Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu?

Sigríður Jónsdóttir

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um púðursykur og brauð. Fleiri spyrjendur voru:
Brynjar Birgisson, Elías Snorrason, Stefán Jökull Jónsson, Vala Hafsteinsdóttir, Ingi Karl Reynisson, Daði Jónsson og Helgi Jósepsson

Púðursykur (e. brown sugar, d. brun farin eða mørk farin, en þetta eru yfirleitt merkingarnar á púðursykri í íslenskum verslunum) er dökk- eða ljósbrúnn sýrópsblandaður sykur. Upphaflega var hann sykur sem ekki hafði verið hreinsaður fullkomlega. Það þýðir að ennþá sat eitthvað af sýrópinu eftir í sykrinum og hann var brúnn og eilítið blautur í sér.

Í dag er púðursykur hins vegar framleiddur með því að blanda saman hvítum sykri og brúnu sýrópi sem gert er úr hrásykri. Þessi aðferð er notuð til að geta stýrt því nákvæmlega hversu mikið af sýrópi púðursykurinn inniheldur. Brúna sýrópið gefur púðursykrinum bæði lit og raka og þessa mjúku klístruðu áferð sem við þekkjum vel. Önnur leið við framleiðslu púðursykurs er að hita sykur- og sýrópsmassa, en brúni liturinn kemur þá einnig fram við hitun.

Púðursykur er dökk- eða ljósbrúnn sýrópsblandaður sykur.

Vegna sýrópsblöndunnar inniheldur púðursykur örlítið vatn, en það er þessi raki sem gefur honum mýktina (venjulega um 1,5% af heildarmassanum). Standi púðursykur hins vegar í opnu eða illa þéttu íláti gufar vatnið upp og massinn sem eftir verður harðnar. Til þess að púðursykurinn mýkist upp aftur þarf hann því að taka í sig smá raka. Ef sett er ein mjúk brauðsneið (eða jafnvel biti af epli) í ílátið með púðursykrinum tekur hann í sig rakann úr brauðsneiðinni og helst þannig mjúkur. Sömu áhrifum má sjálfsagt ná með ýmsum öðrum efnum sem gefa frá sér hæfilegan raka eða jafnvel með því að setja í hann nokkra dropa af vatni.

Þess má að lokum geta til gamans að gott getur verið að hafa púðursykur í stað venjulegs sykurs í ýmsum uppskriftum, til dæmis í drykkjum. Sumir vilja einnig meina að ef púðursykur er notaður til baksturs þá haldist rakinn lengur í bökunarvörunni og hún þorni síður upp.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir

efnafræðingur, Dr.rer.nat.

Útgáfudagur

20.10.2006

Spyrjandi

Gunnlaugur Þór Briem
Georg Eysteinsson
Þorsteinn Jónsson
og fleiri

Tilvísun

Sigríður Jónsdóttir. „Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? “ Vísindavefurinn, 20. október 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6326.

Sigríður Jónsdóttir. (2006, 20. október). Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6326

Sigríður Jónsdóttir. „Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? “ Vísindavefurinn. 20. okt. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6326>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um púðursykur og brauð. Fleiri spyrjendur voru:

Brynjar Birgisson, Elías Snorrason, Stefán Jökull Jónsson, Vala Hafsteinsdóttir, Ingi Karl Reynisson, Daði Jónsson og Helgi Jósepsson

Púðursykur (e. brown sugar, d. brun farin eða mørk farin, en þetta eru yfirleitt merkingarnar á púðursykri í íslenskum verslunum) er dökk- eða ljósbrúnn sýrópsblandaður sykur. Upphaflega var hann sykur sem ekki hafði verið hreinsaður fullkomlega. Það þýðir að ennþá sat eitthvað af sýrópinu eftir í sykrinum og hann var brúnn og eilítið blautur í sér.

Í dag er púðursykur hins vegar framleiddur með því að blanda saman hvítum sykri og brúnu sýrópi sem gert er úr hrásykri. Þessi aðferð er notuð til að geta stýrt því nákvæmlega hversu mikið af sýrópi púðursykurinn inniheldur. Brúna sýrópið gefur púðursykrinum bæði lit og raka og þessa mjúku klístruðu áferð sem við þekkjum vel. Önnur leið við framleiðslu púðursykurs er að hita sykur- og sýrópsmassa, en brúni liturinn kemur þá einnig fram við hitun.

Púðursykur er dökk- eða ljósbrúnn sýrópsblandaður sykur.

Vegna sýrópsblöndunnar inniheldur púðursykur örlítið vatn, en það er þessi raki sem gefur honum mýktina (venjulega um 1,5% af heildarmassanum). Standi púðursykur hins vegar í opnu eða illa þéttu íláti gufar vatnið upp og massinn sem eftir verður harðnar. Til þess að púðursykurinn mýkist upp aftur þarf hann því að taka í sig smá raka. Ef sett er ein mjúk brauðsneið (eða jafnvel biti af epli) í ílátið með púðursykrinum tekur hann í sig rakann úr brauðsneiðinni og helst þannig mjúkur. Sömu áhrifum má sjálfsagt ná með ýmsum öðrum efnum sem gefa frá sér hæfilegan raka eða jafnvel með því að setja í hann nokkra dropa af vatni.

Þess má að lokum geta til gamans að gott getur verið að hafa púðursykur í stað venjulegs sykurs í ýmsum uppskriftum, til dæmis í drykkjum. Sumir vilja einnig meina að ef púðursykur er notaður til baksturs þá haldist rakinn lengur í bökunarvörunni og hún þorni síður upp.

Heimildir og mynd:...