Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?

Svavar Sigmundsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Nýlega var sett upp skilti með nafninu "Gorvík" við víkina sem liggur milli Geldinganess og Blikastaðaness (fyrir neðan golfvöllinn við Korpúlfsstaði). Er eitthvað vitað um uppruna þessa örnefnis? Ég veit að "gor" þýðir hálfmelt fæða úr innyflum dýra. Hefur örnefnið þá einhverja tengingu við slátrun dýra?

Í Hvalfirði er Gorvík sem nefnd er í Harðar sögu og Hólmverja. Hólmverjar eru þar sagðir hafa drepið fé á skipi í víkinni og tengir höfundur örnefnið þannig við gor í merkingunni ‚hálfmelt fæða úr innyflum jórturdýra‘.

Í botni Gorvíkur í Hvalfirði er leir og mjög fíngerður sandur. Gorvík niður undan Korpúlfsstöðum er líka með leirbotni. Þórhallur Vilmundarson skrifaði í inngangi að útgáfu Harðar sögu að líklega væri orðið gor hér í merkingunni ‚for, leðja‘, samanber bæjarnafnið Gorvik í Noregi þar sem sú merking er talin liggja að baki.

Reykjavíkurborg hefur sett upp fræðsluskilti í Gorvík um lífríki fjörunnar. Á vef borgarinnar segir meðal annars: Gorvík er lítil vík rétt fyrir austan Geldinganes fyrir norðan Grafarvogshverfið. Þar er blönduð fjara, þónokkur þangfjara þótt ekki sé mjög stórgrýtt, en einnig sandfjara og leirur sem tengjast víðáttumiklu leirunum við Blikastaðakró eilítið austar.

Samstofna orðið gormur merkir einnig ‚leðja, leir‘, samanber orðið jökulgormur. Annar hugsanlegur skýringarkostur er að mati Þórhalls sá, að átt sé við gor í merkingunni ‚þörungagróður‘, sem stundum safnast fyrir í víkunum (bls. xxxi).

Orðið gorvík er til sem samnafn, meðal annars í orðasambandinu að sleikja hverja gorvík ‚koma alls staðar við‘ (Íslensk orðabók). Í DV 14. 2. 1984 má lesa meðal annars í aðsendri grein: „Mér finnst höfuðborgarbúar ekki hafa rétt á að hnýta í Bolvíkinga, þetta er engin gorvík, heldur er þetta reglulega snyrtilegt sjávarpláss og með þeim stærstu á Vestfjörðum“ (bls. 17). (www.timarit.is). Orðið er ekki í Ritmálssafni orðfræðisviðs Árnastofnunar.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Harðar saga. Íslenzk fornrit XIII. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson gáfu út. Reykjavík 1991.
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. Reykjavík 2005.
  • Mynd: Ný fræðsluskilti um lífríki fjörunnar | Reykjavíkurborg. (Sótt 2. 6. 2015).

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

3.6.2015

Spyrjandi

Kristín Sigríður Sigurðardóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2015. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69964.

Svavar Sigmundsson. (2015, 3. júní). Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69964

Svavar Sigmundsson. „Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2015. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69964>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Nýlega var sett upp skilti með nafninu "Gorvík" við víkina sem liggur milli Geldinganess og Blikastaðaness (fyrir neðan golfvöllinn við Korpúlfsstaði). Er eitthvað vitað um uppruna þessa örnefnis? Ég veit að "gor" þýðir hálfmelt fæða úr innyflum dýra. Hefur örnefnið þá einhverja tengingu við slátrun dýra?

Í Hvalfirði er Gorvík sem nefnd er í Harðar sögu og Hólmverja. Hólmverjar eru þar sagðir hafa drepið fé á skipi í víkinni og tengir höfundur örnefnið þannig við gor í merkingunni ‚hálfmelt fæða úr innyflum jórturdýra‘.

Í botni Gorvíkur í Hvalfirði er leir og mjög fíngerður sandur. Gorvík niður undan Korpúlfsstöðum er líka með leirbotni. Þórhallur Vilmundarson skrifaði í inngangi að útgáfu Harðar sögu að líklega væri orðið gor hér í merkingunni ‚for, leðja‘, samanber bæjarnafnið Gorvik í Noregi þar sem sú merking er talin liggja að baki.

Reykjavíkurborg hefur sett upp fræðsluskilti í Gorvík um lífríki fjörunnar. Á vef borgarinnar segir meðal annars: Gorvík er lítil vík rétt fyrir austan Geldinganes fyrir norðan Grafarvogshverfið. Þar er blönduð fjara, þónokkur þangfjara þótt ekki sé mjög stórgrýtt, en einnig sandfjara og leirur sem tengjast víðáttumiklu leirunum við Blikastaðakró eilítið austar.

Samstofna orðið gormur merkir einnig ‚leðja, leir‘, samanber orðið jökulgormur. Annar hugsanlegur skýringarkostur er að mati Þórhalls sá, að átt sé við gor í merkingunni ‚þörungagróður‘, sem stundum safnast fyrir í víkunum (bls. xxxi).

Orðið gorvík er til sem samnafn, meðal annars í orðasambandinu að sleikja hverja gorvík ‚koma alls staðar við‘ (Íslensk orðabók). Í DV 14. 2. 1984 má lesa meðal annars í aðsendri grein: „Mér finnst höfuðborgarbúar ekki hafa rétt á að hnýta í Bolvíkinga, þetta er engin gorvík, heldur er þetta reglulega snyrtilegt sjávarpláss og með þeim stærstu á Vestfjörðum“ (bls. 17). (www.timarit.is). Orðið er ekki í Ritmálssafni orðfræðisviðs Árnastofnunar.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Harðar saga. Íslenzk fornrit XIII. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson gáfu út. Reykjavík 1991.
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. Reykjavík 2005.
  • Mynd: Ný fræðsluskilti um lífríki fjörunnar | Reykjavíkurborg. (Sótt 2. 6. 2015).

...