Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?

Róbert H. Haraldsson

William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of Religious Experience (1902), Pragmatism (1907) og A Pluralistic Universe (1909).

James hefur verið nefndur faðir amerískrar sálfræði en Lögmál sálfræðinnar er ein merkasta kennslubók í sögu vísindanna og þótt hún sé vitaskuld ekki enn í notkun sem slík er hún hin fróðlegasta lesning, ekki síst kaflarnir um hugflæði (e. stream of consciousness) og um uppruna geðshræringa. James kenndi sálfræði við Harvard-háskóla frá árinu 1875 og stofnaði þar eina fyrstu tilraunastofu í sálfræði. Eftir því sem á ferilinn leið sneri James sér hins vegar sífellt meir að heimspekilegum hugðarefnum. Merkustu verk hans frá því að hann gaf út Lögmál sálfræðinnar og þar til hann lést árið 1910 voru öll á sviði heimspeki. Ritgerðasafnið Essays in Radical Empiricism kom síðan út að James látnum árið 1912.

Hvað einkennir William James sem heimspeking? Hér ber ef til vill fyrst að nefna að James tvinnar iðulega saman sálfræði og heimspeki líkt og David Hume, John Stuart Mill og aðrir forverar hans úr röðum raunhyggjunnar. Heimspeki hans grundvallast á raunsærri sýn til mannlegs eðlis og mannlegra tilvistarkjara. Annað sem vert er að nefna er óþol James gagnvart léttvægum heimspekilegum vandamálum. Verk hans glíma við brýnustu álitaefnin sem leitað hafa á hugsandi, dauðlegar manneskjur í aldanna rás. Er viljinn frjáls? Hefur lífið merkingu eða tilgang? Er Guð til? Er skynsemi að verki í veruleikanum? Hverju má ég trúa? Hvenær má ég láta hjartað ráða för? Þetta eru þær spurningar sem kveikja áhuga James. Háspekileg vandamál og helberar rökþrautir fanga á hinn bóginn ekki athygli hans.

En James gerir ekki bara strangar kröfur um þau álitaefni í heimspeki sem vert er að kryfja til mergjar. Hann gerir einnig þá kröfu til heimspekinnar að hún fullnægi viljaeðli okkar og ástríðum en ekki bara vitsmununum einum. Þannig hafnar hann ýmsum kenningum í heimspeki á þeirri forsendu að þær virkji ekki allt sálarlíf okkar, höfði einungis til vitsmunanna eða dragi úr athafnagleði okkar. Þótt nauðhyggju − þeirri kenningu að frelsi viljans sé ímyndun ein, allt sé ákvarðað af orsökum og orsakalögmálum − verði til dæmis ekki hafnað með vísindalegum rökum er hún engu að síður óskynsamleg að dómi James þar sem hún leiðir til bölhyggju eða hughyggju (e. subjectivism).

Kjarninn í heimspeki James er þrotlaus viðleitni til að sætta vísindi og trú enda telur hann að flestar hugsandi manneskjur þurfi á hvorutveggja að halda. Í bókinni Pragmatism lýsir hann verkhyggjunni (e. pragmatism) - amerísku heimspekistefnunni sem hann ásamt Charles S. Peirce er höfundur að − til dæmis sem tilraun til að miðla málum milli raunhyggjunnar með sínum hörðu staðreyndum annars vegar og trúarinnar með sínum háleitu hugsjónum hins vegar. Á fyrri tímum hallaði vitaskuld á vísindin í þessum efnum en á blómaskeiði James eru vísindin tekin að þoka trúnni til hliðar. Vísindamaðurinn James hafnar alfarið rökhyggju af því tagi sem þrengir kosti okkar í trúmálum og múlbindur tilfinningaeðli okkar. Hann færir sannfærandi rök fyrir rétti manna til að taka þá trú sem þeim sýnist. Álitamál af vissum toga séu þannig vaxin að vitsmunirnir geti ekki skorið úr um hvaða afstöðu skuli taka. Í slíkum tilvikum megum við og eigum að láta tilfinningaeðli vort ráða för og taka þá trú sem okkur sýnist. Þetta getur til dæmis átt við í trúmálum, siðferði, og persónulegum ástarsamböndum.

James leitast einnig við að finna kjarnann í ólíkum trúarbrögðum. Að hans dómi er boðskapur allra trúarbragða af sama meiði þegar allt kemur til alls. Hann er sá að maðurinn sé ófullkominn og að hann geti orðið heill með því að tengjast æðri mætti. Þannig reynir James að vísa á kreddulaus trúarbrögð sem hvorki þrengja að vitsmunum okkar né afbaka vísindakenningar okkar. Þessi afstaða til trúarbragðanna verður að endingu að fjölhyggju (e. pluralism) hjá James því hann hafnar „eingyðishjátrúnni“ (e. the monistic superstition) sem hann nefnir svo. Veruleikinn stýrist ekki allur af einhverjum einum guði eða einhverju einu lögmáli. Uppsprettur raunveruleikans eru margar.

Loks reynir James að sætta vísindi og trú með því að boða vísindalega þenkjandi fólki hefðbundar aðferðir heimspekinnar. Þær eru meðal annars fólgnar í því að viðurkenna vanþekkingu sína og veita hugarfluginu og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Vísindin þurfi að viðurkenna að þekking þeirra er sem dropi, vanþekkingin á við heilt úthaf. Kreddulaus vísindi og trú stuðla að andlegu lýðveldi hugsandi manna.

Þeim sem vilja kynna sér ævi og verk William James er bent á Ralph Barton Perry, The Thought and Character of William James, 2 bindi (1935).

Mynd:

Höfundur

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

30.9.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Róbert H. Haraldsson. „Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?“ Vísindavefurinn, 30. september 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60770.

Róbert H. Haraldsson. (2011, 30. september). Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60770

Róbert H. Haraldsson. „Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60770>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?
William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of Religious Experience (1902), Pragmatism (1907) og A Pluralistic Universe (1909).

James hefur verið nefndur faðir amerískrar sálfræði en Lögmál sálfræðinnar er ein merkasta kennslubók í sögu vísindanna og þótt hún sé vitaskuld ekki enn í notkun sem slík er hún hin fróðlegasta lesning, ekki síst kaflarnir um hugflæði (e. stream of consciousness) og um uppruna geðshræringa. James kenndi sálfræði við Harvard-háskóla frá árinu 1875 og stofnaði þar eina fyrstu tilraunastofu í sálfræði. Eftir því sem á ferilinn leið sneri James sér hins vegar sífellt meir að heimspekilegum hugðarefnum. Merkustu verk hans frá því að hann gaf út Lögmál sálfræðinnar og þar til hann lést árið 1910 voru öll á sviði heimspeki. Ritgerðasafnið Essays in Radical Empiricism kom síðan út að James látnum árið 1912.

Hvað einkennir William James sem heimspeking? Hér ber ef til vill fyrst að nefna að James tvinnar iðulega saman sálfræði og heimspeki líkt og David Hume, John Stuart Mill og aðrir forverar hans úr röðum raunhyggjunnar. Heimspeki hans grundvallast á raunsærri sýn til mannlegs eðlis og mannlegra tilvistarkjara. Annað sem vert er að nefna er óþol James gagnvart léttvægum heimspekilegum vandamálum. Verk hans glíma við brýnustu álitaefnin sem leitað hafa á hugsandi, dauðlegar manneskjur í aldanna rás. Er viljinn frjáls? Hefur lífið merkingu eða tilgang? Er Guð til? Er skynsemi að verki í veruleikanum? Hverju má ég trúa? Hvenær má ég láta hjartað ráða för? Þetta eru þær spurningar sem kveikja áhuga James. Háspekileg vandamál og helberar rökþrautir fanga á hinn bóginn ekki athygli hans.

En James gerir ekki bara strangar kröfur um þau álitaefni í heimspeki sem vert er að kryfja til mergjar. Hann gerir einnig þá kröfu til heimspekinnar að hún fullnægi viljaeðli okkar og ástríðum en ekki bara vitsmununum einum. Þannig hafnar hann ýmsum kenningum í heimspeki á þeirri forsendu að þær virkji ekki allt sálarlíf okkar, höfði einungis til vitsmunanna eða dragi úr athafnagleði okkar. Þótt nauðhyggju − þeirri kenningu að frelsi viljans sé ímyndun ein, allt sé ákvarðað af orsökum og orsakalögmálum − verði til dæmis ekki hafnað með vísindalegum rökum er hún engu að síður óskynsamleg að dómi James þar sem hún leiðir til bölhyggju eða hughyggju (e. subjectivism).

Kjarninn í heimspeki James er þrotlaus viðleitni til að sætta vísindi og trú enda telur hann að flestar hugsandi manneskjur þurfi á hvorutveggja að halda. Í bókinni Pragmatism lýsir hann verkhyggjunni (e. pragmatism) - amerísku heimspekistefnunni sem hann ásamt Charles S. Peirce er höfundur að − til dæmis sem tilraun til að miðla málum milli raunhyggjunnar með sínum hörðu staðreyndum annars vegar og trúarinnar með sínum háleitu hugsjónum hins vegar. Á fyrri tímum hallaði vitaskuld á vísindin í þessum efnum en á blómaskeiði James eru vísindin tekin að þoka trúnni til hliðar. Vísindamaðurinn James hafnar alfarið rökhyggju af því tagi sem þrengir kosti okkar í trúmálum og múlbindur tilfinningaeðli okkar. Hann færir sannfærandi rök fyrir rétti manna til að taka þá trú sem þeim sýnist. Álitamál af vissum toga séu þannig vaxin að vitsmunirnir geti ekki skorið úr um hvaða afstöðu skuli taka. Í slíkum tilvikum megum við og eigum að láta tilfinningaeðli vort ráða för og taka þá trú sem okkur sýnist. Þetta getur til dæmis átt við í trúmálum, siðferði, og persónulegum ástarsamböndum.

James leitast einnig við að finna kjarnann í ólíkum trúarbrögðum. Að hans dómi er boðskapur allra trúarbragða af sama meiði þegar allt kemur til alls. Hann er sá að maðurinn sé ófullkominn og að hann geti orðið heill með því að tengjast æðri mætti. Þannig reynir James að vísa á kreddulaus trúarbrögð sem hvorki þrengja að vitsmunum okkar né afbaka vísindakenningar okkar. Þessi afstaða til trúarbragðanna verður að endingu að fjölhyggju (e. pluralism) hjá James því hann hafnar „eingyðishjátrúnni“ (e. the monistic superstition) sem hann nefnir svo. Veruleikinn stýrist ekki allur af einhverjum einum guði eða einhverju einu lögmáli. Uppsprettur raunveruleikans eru margar.

Loks reynir James að sætta vísindi og trú með því að boða vísindalega þenkjandi fólki hefðbundar aðferðir heimspekinnar. Þær eru meðal annars fólgnar í því að viðurkenna vanþekkingu sína og veita hugarfluginu og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Vísindin þurfi að viðurkenna að þekking þeirra er sem dropi, vanþekkingin á við heilt úthaf. Kreddulaus vísindi og trú stuðla að andlegu lýðveldi hugsandi manna.

Þeim sem vilja kynna sér ævi og verk William James er bent á Ralph Barton Perry, The Thought and Character of William James, 2 bindi (1935).

Mynd:...