Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er nostalgía?

Guðrún Kvaran

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað merkir orðið nostalgía og í hvaða samhengi er það notað?
  • Hvaðan er orðið nostalgía upphaflega komið og er til íslenskt orð yfir fyrirbærið?

Aðrir spyrjendur eru: Viðar Valdimarsson, Ilmur Gísladóttir og Marteinn Marteinsson.


Orðið nostalgía er aðkomuorð í íslensku annað hvort úr dönsku nostalgi eða ensku nostalgia og er oft notað í óformlegu máli. Það merkir ‘söknuður eftir liðinni tíð’, til dæmis ,,Hann hugsaði með nostalgíu til menntaskólaáranna”. Orðið getur einnig merkt ‘heimþrá’, til dæmis ,,Íslenski stúdentinn í Kaupmannahöfn hugsaði með nostalgíu til íslensku fjallanna.”



"Nostalgia for what is" eftir Norma Tomboulian.

Talið er að svissneskur læknir hafi fyrstur búið til orðið nostalgia í nýaldarlatínu árið 1688 sem þýðingu á þýska orðinu Heimweh ‘heimþrá’. Það er sett saman úr tveimur grískum orðum nóstos ‘heimferð’ og afleiðslu af orðinu álgos ‘sársauki’.

Mynd: University of Arkansas - Libraries

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.5.2007

Spyrjandi

Guðlaug Hólmsteinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er nostalgía?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2007. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6620.

Guðrún Kvaran. (2007, 3. maí). Hvað er nostalgía? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6620

Guðrún Kvaran. „Hvað er nostalgía?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2007. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6620>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er nostalgía?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað merkir orðið nostalgía og í hvaða samhengi er það notað?
  • Hvaðan er orðið nostalgía upphaflega komið og er til íslenskt orð yfir fyrirbærið?

Aðrir spyrjendur eru: Viðar Valdimarsson, Ilmur Gísladóttir og Marteinn Marteinsson.


Orðið nostalgía er aðkomuorð í íslensku annað hvort úr dönsku nostalgi eða ensku nostalgia og er oft notað í óformlegu máli. Það merkir ‘söknuður eftir liðinni tíð’, til dæmis ,,Hann hugsaði með nostalgíu til menntaskólaáranna”. Orðið getur einnig merkt ‘heimþrá’, til dæmis ,,Íslenski stúdentinn í Kaupmannahöfn hugsaði með nostalgíu til íslensku fjallanna.”



"Nostalgia for what is" eftir Norma Tomboulian.

Talið er að svissneskur læknir hafi fyrstur búið til orðið nostalgia í nýaldarlatínu árið 1688 sem þýðingu á þýska orðinu Heimweh ‘heimþrá’. Það er sett saman úr tveimur grískum orðum nóstos ‘heimferð’ og afleiðslu af orðinu álgos ‘sársauki’.

Mynd: University of Arkansas - Libraries...