Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju koma stírur í augun?

MBS

Stírur eru í rauninni ekkert annað en storknuð tár. Tár myndast í tárakirtlum sem liggja undir húðinni í jaðrinum á efra augnlokinu. Þau eru samsett úr vatni, söltum, slími og sýkladrepandi efni sem kallast lýsózým. Hlutverk tára er þannig að hreinsa og verja augun og sjá til þess að þau haldist rök.

Venjulega berast tár frá tárakirtlum og dreifast um augað þegar við blikkum. Þau gufa svo einfaldlega upp eða berast í augnkrókana þar sem svokölluð táragöng taka við þeim og flytja þau í nefholið.

Þegar við erum hins vegar sofandi erum við með lokuð augun og tárin gufa því ekki jafn hratt upp né berast jafn auðveldlega ofan í nefholið. Þau berast áfram í augnkrókana en í stað þess að gufa upp eða renna ofan í nefgöngin safnast þau fyrir þar og storkna. Tárin storkna vegna þess magns af uppleystum efnum sem í þeim er, en í einu tári eru um það bil 2-3 saltkorn. Það eru þessir storknuðu tárakögglar, blanda af salti, slími og sýkladrepandi efnum, sem við köllum stírur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Margrét Björg Arnardóttir
Sara Rún Guðbjörnsdóttir
Sonja Rut Jónsdóttir

Tilvísun

MBS. „Af hverju koma stírur í augun?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7113.

MBS. (2008, 29. febrúar). Af hverju koma stírur í augun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7113

MBS. „Af hverju koma stírur í augun?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7113>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju koma stírur í augun?
Stírur eru í rauninni ekkert annað en storknuð tár. Tár myndast í tárakirtlum sem liggja undir húðinni í jaðrinum á efra augnlokinu. Þau eru samsett úr vatni, söltum, slími og sýkladrepandi efni sem kallast lýsózým. Hlutverk tára er þannig að hreinsa og verja augun og sjá til þess að þau haldist rök.

Venjulega berast tár frá tárakirtlum og dreifast um augað þegar við blikkum. Þau gufa svo einfaldlega upp eða berast í augnkrókana þar sem svokölluð táragöng taka við þeim og flytja þau í nefholið.

Þegar við erum hins vegar sofandi erum við með lokuð augun og tárin gufa því ekki jafn hratt upp né berast jafn auðveldlega ofan í nefholið. Þau berast áfram í augnkrókana en í stað þess að gufa upp eða renna ofan í nefgöngin safnast þau fyrir þar og storkna. Tárin storkna vegna þess magns af uppleystum efnum sem í þeim er, en í einu tári eru um það bil 2-3 saltkorn. Það eru þessir storknuðu tárakögglar, blanda af salti, slími og sýkladrepandi efnum, sem við köllum stírur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....