Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er munurinn á kúskel og nákuðungi?

Jón Már Halldórsson

Allmikill munur er á kúskel (Arctica islandica) og nákuðungi (Nucella lapillus). Báðar tegundirnar eru lindýr (Mollusca) en þær tilheyra þó ólíkum hópum innan fylkingarinnar. Kúskelin er samloka (Bivalvia) og líkist því öðrum samlokum, til dæmis kræklingi, í útliti. Nákuðungurinn er hins vegar snigill (Gastropoda).



Kúskel (Arctica islandica) tilheyrir flokki samloka (Bivalvia).

Þessar tegundir eru því fjarskyldir ættingjar innan fylkingar lindýra en tegundafjölbreytnin og fjöldinn innan lindýra er geysilegur eða rúmlega 112 þúsund tegundir.

Bæði kúskel og nákuðungur finnast á íslensku hafsvæði. Kúskelin er grunnsævisdýr sem finnst frá nokkurra metra dýpi niður á allt að 500 metra dýpi. Hún finnst allt í kringum landið og er þekkt fyrir einstakt langlífi. Nýlega fannst íslensk kúskel sem talin er vera um 400 ára gömul og mun hún því vera elsta lifandi dýr sem fundist hefur í heiminum.



Nákuðungur (Nucella lapillus) tilheyrir flokki snigla (Gastropopda).

Það er mjög sjaldgæft að rekast á lifandi kúskel í fjörum landsins en stundum finnast tómar skeljar. Nákuðungur er hins vegar algengur miðsvæðis í stórgrýttum klettafjörum en þar er hann eitt skæðasta rándýrið. Hann veiðir sér til matar smærri lífverur sem ekki komast undan honum, til dæmis hrúðurkarla eins og fjörukarl (Semibalanus balanoides) sem er algengur hryggleysingi í íslenskum klettafjörum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.10.2007

Spyrjandi

Jón Arinbjörn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kúskel og nákuðungi?“ Vísindavefurinn, 22. október 2007. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6862.

Jón Már Halldórsson. (2007, 22. október). Hver er munurinn á kúskel og nákuðungi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6862

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kúskel og nákuðungi?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2007. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6862>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á kúskel og nákuðungi?
Allmikill munur er á kúskel (Arctica islandica) og nákuðungi (Nucella lapillus). Báðar tegundirnar eru lindýr (Mollusca) en þær tilheyra þó ólíkum hópum innan fylkingarinnar. Kúskelin er samloka (Bivalvia) og líkist því öðrum samlokum, til dæmis kræklingi, í útliti. Nákuðungurinn er hins vegar snigill (Gastropoda).



Kúskel (Arctica islandica) tilheyrir flokki samloka (Bivalvia).

Þessar tegundir eru því fjarskyldir ættingjar innan fylkingar lindýra en tegundafjölbreytnin og fjöldinn innan lindýra er geysilegur eða rúmlega 112 þúsund tegundir.

Bæði kúskel og nákuðungur finnast á íslensku hafsvæði. Kúskelin er grunnsævisdýr sem finnst frá nokkurra metra dýpi niður á allt að 500 metra dýpi. Hún finnst allt í kringum landið og er þekkt fyrir einstakt langlífi. Nýlega fannst íslensk kúskel sem talin er vera um 400 ára gömul og mun hún því vera elsta lifandi dýr sem fundist hefur í heiminum.



Nákuðungur (Nucella lapillus) tilheyrir flokki snigla (Gastropopda).

Það er mjög sjaldgæft að rekast á lifandi kúskel í fjörum landsins en stundum finnast tómar skeljar. Nákuðungur er hins vegar algengur miðsvæðis í stórgrýttum klettafjörum en þar er hann eitt skæðasta rándýrið. Hann veiðir sér til matar smærri lífverur sem ekki komast undan honum, til dæmis hrúðurkarla eins og fjörukarl (Semibalanus balanoides) sem er algengur hryggleysingi í íslenskum klettafjörum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir: