeldis. Bræðralag múslíma sendi þá frá sér yfirlýsingu þar sem stefna þeirra gagnvart konum kom skýrt fram.

Bræðralagið taldi að samþykktin á þingi Sameinuðu þjóðanna gengi gegn lögmálum íslams, að hún græfi undan íslömsku siðferði og eyðilegði fjölskyldur. Í yfirlýsingunni kom fram að bræðralagið væri á móti frelsi kvenna til kynlífs, jafnrétti kynjanna, samkynhneigð, getnaðarvörnum, fóstureyðingum, hækkun giftingaraldurs stúlkna og jafnrétti í erfðamálum milli kynjanna. Meðlimir bræðralagsins voru á móti því að múslímskar konur gætu gifst karlmanni sem væri ekki múslími. Þeir vildu ekki afnema fjölkvæni né heimanmund. Bræðralagið taldi þetta vera aðferð til að grafa undan fjölskyldunni sem mikilvægri stofnun og hvöttu aðra leiðtoga í arabaheiminum til að hafna þessu og fordæma. Þeir vildu frekar að Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að að reisa siðferði á hærra plan og að fjölskyldan yrði í lykilhlutverki, eins og lýst er í íslam. Staða kvenna innan bræðralagsins er því enn á jaðrinum og gengur þessi yfirlýsing þvert gegn því sem þeir lýstu yfir um jafnrétti kynjanna árið 2007.[7]

Tilvísanir:
  1. ^ Leila Ahmed, A Quiet Revolution. The Veil´s Resurgence, from the Middle East to America, New Haven and London 2011), bls. 136.
  2. ^ Mona Farag, The Muslim Sisters and the January 25th Revolution, Journal of International Women´s Studies 13:5 (2012), bls. 229.
  3. ^ Leila Ahmed, A Quiet Revolution, bls. 52.
  4. ^ Leila Ahmed, A Quiet Revolution, bls. 80.
  5. ^ Rola el-Husseini, Is gender the barrier to democracy? Women, Islamism, and the “Arab spring”, Contemporary Islam, 10:1 (2016), bls. 62-63.
  6. ^ Rola el-Husseini, Is gender the barrier to democracy? Women, Islamism, and the "Arab spring", Contemporary Islam, 10:1 (2016), bls. 62.
  7. ^ Muslim Brotherhood Statement Denouncing UN Women Declaration for Violating Sharia Principles, af vefsíðu Bræðralags múslíma http://www.ikhwanweb.com, 13. mars 2013, Skoðað 24. febrúar 2016.

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

Höfundur

María S. Jóhönnudóttir

M.A.-nemi í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.4.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

María S. Jóhönnudóttir. „Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72050.

María S. Jóhönnudóttir. (2016, 28. apríl). Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72050

María S. Jóhönnudóttir. „Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72050>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.] Bræðralagið var stofnað í borginni Ismailiya í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna (1906–1949). Um bræðralagið og tilurð þess er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?

Á mótunarárum Bræðralags múslíma höfðu konur ekkert hlutverk innan þess þótt Hassan al-Banna stofnaði skóla fyrir egypskar konur og ungar stúlkur í Ismailiya svo hægt væri að kenna þeim, framtíðarmæðrum, um íslam. Á fyrstu áratugunum einbeitti bræðralagið sér eingöngu að því að ná til karlmanna og það breyttist ekkert þrátt fyrir stofnun Systralags múslíma árið 1937. Undirbúningur að stofnun Systralagsins hófst snemma á fjórða áratug 20. aldar og sumar heimildir telja að að Systralagið hafi verið stofnað nokkrum árum fyrr.

Systralagið var angi út úr bræðralaginu. Í fyrstu voru meðlimir þess eiginkonur og kvenkyns ættingjar meðlima bræðralagsins. Þessar konur höfðu engin völd innan bræðralagsins og tóku heldur ekki þátt í pólitískri umræðu né öðru starfi samtakanna heldur sinntu þær góðgerðarstarfssemi. Verkefni systralagsins voru eingöngu málefni kvenna, barna, menntun og heilbrigðismál. Þær studdu ekki sérstaklega við réttindi kvenna til að hafa atvinnu eða fá menntun. Fyrsti forseti systralagsins var Labiba Ahmad (187?-1951), en hún var bæði ritstjóri dagblaðsins Al-Nahda al-Nisa‘iyah (e. Women Renaissance) og forseti kvennasamtaka Jam‘iyyat Nahdat al-Sayyidat al-Misriyat (e. Society of the Renaissance of Egyptian Ladies) sem hún kom sjálf á fót.[1] Deildum innan Systralags múslíma fjölgaði um allt Egyptaland og innan fjögurra ára voru meðlimir orðnir um 5.000.

Egypskar konur með lit á fingrum eftir að hafa tekið þátt í kosningum árið 2012.

Zaynab al-Ghazali (1917-2005) er líklega ein þekktasta konan sem tilheyrði Systralagi múslíma. Hún var kornung þegar hún stofnaði sín eigin kvennasamtök, Múslímsku kvennasamtökin (e. The Muslim Ladies Association) árið 1937. Hún studdi opinberlega við bræðralagið og barðist fyrir hugsjónum þess á opinberum vettvangi en á sama tíma náði hún að halda samtökum sínum aðskildum frá bræðralaginu. Hún var fyrsta systirin sem var opinberlega virk, bæði félagslega og pólitískt. Í stjórnartíð Gamal Abdel Nasser Hussein (1918-1970), sem var forseti Egyptalands frá 1956 til 1970 þegar flestir bræðranna voru í fangelsi, hóf hún baráttu fyrir því að halda Bræðralagi múslíma á lífi. Þar sem hreyfingin var bönnuð útvegaði al-Ghazali meðlimum samtakanna mat, læknisþjónustu og annað sem þá vantaði. Á þessum tíma var hún lykilpersóna í því að halda bræðralaginu á lífi, allt þar til að hún sjálf var handtekin og sett í fangelsi.[2]

Meðlimir bræðralagsins litu svo á að konur ættu að hylja sig og ekki vera í samneyti við karlmenn sem væru ekki skyldir þeim. Þær áttu að klæða sig á viðeigandi hátt og nota slæðuna - híjab. Á síðari hluta fjórða áratugarins reyndi bræðralagið að koma því á að konur notuðu slæðuna en egypskar konur höfðu dregið mjög úr notkun hennar áratugina á undan. Í viðleitni sinni við þetta réðust sumir meðlimir bræðralagsins á slæðulausar konur með ofbeldi. Bræðralagið hélt því þó fram að þeir notuðu ekki valdbeitingu heldur sannfæringarkraft sinn og að þeir meðlimir sem höfðu orðið uppvísir að ofbeldisfullri hegðun væru reknir úr bræðralaginu.[3]

Konur gegndu engum hlutverkum hliðstæðum því sem karlmenn höfðu í bræðralaginu, enda var Zaynab al-Ghazali algjört undantekningartilvik. Samtökin töldu að konur ættu að mennta sig í lögmálum íslams og það ætti að kenna þeim að verða fyrirmyndar íslamskar húsmæður, eiginkonur og mæður. Hin fullkomna kona í huga bræðralagsins var heimakær og trúarlega upplýst og færi aðeins af heimilinu til að upplýsa aðrar konur.[4]

Á fyrstu sjötíu árum bræðralagsins tóku konur ekki þátt í stjórnmálalífi hreyfingarinnar. Fyrsti kvenkynsframbjóðandi bræðralagsins hét Jihan al-Halafawi. Hún bauð sig fram í egypsku þingkosningunum árið 2000. Hún komst ekki á þing en fordæmið var komið. Pólitíski angi bræðralagsins lýsti því síðan yfir árið 2005 að konur mættu taka þátt með því að kjósa og bjóða sig fram til þings. Í þingkosningum og í sveitastjórnarkosningum eftir árið 2005 hefur bræðralagið stutt við kvenkynsframbjóðendur. Árið 2007 lýsti pólitíski armur bræðralagsins yfir jafnrétti milli karla og kvenna en engu að síður geta konur ekki komist í æðstu stöður innan stjórnmálaarms bræðralagsins. Meðlimir þess líta svo á að ef kona mundi gegna embætti forseta stríddi það gegn lögmálum íslam.[5]

Jihan al Halafawi var fyrsta konan á vegum Bræðralags múslíma sem bauð sig fram til þings í Egyptalandi.

Jafnvel þó breyting hafi orðið á hugmyndum bræðralagsins gagnvart konum er hlutverk kvenna innan bræðralagsins samt sem áður á jaðrinum. Þrátt fyrir að systralagið hafi bein tengsl við hinar ýmsu stofnanir bræðralagsins taka þær engar ákvarðanir. Eftir byltinguna árið 2011 hafa konur leikið stærra hlutverk í þingkosningum en áður. Í stjórnmálasamtökum bræðralagsins, Frelsi og jafnrétti (e. Freedom and Justice Party) voru yfir 1.000 kvenkyns meðstofnendur sem er mun hærra hlutfall en hjá nokkru öðru pólitísku afli í Egyptalandi.[6]

Á sérstöku þingi sem haldið var hjá Sameinuðu þjóðunum um stöðu kvenna undir nafninu: Endum ofbeldi gegn konum í mars árið 2013 var fjallað um ítarlega stefnu til útrýmingar á kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Þar voru leiðtogar heimsins hvattir til að sameinast um þetta málefni og tryggja konum líf án ofbeldis. Bræðralag múslíma sendi þá frá sér yfirlýsingu þar sem stefna þeirra gagnvart konum kom skýrt fram.

Bræðralagið taldi að samþykktin á þingi Sameinuðu þjóðanna gengi gegn lögmálum íslams, að hún græfi undan íslömsku siðferði og eyðilegði fjölskyldur. Í yfirlýsingunni kom fram að bræðralagið væri á móti frelsi kvenna til kynlífs, jafnrétti kynjanna, samkynhneigð, getnaðarvörnum, fóstureyðingum, hækkun giftingaraldurs stúlkna og jafnrétti í erfðamálum milli kynjanna. Meðlimir bræðralagsins voru á móti því að múslímskar konur gætu gifst karlmanni sem væri ekki múslími. Þeir vildu ekki afnema fjölkvæni né heimanmund. Bræðralagið taldi þetta vera aðferð til að grafa undan fjölskyldunni sem mikilvægri stofnun og hvöttu aðra leiðtoga í arabaheiminum til að hafna þessu og fordæma. Þeir vildu frekar að Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að að reisa siðferði á hærra plan og að fjölskyldan yrði í lykilhlutverki, eins og lýst er í íslam. Staða kvenna innan bræðralagsins er því enn á jaðrinum og gengur þessi yfirlýsing þvert gegn því sem þeir lýstu yfir um jafnrétti kynjanna árið 2007.[7]

Tilvísanir:
  1. ^ Leila Ahmed, A Quiet Revolution. The Veil´s Resurgence, from the Middle East to America, New Haven and London 2011), bls. 136.
  2. ^ Mona Farag, The Muslim Sisters and the January 25th Revolution, Journal of International Women´s Studies 13:5 (2012), bls. 229.
  3. ^ Leila Ahmed, A Quiet Revolution, bls. 52.
  4. ^ Leila Ahmed, A Quiet Revolution, bls. 80.
  5. ^ Rola el-Husseini, Is gender the barrier to democracy? Women, Islamism, and the “Arab spring”, Contemporary Islam, 10:1 (2016), bls. 62-63.
  6. ^ Rola el-Husseini, Is gender the barrier to democracy? Women, Islamism, and the "Arab spring", Contemporary Islam, 10:1 (2016), bls. 62.
  7. ^ Muslim Brotherhood Statement Denouncing UN Women Declaration for Violating Sharia Principles, af vefsíðu Bræðralags múslíma http://www.ikhwanweb.com, 13. mars 2013, Skoðað 24. febrúar 2016.

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

...