Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?

Sigurður Steinþórsson

Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd):
  1. Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá).
  2. Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum).
  3. Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti).


1. mynd. Þrjár gerðir misgengja.

A) Siggengi. B) Ris- eða þrýstigengi. C) Sniðgengi.

„Þverbrotabelti“ er notað um sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja ása rekhryggja (2. mynd). Hér á landi eru tvö slík brotabelti, Tjörnes-brotabeltið sem tengir suðurenda Kolbeinseyjarhryggjar við Norðurgosbeltið, og Suðurlands-brotabeltið sem tengir Reykjanes og Austurgosbeltið.



2. mynd. Helstu „hnikþættir“ á Íslandi: Reykjaneshryggur (R) og Kolbeinseyjarhryggur (K) hliðrast til austurs um Suðurlands- (SB) og Tjörnes-brotabeltin (TB). Örvarnar sýna hreyfingar Ameríku- og Evrasíuflekanna miðað við rekhrygginn, 1 cm á ári til hvorrar áttar. Hringur sýnir miðju heita reitsins.

Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn (rauður hringur á 2. mynd) og með því að flæði möttulefnis undir Íslandi út frá þessari miðju er helsti drifkraftur flekahreyfinga, þá „leitast“ rekbeltin við að vera yfir heita reitnum (3. mynd). Í 15 milljón ára jarðsögu Íslands hefur slíkur gosbeltaflutningur orðið að minnsta kosti þrisvar.



3. mynd. Rauðu örvarnar sýna hreyfingu rekhryggjar miðað við heitan reit (hringur) en svörtu örvarnar hreyfingu skorpufleka miðað við rekhrygginn. Þegar rekhryggurinn hefur fjarlægst heita reitinn um of (B), flyst hluti hans yfir á heita reitinn en endarnir tengist með sniðgengjum (þverbrotabeltum).

Þverbrotabelti einkenna allt rekhryggjakerfi jarðar, sem er um 60.000 km langt, og skiptist í búta sem hnikað er til hverjum miðað við annan. Almennt tengjast þverbrotabeltin ekki heitum reitum, heldur virðast þau hafa myndast um leið og rekhryggurinn sjálfur og haldast síðan nokkuð stöðug. Myndun þeirra er því sennilega háð spennusviðinu sem ríkti þegar hryggurinn var að myndast.

Frekari lesningu um misgengi er til dæmis að finna í greinum Páls Einarssonar í Náttúru Íslands og Náttúrufræðingnum, svo og í Jörðinni (JPV útgáfa, Rvk. 2005).

Á Vísindavefnum eru fleiri svör eftir sama höfund um tengd efni, til dæmis:

Einnig má benda á svar Páls Einarssonar og Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er San Andreas sprungan?

Myndir:
  • Þrjár gerðir misgengja: Bartleby.com
  • Aðrar myndir: Sigurður Steinþórsson

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

4.5.2007

Spyrjandi

Tanja Jóhannsdóttir
Helgi Hálfdánarson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6623.

Sigurður Steinþórsson. (2007, 4. maí). Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6623

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6623>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?
Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd):

  1. Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá).
  2. Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum).
  3. Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti).


1. mynd. Þrjár gerðir misgengja.

A) Siggengi. B) Ris- eða þrýstigengi. C) Sniðgengi.

„Þverbrotabelti“ er notað um sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja ása rekhryggja (2. mynd). Hér á landi eru tvö slík brotabelti, Tjörnes-brotabeltið sem tengir suðurenda Kolbeinseyjarhryggjar við Norðurgosbeltið, og Suðurlands-brotabeltið sem tengir Reykjanes og Austurgosbeltið.



2. mynd. Helstu „hnikþættir“ á Íslandi: Reykjaneshryggur (R) og Kolbeinseyjarhryggur (K) hliðrast til austurs um Suðurlands- (SB) og Tjörnes-brotabeltin (TB). Örvarnar sýna hreyfingar Ameríku- og Evrasíuflekanna miðað við rekhrygginn, 1 cm á ári til hvorrar áttar. Hringur sýnir miðju heita reitsins.

Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn (rauður hringur á 2. mynd) og með því að flæði möttulefnis undir Íslandi út frá þessari miðju er helsti drifkraftur flekahreyfinga, þá „leitast“ rekbeltin við að vera yfir heita reitnum (3. mynd). Í 15 milljón ára jarðsögu Íslands hefur slíkur gosbeltaflutningur orðið að minnsta kosti þrisvar.



3. mynd. Rauðu örvarnar sýna hreyfingu rekhryggjar miðað við heitan reit (hringur) en svörtu örvarnar hreyfingu skorpufleka miðað við rekhrygginn. Þegar rekhryggurinn hefur fjarlægst heita reitinn um of (B), flyst hluti hans yfir á heita reitinn en endarnir tengist með sniðgengjum (þverbrotabeltum).

Þverbrotabelti einkenna allt rekhryggjakerfi jarðar, sem er um 60.000 km langt, og skiptist í búta sem hnikað er til hverjum miðað við annan. Almennt tengjast þverbrotabeltin ekki heitum reitum, heldur virðast þau hafa myndast um leið og rekhryggurinn sjálfur og haldast síðan nokkuð stöðug. Myndun þeirra er því sennilega háð spennusviðinu sem ríkti þegar hryggurinn var að myndast.

Frekari lesningu um misgengi er til dæmis að finna í greinum Páls Einarssonar í Náttúru Íslands og Náttúrufræðingnum, svo og í Jörðinni (JPV útgáfa, Rvk. 2005).

Á Vísindavefnum eru fleiri svör eftir sama höfund um tengd efni, til dæmis:

Einnig má benda á svar Páls Einarssonar og Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er San Andreas sprungan?

Myndir:
  • Þrjár gerðir misgengja: Bartleby.com
  • Aðrar myndir: Sigurður Steinþórsson
...