Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er hægt að eyða eða minnka æðakölkun, sem þegar er komin, með hreyfingu?

Anna Dagný Smith

Með æðakölkun er átt við þrengingar á æðum vegna kólesteróls- og fitusöfnunar innan á æðaveggjum, sem með tímanum myndar kalkaðar skellur inni í æðunum. Þetta veldur því að æðarnar bæði þrengjast, stífna og missa teygjanleika sinn. Það hindrar eðlilegt blóðstreymi um æðarnar og eykur þannig álag á hjartað við að pumpa blóðinu áfram um líkamann.

Æðakölkun veldur mörgum alvarlegum sjúkdómum og er einn áhrifamesti þáttur í þróun hjarta- og æðasjúkdóma.

Æðakölkun getur haft alvarlegar og afdrifaríkar afleiðingar. Hún getur til dæmis orsakað heilablóðfall með mögulegri lömun í kjölfarið, kransæðaþrengsl eða kransæðastíflu. Einkenni geta komið fram í fótum og fótleggjum sem verkir og jafnvel ólæknanleg sár sem koma fram vegna þess að blóðflæði er of lítið. Einnig getur skert kyngeta átt rætur að rekja til lélegs ástands æða vegna kölkunar.



Æðakölkun getur valdið þrengslu og stíflu í kransæðunum.

Þróun æðakölkunar, og þar með hjarta- og æðasjúkdóma, getur hafist snemma á lífsleiðinni. Oft er hún byrjuð upp úr tvítugu og eykst svo með hækkandi aldri. Ættarsaga getur haft mikið að segja um hvort og hversu hratt slíkir sjúkdómar þróast hjá hverjum og einum. Þar fyrir utan eru helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma reykingar, offita, mikið kólesteról í blóði, streita og hreyfingarleysi.

Fyrirbygging og meðferð æðakölkunar byggist fyrst og fremst á breyttum lífsstíl og lyfjameðferð. Til læknisfræðilegra aðgerða teljast til dæmis stíflulosun úr kransæðum við hjartaþræðingu og umfangsmiklar aðgerðir eins og kransæðaaðgerðir, en þar eru settar nýjar æðar í stað þeirra sem hafa stíflast. Slíkar aðgerðir er í raun ekki hægt að kalla meðferðarform heldur eru þær yfirleitt neyðarúrræði í mjög alvarlegum tilvikum. Þær eru bæði hættulegar og vandasamar og því ekki notaðar nema aðrar leiðir duga ekki til.

Meðferð og fyrirbygging æðakölkunar með lyfjum beinist einkum að því að lækka kólesteról í blóði, en því miður eru ekki til nein lyf sem gefa æðum teygjanleika sinn að nýju.

Breyttur lífsstíll er það sem skiptir hvað mestu máli fyrir heilbrigt æðakerfi. Mikilvægustu þættirnir eru eftirfarandi:
  • Að hætta að reykja er það allra mikilvægasta fyrir reykingamenn.
  • Að auka hollustu í fæðuvali með því að borða meira af ávöxtum og grænmeti og draga úr neyslu á óhollu feitmeti (það er harðri fitu og transfitu), svo sem skyndifæði, djúpsteiktum mat og sælgæti.
  • Að auka reglulega hreyfingu. Gott er að setja sér það markmið að stunda uppbyggilega hreyfingu/líkamsrækt að minnsta kosti 30 mínútur í senn, flesta daga vikunnar.
  • Að draga markvisst úr streituvöldum í lífi og starfi, stuðla að góðum svefni og hvíld og þar með að auka andlegt jafnvægi og vellíðan.

Á endanum er það alltaf á eigin ábyrgð að þekkja okkar helstu áhættuþætti, vera vakandi fyrir einkennum, fylgja meðferðarfyrirmælum og stunda almenna hollustu í daglegu lífi. Það er okkar eigið framlag að líkamlegu heilbrigði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er tekið af vefsvæðinu Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

hjúkrunarfræðingur

Útgáfudagur

7.11.2007

Spyrjandi

Aðalsteinn Geirsson

Tilvísun

Anna Dagný Smith. „Er hægt að eyða eða minnka æðakölkun, sem þegar er komin, með hreyfingu?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2007. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6890.

Anna Dagný Smith. (2007, 7. nóvember). Er hægt að eyða eða minnka æðakölkun, sem þegar er komin, með hreyfingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6890

Anna Dagný Smith. „Er hægt að eyða eða minnka æðakölkun, sem þegar er komin, með hreyfingu?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2007. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6890>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að eyða eða minnka æðakölkun, sem þegar er komin, með hreyfingu?
Með æðakölkun er átt við þrengingar á æðum vegna kólesteróls- og fitusöfnunar innan á æðaveggjum, sem með tímanum myndar kalkaðar skellur inni í æðunum. Þetta veldur því að æðarnar bæði þrengjast, stífna og missa teygjanleika sinn. Það hindrar eðlilegt blóðstreymi um æðarnar og eykur þannig álag á hjartað við að pumpa blóðinu áfram um líkamann.

Æðakölkun veldur mörgum alvarlegum sjúkdómum og er einn áhrifamesti þáttur í þróun hjarta- og æðasjúkdóma.

Æðakölkun getur haft alvarlegar og afdrifaríkar afleiðingar. Hún getur til dæmis orsakað heilablóðfall með mögulegri lömun í kjölfarið, kransæðaþrengsl eða kransæðastíflu. Einkenni geta komið fram í fótum og fótleggjum sem verkir og jafnvel ólæknanleg sár sem koma fram vegna þess að blóðflæði er of lítið. Einnig getur skert kyngeta átt rætur að rekja til lélegs ástands æða vegna kölkunar.



Æðakölkun getur valdið þrengslu og stíflu í kransæðunum.

Þróun æðakölkunar, og þar með hjarta- og æðasjúkdóma, getur hafist snemma á lífsleiðinni. Oft er hún byrjuð upp úr tvítugu og eykst svo með hækkandi aldri. Ættarsaga getur haft mikið að segja um hvort og hversu hratt slíkir sjúkdómar þróast hjá hverjum og einum. Þar fyrir utan eru helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma reykingar, offita, mikið kólesteról í blóði, streita og hreyfingarleysi.

Fyrirbygging og meðferð æðakölkunar byggist fyrst og fremst á breyttum lífsstíl og lyfjameðferð. Til læknisfræðilegra aðgerða teljast til dæmis stíflulosun úr kransæðum við hjartaþræðingu og umfangsmiklar aðgerðir eins og kransæðaaðgerðir, en þar eru settar nýjar æðar í stað þeirra sem hafa stíflast. Slíkar aðgerðir er í raun ekki hægt að kalla meðferðarform heldur eru þær yfirleitt neyðarúrræði í mjög alvarlegum tilvikum. Þær eru bæði hættulegar og vandasamar og því ekki notaðar nema aðrar leiðir duga ekki til.

Meðferð og fyrirbygging æðakölkunar með lyfjum beinist einkum að því að lækka kólesteról í blóði, en því miður eru ekki til nein lyf sem gefa æðum teygjanleika sinn að nýju.

Breyttur lífsstíll er það sem skiptir hvað mestu máli fyrir heilbrigt æðakerfi. Mikilvægustu þættirnir eru eftirfarandi:
  • Að hætta að reykja er það allra mikilvægasta fyrir reykingamenn.
  • Að auka hollustu í fæðuvali með því að borða meira af ávöxtum og grænmeti og draga úr neyslu á óhollu feitmeti (það er harðri fitu og transfitu), svo sem skyndifæði, djúpsteiktum mat og sælgæti.
  • Að auka reglulega hreyfingu. Gott er að setja sér það markmið að stunda uppbyggilega hreyfingu/líkamsrækt að minnsta kosti 30 mínútur í senn, flesta daga vikunnar.
  • Að draga markvisst úr streituvöldum í lífi og starfi, stuðla að góðum svefni og hvíld og þar með að auka andlegt jafnvægi og vellíðan.

Á endanum er það alltaf á eigin ábyrgð að þekkja okkar helstu áhættuþætti, vera vakandi fyrir einkennum, fylgja meðferðarfyrirmælum og stunda almenna hollustu í daglegu lífi. Það er okkar eigið framlag að líkamlegu heilbrigði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er tekið af vefsvæðinu Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi....