Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver eru einkenni blóðtappa í fæti?

Þórdís Kristinsdóttir

Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi?

Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til að hindra útbreiðslu sýkingar. Blóð getur þó einnig storknað við vissar aðstæður þegar þess er ekki þörf og leitt til myndunar blóðsega og blóðtappa sem geta haft alvarlegar afleiðingar.

Hægri fótleggurinn er bólginn og rauður vegna blóðtappa.

Blóðtappar geta myndast á mismunandi stöðum í líkamanum og fara einkenni og afleiðingar eftir því. Blóðtappar í bláæðum, sem sjá um að dæla súrefnissnauðu blóði aftur til hjartans, geta myndast vegna hreyfingarleysis þar sem vöðvapumpa sem nauðsynleg er til þess að hjálpa við að dæla blóðinu til hjartans er ekki nógu virk. Þegar blóðið staðnar í æðinni myndar það litla kekki meðfram veggjum æða sem geta stækkað og stíflað viðkomandi æð algjörlega eða að hluta og hindrað þannig blóðflæði aftur til hjartans. Blóðtappar af þessari gerð eru ekki mjög skaðlegir en ef þeir losna kallast það blóðrek (e. embolism) sem getur borist til hægri hliðar hjartans og þaðan til lungnaslagæðar en það getur verið banvænt.

Í slagæðum, sem dæla súrefnisríku blóði til líkamans, geta fituúrfellingar eða svokölluð hörsl (e. plaque) safnast saman í veggi æða. Ef þessar fituúrfellingar losna getur blóðtappi myndast og stíflað blóðflæði í æðinni alveg eða að hluta. Þetta getur leitt til hjartaáfalls, heilablóðfalls eða annarra æðasjúkdóma eftir staðsetningu blóðtappans.

Blóðtappar geta einnig myndast í hjarta í kjölfar gáttaflökts (e. arterial fibrillation) eða hjartaáfalls, auk þess sem þeir geta valdið fleiri sjúkdómum, til dæmis ef blóðtappi myndast í þvagi og veldur því að þvagblaðran nær ekki að tæmast. Í fótum geta blóðtappar myndast bæði í slagæðum og bláæðum.

Blóðtappar í bláæðum myndast oftast í fótum eða handleggjum og einkenni vegna þeirra eru meðal annars bólga, hiti, roði og sársauki, en þessi einkenni líkjast oft einkennum sýkingar og netjubólgu (e. cellulitis). Ef blóðtappi myndast í slagæð í fæti verður ekki nægt blóðflæði til útlimsins. Við það tapast tilfinning og hreyfigeta í fæti, fóturinn hvítnar og verður aumur og sjúklingur getur orðið mjög kvalinn.

Á löngum ferðalögum getur orðið blóðtappamyndun í bláæðum. Ágætt er að standa upp öðru hverju og liðka sig, til dæmis þegar flugferðir eru í lengri kantinum.

Helsta ástæða blóðtappamyndunar í bláæðum er hreyfingarleysi, til dæmis á löngum ferðalögum og hjá rúmliggjandi fólki. Erfðagalli í einhverjum hinna fjölmörgu þátta blóðstorkuferlisins getur einnig valdið því að sumir einstaklingar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir blóðtappamyndun. Almennir áhættuþættir blóðtappa eru hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og reykingar. Fjölskyldusaga skiptir einnig miklu máli. Ófrískar konur eru svo í aukinni áhættu á að fá blóðtappa í fætur.

Blóðtappar í bláæðum myndast oft hægt með vaxandi bólgum, sársauka og litabreytingum. Blóðtappar í slagæðum myndast aftur á móti skyndilega þegar hörsl í æðaveggjum losnar og stíflar æðar. Ef þetta gerist í mikilvægum slagæðum, til dæmis þeim er liggja til hjarta eða heila, getur það valdið hjartaáfalli eða heilablóðfalli.

Ef grunur leikur á blóðtappamyndun er mikilvægt að athuga vel fjölskyldusögu sjúklings og kanna mögulega áhættuþætti. Blóðtappa í bláæðum má greina á ýmsan hátt en oftast er notast við ómmyndun. Einnig má beita bláæðamyndatöku (e. venography) þar sem röntgentæknir setur lit inn í litla bláæð og notar gegnumlýsingu með flúrsjá til að horfa á hvernig liturinn, og þar með blóðið, berst aftur til hjartans. Þannig má greina hvort um mögulega stíflu sé að ræða og staðsetningu hennar.

Ef blóðtappi myndast í slagæð er það neyðarástand og oft getur þurft að framkvæma aðgerð til að tryggja blóðflæði til útlims á ný.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.9.2012

Spyrjandi

Björg Guðmundsdóttir, Máni Sigurjónsson, Kristjana Lilliendahl

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hver eru einkenni blóðtappa í fæti? “ Vísindavefurinn, 5. september 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62440.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 5. september). Hver eru einkenni blóðtappa í fæti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62440

Þórdís Kristinsdóttir. „Hver eru einkenni blóðtappa í fæti? “ Vísindavefurinn. 5. sep. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62440>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni blóðtappa í fæti?
Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi?

Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til að hindra útbreiðslu sýkingar. Blóð getur þó einnig storknað við vissar aðstæður þegar þess er ekki þörf og leitt til myndunar blóðsega og blóðtappa sem geta haft alvarlegar afleiðingar.

Hægri fótleggurinn er bólginn og rauður vegna blóðtappa.

Blóðtappar geta myndast á mismunandi stöðum í líkamanum og fara einkenni og afleiðingar eftir því. Blóðtappar í bláæðum, sem sjá um að dæla súrefnissnauðu blóði aftur til hjartans, geta myndast vegna hreyfingarleysis þar sem vöðvapumpa sem nauðsynleg er til þess að hjálpa við að dæla blóðinu til hjartans er ekki nógu virk. Þegar blóðið staðnar í æðinni myndar það litla kekki meðfram veggjum æða sem geta stækkað og stíflað viðkomandi æð algjörlega eða að hluta og hindrað þannig blóðflæði aftur til hjartans. Blóðtappar af þessari gerð eru ekki mjög skaðlegir en ef þeir losna kallast það blóðrek (e. embolism) sem getur borist til hægri hliðar hjartans og þaðan til lungnaslagæðar en það getur verið banvænt.

Í slagæðum, sem dæla súrefnisríku blóði til líkamans, geta fituúrfellingar eða svokölluð hörsl (e. plaque) safnast saman í veggi æða. Ef þessar fituúrfellingar losna getur blóðtappi myndast og stíflað blóðflæði í æðinni alveg eða að hluta. Þetta getur leitt til hjartaáfalls, heilablóðfalls eða annarra æðasjúkdóma eftir staðsetningu blóðtappans.

Blóðtappar geta einnig myndast í hjarta í kjölfar gáttaflökts (e. arterial fibrillation) eða hjartaáfalls, auk þess sem þeir geta valdið fleiri sjúkdómum, til dæmis ef blóðtappi myndast í þvagi og veldur því að þvagblaðran nær ekki að tæmast. Í fótum geta blóðtappar myndast bæði í slagæðum og bláæðum.

Blóðtappar í bláæðum myndast oftast í fótum eða handleggjum og einkenni vegna þeirra eru meðal annars bólga, hiti, roði og sársauki, en þessi einkenni líkjast oft einkennum sýkingar og netjubólgu (e. cellulitis). Ef blóðtappi myndast í slagæð í fæti verður ekki nægt blóðflæði til útlimsins. Við það tapast tilfinning og hreyfigeta í fæti, fóturinn hvítnar og verður aumur og sjúklingur getur orðið mjög kvalinn.

Á löngum ferðalögum getur orðið blóðtappamyndun í bláæðum. Ágætt er að standa upp öðru hverju og liðka sig, til dæmis þegar flugferðir eru í lengri kantinum.

Helsta ástæða blóðtappamyndunar í bláæðum er hreyfingarleysi, til dæmis á löngum ferðalögum og hjá rúmliggjandi fólki. Erfðagalli í einhverjum hinna fjölmörgu þátta blóðstorkuferlisins getur einnig valdið því að sumir einstaklingar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir blóðtappamyndun. Almennir áhættuþættir blóðtappa eru hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og reykingar. Fjölskyldusaga skiptir einnig miklu máli. Ófrískar konur eru svo í aukinni áhættu á að fá blóðtappa í fætur.

Blóðtappar í bláæðum myndast oft hægt með vaxandi bólgum, sársauka og litabreytingum. Blóðtappar í slagæðum myndast aftur á móti skyndilega þegar hörsl í æðaveggjum losnar og stíflar æðar. Ef þetta gerist í mikilvægum slagæðum, til dæmis þeim er liggja til hjarta eða heila, getur það valdið hjartaáfalli eða heilablóðfalli.

Ef grunur leikur á blóðtappamyndun er mikilvægt að athuga vel fjölskyldusögu sjúklings og kanna mögulega áhættuþætti. Blóðtappa í bláæðum má greina á ýmsan hátt en oftast er notast við ómmyndun. Einnig má beita bláæðamyndatöku (e. venography) þar sem röntgentæknir setur lit inn í litla bláæð og notar gegnumlýsingu með flúrsjá til að horfa á hvernig liturinn, og þar með blóðið, berst aftur til hjartans. Þannig má greina hvort um mögulega stíflu sé að ræða og staðsetningu hennar.

Ef blóðtappi myndast í slagæð er það neyðarástand og oft getur þurft að framkvæma aðgerð til að tryggja blóðflæði til útlims á ný.

Heimildir:

Myndir:...