Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju sjá hundar ekki á sjónvarp?

HMS

Ólíkt því sem oft er talið er ekkert sem bendir til að hundar sjái ekki á sjónvarp. Þó er ekki þar með sagt að þeir sjái sjónvarpsútsendinguna á sama hátt og við.

Keilur eru þeir ljósnemar sem sérstaklega eru notaðir til litaskynjunar. Hundar hafa aðeins tvær tegundir keilna á sjónhimnu augans en menn hafa þrjár tegundir. Því má telja líklegt að hundar sjái færri liti í sjónvarpinu eða skynji þá að minnsta kosti öðruvísi en menn.

Einnig eru hundar frekar nærsýnir og eiga því líklega í vandræðum með að greina smáatriði á sjónvarpsskjá standi þeir nokkrum metrum frá honum.

Það er þó allavega eitt sem sjón hunda hefur umfram sjón okkar mannfólksins; hreyfiskynjun þeirra er sérstaklega góð. Jón Már segir í svari sínu við spurningunni Hvernig sjá hundar?

Hundar, líkt og önnur rándýr, geta einnig skynjað hreyfingu mun betur en menn. Sennilega skynja þeir til dæmis sjónvarpsútsendingu ekki sem samfellda hreyfimynd eins og við, heldur sem röð af kyrrmyndum.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

6.10.2006

Spyrjandi

Margrét Benjamínsdóttir, f. 1995

Tilvísun

HMS. „Af hverju sjá hundar ekki á sjónvarp?“ Vísindavefurinn, 6. október 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6262.

HMS. (2006, 6. október). Af hverju sjá hundar ekki á sjónvarp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6262

HMS. „Af hverju sjá hundar ekki á sjónvarp?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6262>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju sjá hundar ekki á sjónvarp?
Ólíkt því sem oft er talið er ekkert sem bendir til að hundar sjái ekki á sjónvarp. Þó er ekki þar með sagt að þeir sjái sjónvarpsútsendinguna á sama hátt og við.

Keilur eru þeir ljósnemar sem sérstaklega eru notaðir til litaskynjunar. Hundar hafa aðeins tvær tegundir keilna á sjónhimnu augans en menn hafa þrjár tegundir. Því má telja líklegt að hundar sjái færri liti í sjónvarpinu eða skynji þá að minnsta kosti öðruvísi en menn.

Einnig eru hundar frekar nærsýnir og eiga því líklega í vandræðum með að greina smáatriði á sjónvarpsskjá standi þeir nokkrum metrum frá honum.

Það er þó allavega eitt sem sjón hunda hefur umfram sjón okkar mannfólksins; hreyfiskynjun þeirra er sérstaklega góð. Jón Már segir í svari sínu við spurningunni Hvernig sjá hundar?

Hundar, líkt og önnur rándýr, geta einnig skynjað hreyfingu mun betur en menn. Sennilega skynja þeir til dæmis sjónvarpsútsendingu ekki sem samfellda hreyfimynd eins og við, heldur sem röð af kyrrmyndum.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....