Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað stendur á Rósettusteininum?

Vignir Már Lýðsson og Hringur Ásgeir Sigurðarson

Á Rósettusteininn er letraður sami texti á þremur mismunandi ritmálum: híeróglýfum (e. hieroglyphic) eða helgrúnum sem notaðar voru fyrir trúarleg efni, alþýðuletri (e. demotic) og loks grísku sem yfirstéttin talaði. Textinn er ritaður af prestum frá Memfis (e. Memphis) í Egyptalandi árið 196 f. Kr. og er Ptólemaíos V, faró í Egyptalandi (206-181 f. Kr.), heiðraður á steininum og örlæti hans dásamað á ýmsa lund. Hér er hægt að lesa enska þýðingu á gríska textanum á Rósettusteininum.

Það voru hermenn Napóleons Bónapartes, undir forystu kafteinsins Pierre-François Bouchard, sem fundu Rósettusteininn í júlí 1799. Þeir voru þá að byggja Julien-virkið, nálægt egypsku borginni Rosetta sem í dag ber nafnið Rashid.

Rósettusteinninn. Með því að smella á myndina birtist stærri mynd þar sem hægt er að rýna í letrið.

Það er ekki alveg ljóst hvernig steinninn komst úr höndum Frakka til Breta. Breski ofurstinn Tomkyns Hilgrove Turner hélt því fram að hann hefði gert steininn upptækan hjá frönskum hersveitum en aftan á steinunn er letrað: "Captured in Egypt by the British Army in 1801" sem mætti þýða sem "Breski herinn náði þessum steini í Egyptalandi 1801."

Fram að fundi Rósettusteinsins hafði þekking á egypskum helgirúnum verið glötuð í 1700 ár og því var fundur hans mikil tíðindi. Fimmtán árum eftir fundinn lauk Bretinn Thomas Young við að þýða þann hluta steinsins sem var á egypska alþýðuletrinu. Hann reyndi þá við helgirúnirnar en hafði ekki erindi sem erfiði. Á árunum 1822-24 tók franski tungumálasnillingurinn Jean-Francois Champollion sig til og þýddi helgirúnirnar og opnaði þannig heim sem hafði verið luktur í um 2000 ár.

Hægt er að lesa meira um hvernig Young og Champollion þýddu letrið á Rósettusteininum í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?eftir Þorstein Vilhjálmsson og Ulriku Anderson.

Rósettusteinninn hefur verið til sýnis á British Museum allt frá árinu 1802 en þó með tveimur undantekningum. Í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1917 voru forsvarsmenn safnsins áhyggjufullir vegna yfirvofandi loftárása á London og var steinninn því fluttur á öruggan stað 20 metrum undir yfirborði jarðar þar sem hann var geymdur til ársins 1919. Árið 1972 voru 150 ár liðin frá því að Champollion réði helgirúnirnar og þá var steinninn fluttur á Lourve-safnið í París og sýndur þar í einn mánuð.

Eins og sést á myndinni sem fylgir þessu svari er steinninn brotinn einmitt á þeim hluta sem helgirúnirnar eru letraðar. Þetta olli nokkrum vandræðum við þýðinguna en um 1880 fannst sama tilskipun og á Rósettusteininum í egypska bænum Noubarya. Ptólemaíarnir í Egyptalandi létu nefnilega letra tilskipanir sínar á nokkra steina.


Þetta svar er að mestu samið af Vigni Má Lýðssyni en byggir á stuttum drögum að svari eftir nemenda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.


Frekara lesefni um Egyptaland á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

16.8.2007

Spyrjandi

Ingi Björn Grétarsson

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson og Hringur Ásgeir Sigurðarson. „Hvað stendur á Rósettusteininum?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6761.

Vignir Már Lýðsson og Hringur Ásgeir Sigurðarson. (2007, 16. ágúst). Hvað stendur á Rósettusteininum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6761

Vignir Már Lýðsson og Hringur Ásgeir Sigurðarson. „Hvað stendur á Rósettusteininum?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6761>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað stendur á Rósettusteininum?
Á Rósettusteininn er letraður sami texti á þremur mismunandi ritmálum: híeróglýfum (e. hieroglyphic) eða helgrúnum sem notaðar voru fyrir trúarleg efni, alþýðuletri (e. demotic) og loks grísku sem yfirstéttin talaði. Textinn er ritaður af prestum frá Memfis (e. Memphis) í Egyptalandi árið 196 f. Kr. og er Ptólemaíos V, faró í Egyptalandi (206-181 f. Kr.), heiðraður á steininum og örlæti hans dásamað á ýmsa lund. Hér er hægt að lesa enska þýðingu á gríska textanum á Rósettusteininum.

Það voru hermenn Napóleons Bónapartes, undir forystu kafteinsins Pierre-François Bouchard, sem fundu Rósettusteininn í júlí 1799. Þeir voru þá að byggja Julien-virkið, nálægt egypsku borginni Rosetta sem í dag ber nafnið Rashid.

Rósettusteinninn. Með því að smella á myndina birtist stærri mynd þar sem hægt er að rýna í letrið.

Það er ekki alveg ljóst hvernig steinninn komst úr höndum Frakka til Breta. Breski ofurstinn Tomkyns Hilgrove Turner hélt því fram að hann hefði gert steininn upptækan hjá frönskum hersveitum en aftan á steinunn er letrað: "Captured in Egypt by the British Army in 1801" sem mætti þýða sem "Breski herinn náði þessum steini í Egyptalandi 1801."

Fram að fundi Rósettusteinsins hafði þekking á egypskum helgirúnum verið glötuð í 1700 ár og því var fundur hans mikil tíðindi. Fimmtán árum eftir fundinn lauk Bretinn Thomas Young við að þýða þann hluta steinsins sem var á egypska alþýðuletrinu. Hann reyndi þá við helgirúnirnar en hafði ekki erindi sem erfiði. Á árunum 1822-24 tók franski tungumálasnillingurinn Jean-Francois Champollion sig til og þýddi helgirúnirnar og opnaði þannig heim sem hafði verið luktur í um 2000 ár.

Hægt er að lesa meira um hvernig Young og Champollion þýddu letrið á Rósettusteininum í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?eftir Þorstein Vilhjálmsson og Ulriku Anderson.

Rósettusteinninn hefur verið til sýnis á British Museum allt frá árinu 1802 en þó með tveimur undantekningum. Í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1917 voru forsvarsmenn safnsins áhyggjufullir vegna yfirvofandi loftárása á London og var steinninn því fluttur á öruggan stað 20 metrum undir yfirborði jarðar þar sem hann var geymdur til ársins 1919. Árið 1972 voru 150 ár liðin frá því að Champollion réði helgirúnirnar og þá var steinninn fluttur á Lourve-safnið í París og sýndur þar í einn mánuð.

Eins og sést á myndinni sem fylgir þessu svari er steinninn brotinn einmitt á þeim hluta sem helgirúnirnar eru letraðar. Þetta olli nokkrum vandræðum við þýðinguna en um 1880 fannst sama tilskipun og á Rósettusteininum í egypska bænum Noubarya. Ptólemaíarnir í Egyptalandi létu nefnilega letra tilskipanir sínar á nokkra steina.


Þetta svar er að mestu samið af Vigni Má Lýðssyni en byggir á stuttum drögum að svari eftir nemenda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.


Frekara lesefni um Egyptaland á Vísindavefnum:

Heimildir:

...