Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?

Atli Harðarson

Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann.

Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji litina á sama hátt og ég; vitneskja fólks um hvernig það skynjar virðist lokuð inni í huga þess. Maður getur bent á hlut og verið sammála mér um að lýsa honum með orðinu „rauður“. Samt sem áður er möguleiki að maðurinn skynji rautt eins og ég skynja grænt og hefur þá hvor um sig einfaldlega lært að nota þetta orð um upplifun sína. Við getum skipst á orðum en höfum enga leið til að skiptast á skynjunum. Um þetta má lesa nánar í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunum Sjáum við litina eins? Sé ég rauðan eins og þú sérð rauðan? Sérð þú kannski rauðan eins og ég sé grænan?

Róttækustu (og kannski þá um leið geðveikislegustu) gerðir sjálfsveruhyggju eru:

  1. Sjálfsveruhyggja um þekkingu sem kveður á um að ég geti ekki þekkt neitt nema eigin huga, það er skynjanir mínar, tilfinningar, hugsanir og því um líkt.
  2. Sjálfsveruhyggja um veruleikann sem segir að ekki sé neitt til nema minn eigin hugur.
  3. Sjálfsveruhyggja um mál og merkingu sem gengur út á að ég geti ekki talað um neitt nema það sem býr í huga mér.

Ég veit ekki til að neinn heimspekingur hafi haldið þessum kenningum fram. Margir hafa aftur á móti borið öðrum á brýn að einhver svona firra sé rökleg afleiðing af skoðunum þeirra. Þessar ásakanir eiga stundum við nokkur rök að styðjast, því þótt róttæk sjálfsveruhyggja sé fjarstæðukennd er hægt að leiða hana með gildum rökum af forsendum sem margir heimspekingar gefa sér. Líklega er þó leitun að meiriháttar hugsuði sem játar þeim öllum í senn.


Sjálfsveruhyggja: Hugurinn er einangraður frá ytri veruleika.

Ef ég trúi til dæmis eftirfarandi þremur forsendum þá virðist hæpið að hafna ályktuninni sem á eftir kemur og jafngildir hún róttækri sjálfsveruhyggju um þekkingu.

1. forsenda:

Ef ég hef vitneskju um tilveru einhvers hlutar þá hef ég reynslu sem staðfestir að hann sé til.

2. forsenda:

Öll reynsla mín er skynjun í vitund minni. Með öðrum orðum eru skynjanir sálarlífsfyrirbæri þótt ég trúi því ef til vill að orsakir þeirra séu áreiti sem skynfærin verða fyrir og rekja má til veruleika utan hugans.

3. forsenda:

Allt sem á sér stað í vitund minni, eða í huganum, getur verið þar þótt hugur minn sé einn í heiminum.

Ályktun:

Engin vitneskja sem ég get aflað staðfestir að neitt sé til annað en minn eigin hugur og það sem í honum býr, það er skynjanir, tilfinningar, hugsanir og annað slíkt.

Til að fá út róttæka sjálfsveruhyggju um veruleikann eða um mál og merkingu þarf að bæta við forsendum á borð við:

4. forsenda:

Það sem ekki er hægt að fá neina vitneskju um er ekki hluti af raunveruleikanum.

eða

5. forsenda:

Orðin sem ég segi geta ekki vísað til veruleika sem mér er með öllu ókunnur.

Fyrsta forsendan er hluti af kenningum klassískrar raunhyggju sem var mótuð af Englendingnum John Locke (1632-1704). Önnur og þriðja forsendan eru innbyggðar í kenningar margra heimspekinga frá 17. og 18. öld sem voru undir áhrifum frá skrifum Frakkans René Descartes (1596-1650) um mannshugann (sjá Hver var René Descartes og fyrir hvað er hann þekktur? eftir Elmar Geir Unnsteinsson). Þeirri fyrri var til dæmis haldið fram af Íranum George Berkeley (1685-1753) sem er upphafsmaður hughyggjunnar. Fjórða forsendan er líka innbyggð í kenningar margra hughyggjumanna, en hughyggja var ríkjandi stefna í evrópskri heimspeki á 18. og 19. öld.

Fyrir öllum þessum forsendum er hægt að færa rök sem að minnsta kosti sumum virðast fullgild og það er allt annað en auðvelt að hrekja þær. Raunar hafa heimspekingar jafn ólíkir og breski raunhyggjumaðurinn David Hume (1711-1776) og þýski hughyggjumaðurinn Johann Fichte (1762-1814) haldið því fram að sjálfsveruhyggja verði ekki hrakin. Ástæðan fyrir því að enginn taki hana alvarlega sé að skoðanir manna byggist í raun og veru á ýmsu öðru en skynsamlegum rökum – fólk sé þannig gert að það trúi því að umheimurinn sé til þótt engar sannanir séu fyrir því.

Í stuttu máli má segja að þeir raunhyggjumenn og hughyggjumenn sem voru atkvæðamiklir í heimspeki Vesturlanda frá 17. öld og fram undir okkar tíma hafi flestir haldið fram tilteknum forsendum sem líkjast að minnsta kosti einhverri af fyrstu fjórum forsendunum sem hér voru upp taldar. Arftakar hughyggju og raunhyggju á 20. öld höfðu flestir mikinn áhuga á kenningum um mál og merkingu og hjá mörgum þeirra má finna forsendur sem svipar til þeirrar fimmtu hér að ofan. Forsendur svipaðar þeirri fimmtu má líka finna í ritum frumkvöðlanna Locke og Berkeley.

Andstæðingar raunhyggju og hughyggju hafa sakað fylgismenn þessara meginstrauma í heimspeki nýaldar um að halda fram fjarstæðukenndum kenningum sem leiði til sjálfsveruhyggju. Róttæk sjálfsveruhyggja hefur samt aldrei verið til sem eiginleg heimspekistefna. Þótt Hume og Fichte hafi álitið að hún verði ekki hrakin með rökum fór því fjarri að þeir tryðu henni eða mæltu með að aðrir gerðu það. Þeir töldu fremur að menn ættu að láta fleira en rök ráða skoðunum sínum. Hvort sjálfsveruhyggja er svo til sem geðrænn kvilli veit ég ekki. Um það er betra að spyrja geðlækni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

heimspekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Útgáfudagur

3.1.2007

Spyrjandi

Veronika Egyed

Tilvísun

Atli Harðarson. „Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6450.

Atli Harðarson. (2007, 3. janúar). Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6450

Atli Harðarson. „Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6450>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?
Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann.

Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji litina á sama hátt og ég; vitneskja fólks um hvernig það skynjar virðist lokuð inni í huga þess. Maður getur bent á hlut og verið sammála mér um að lýsa honum með orðinu „rauður“. Samt sem áður er möguleiki að maðurinn skynji rautt eins og ég skynja grænt og hefur þá hvor um sig einfaldlega lært að nota þetta orð um upplifun sína. Við getum skipst á orðum en höfum enga leið til að skiptast á skynjunum. Um þetta má lesa nánar í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunum Sjáum við litina eins? Sé ég rauðan eins og þú sérð rauðan? Sérð þú kannski rauðan eins og ég sé grænan?

Róttækustu (og kannski þá um leið geðveikislegustu) gerðir sjálfsveruhyggju eru:

  1. Sjálfsveruhyggja um þekkingu sem kveður á um að ég geti ekki þekkt neitt nema eigin huga, það er skynjanir mínar, tilfinningar, hugsanir og því um líkt.
  2. Sjálfsveruhyggja um veruleikann sem segir að ekki sé neitt til nema minn eigin hugur.
  3. Sjálfsveruhyggja um mál og merkingu sem gengur út á að ég geti ekki talað um neitt nema það sem býr í huga mér.

Ég veit ekki til að neinn heimspekingur hafi haldið þessum kenningum fram. Margir hafa aftur á móti borið öðrum á brýn að einhver svona firra sé rökleg afleiðing af skoðunum þeirra. Þessar ásakanir eiga stundum við nokkur rök að styðjast, því þótt róttæk sjálfsveruhyggja sé fjarstæðukennd er hægt að leiða hana með gildum rökum af forsendum sem margir heimspekingar gefa sér. Líklega er þó leitun að meiriháttar hugsuði sem játar þeim öllum í senn.


Sjálfsveruhyggja: Hugurinn er einangraður frá ytri veruleika.

Ef ég trúi til dæmis eftirfarandi þremur forsendum þá virðist hæpið að hafna ályktuninni sem á eftir kemur og jafngildir hún róttækri sjálfsveruhyggju um þekkingu.

1. forsenda:

Ef ég hef vitneskju um tilveru einhvers hlutar þá hef ég reynslu sem staðfestir að hann sé til.

2. forsenda:

Öll reynsla mín er skynjun í vitund minni. Með öðrum orðum eru skynjanir sálarlífsfyrirbæri þótt ég trúi því ef til vill að orsakir þeirra séu áreiti sem skynfærin verða fyrir og rekja má til veruleika utan hugans.

3. forsenda:

Allt sem á sér stað í vitund minni, eða í huganum, getur verið þar þótt hugur minn sé einn í heiminum.

Ályktun:

Engin vitneskja sem ég get aflað staðfestir að neitt sé til annað en minn eigin hugur og það sem í honum býr, það er skynjanir, tilfinningar, hugsanir og annað slíkt.

Til að fá út róttæka sjálfsveruhyggju um veruleikann eða um mál og merkingu þarf að bæta við forsendum á borð við:

4. forsenda:

Það sem ekki er hægt að fá neina vitneskju um er ekki hluti af raunveruleikanum.

eða

5. forsenda:

Orðin sem ég segi geta ekki vísað til veruleika sem mér er með öllu ókunnur.

Fyrsta forsendan er hluti af kenningum klassískrar raunhyggju sem var mótuð af Englendingnum John Locke (1632-1704). Önnur og þriðja forsendan eru innbyggðar í kenningar margra heimspekinga frá 17. og 18. öld sem voru undir áhrifum frá skrifum Frakkans René Descartes (1596-1650) um mannshugann (sjá Hver var René Descartes og fyrir hvað er hann þekktur? eftir Elmar Geir Unnsteinsson). Þeirri fyrri var til dæmis haldið fram af Íranum George Berkeley (1685-1753) sem er upphafsmaður hughyggjunnar. Fjórða forsendan er líka innbyggð í kenningar margra hughyggjumanna, en hughyggja var ríkjandi stefna í evrópskri heimspeki á 18. og 19. öld.

Fyrir öllum þessum forsendum er hægt að færa rök sem að minnsta kosti sumum virðast fullgild og það er allt annað en auðvelt að hrekja þær. Raunar hafa heimspekingar jafn ólíkir og breski raunhyggjumaðurinn David Hume (1711-1776) og þýski hughyggjumaðurinn Johann Fichte (1762-1814) haldið því fram að sjálfsveruhyggja verði ekki hrakin. Ástæðan fyrir því að enginn taki hana alvarlega sé að skoðanir manna byggist í raun og veru á ýmsu öðru en skynsamlegum rökum – fólk sé þannig gert að það trúi því að umheimurinn sé til þótt engar sannanir séu fyrir því.

Í stuttu máli má segja að þeir raunhyggjumenn og hughyggjumenn sem voru atkvæðamiklir í heimspeki Vesturlanda frá 17. öld og fram undir okkar tíma hafi flestir haldið fram tilteknum forsendum sem líkjast að minnsta kosti einhverri af fyrstu fjórum forsendunum sem hér voru upp taldar. Arftakar hughyggju og raunhyggju á 20. öld höfðu flestir mikinn áhuga á kenningum um mál og merkingu og hjá mörgum þeirra má finna forsendur sem svipar til þeirrar fimmtu hér að ofan. Forsendur svipaðar þeirri fimmtu má líka finna í ritum frumkvöðlanna Locke og Berkeley.

Andstæðingar raunhyggju og hughyggju hafa sakað fylgismenn þessara meginstrauma í heimspeki nýaldar um að halda fram fjarstæðukenndum kenningum sem leiði til sjálfsveruhyggju. Róttæk sjálfsveruhyggja hefur samt aldrei verið til sem eiginleg heimspekistefna. Þótt Hume og Fichte hafi álitið að hún verði ekki hrakin með rökum fór því fjarri að þeir tryðu henni eða mæltu með að aðrir gerðu það. Þeir töldu fremur að menn ættu að láta fleira en rök ráða skoðunum sínum. Hvort sjálfsveruhyggja er svo til sem geðrænn kvilli veit ég ekki. Um það er betra að spyrja geðlækni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...