Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvar er Adolf Hitler grafinn?

EDS

Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fylgdi manni sínum í dauðann. Talið er að Eva hafi tekið inn blásýru en Hitler skotið sig.

Lengi vel var deilt um hvað raunverulega hefði orðið um líkamsleifar Hitlers og meira að segja komust á kreik sögusagnir um að hann hefði ekki látið lífið heldur komist undan. Eftir að rússnesk skjöl sem málið snertu voru gerð opinber árið 1993 eru flestir sagnfræðingar þó nokkuð sammála um endalok Hitlers.


Í mörg ár voru líkamsleifar Hitlers í ómerktri gröf í Magdeburg í austurhluta Þýskalands.

Eftir að Hitler og Eva höfðu svipt sig lífi voru lík þeirra flutt út í garð utan við Führerbunker, byrgið þar sem Hitler hafði hafst við, bensíni hellt yfir og kveikt í. Eldurinn eyddi líkamsleifunum þó ekki fullkomlega og þegar Sovétmenn komu á staðinn nokkrum dögum seinna komust leifarnar í hendur þeirra. Eftir krufningu fluttu þeir leifarnar með sér til borgarinnar Magdeburg í austurhluta Þýskalands þar sem líkin voru grafin í ómerktri gröf og staðsetningunni haldið leyndri.

Árið 1970 stóð til að Sovétmenn afhentu Austur-Þjóðverjum bygginguna sem líkamsleifar Hitlers voru grafnar við. Áður en að því kom voru þær grafnar upp, brenndar þar til askan ein var eftir og henni svo dreift í ána Elbe. Með þessu vildu Sovétmenn koma í veg fyrir að gröf Hitlers yrði einhvers konar helgidómur nýnasista.

Heimild og mynd:

Lesendur hafa nokkrum sinnum sent Vísindavefnum spurningar um dauða Adolfs Hitlers. Meðal annars:
  • Getur við verið visst um að Hitler sé dauður (að hann hafi dáið þegar fólk segir að hann hafi dáið)?
  • Hvað varð um Hitler? Hefur líkami hans nokkuð fundist og hvernig framdi hann sjálfsmorð?
  • Hvað varð um lík Adolfs Hitlers?
  • Eru til áreiðanlegar heimildir að Hitler hafi framið sjálfsmorð?

Aðrir spyrjendur eru: Bryndís Lilja, Garðar Birgisson, Guðmundur Ólafsson, Dröfn Hilmarsdóttir, Kristín Áskelsdóttir, Lovísa Sigurjónsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Jóndís Halldóra og Jón Rafn.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.5.2006

Spyrjandi

Leó Hallgrímsson, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Hvar er Adolf Hitler grafinn?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5930.

EDS. (2006, 15. maí). Hvar er Adolf Hitler grafinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5930

EDS. „Hvar er Adolf Hitler grafinn?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5930>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er Adolf Hitler grafinn?
Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fylgdi manni sínum í dauðann. Talið er að Eva hafi tekið inn blásýru en Hitler skotið sig.

Lengi vel var deilt um hvað raunverulega hefði orðið um líkamsleifar Hitlers og meira að segja komust á kreik sögusagnir um að hann hefði ekki látið lífið heldur komist undan. Eftir að rússnesk skjöl sem málið snertu voru gerð opinber árið 1993 eru flestir sagnfræðingar þó nokkuð sammála um endalok Hitlers.


Í mörg ár voru líkamsleifar Hitlers í ómerktri gröf í Magdeburg í austurhluta Þýskalands.

Eftir að Hitler og Eva höfðu svipt sig lífi voru lík þeirra flutt út í garð utan við Führerbunker, byrgið þar sem Hitler hafði hafst við, bensíni hellt yfir og kveikt í. Eldurinn eyddi líkamsleifunum þó ekki fullkomlega og þegar Sovétmenn komu á staðinn nokkrum dögum seinna komust leifarnar í hendur þeirra. Eftir krufningu fluttu þeir leifarnar með sér til borgarinnar Magdeburg í austurhluta Þýskalands þar sem líkin voru grafin í ómerktri gröf og staðsetningunni haldið leyndri.

Árið 1970 stóð til að Sovétmenn afhentu Austur-Þjóðverjum bygginguna sem líkamsleifar Hitlers voru grafnar við. Áður en að því kom voru þær grafnar upp, brenndar þar til askan ein var eftir og henni svo dreift í ána Elbe. Með þessu vildu Sovétmenn koma í veg fyrir að gröf Hitlers yrði einhvers konar helgidómur nýnasista.

Heimild og mynd:

Lesendur hafa nokkrum sinnum sent Vísindavefnum spurningar um dauða Adolfs Hitlers. Meðal annars:
  • Getur við verið visst um að Hitler sé dauður (að hann hafi dáið þegar fólk segir að hann hafi dáið)?
  • Hvað varð um Hitler? Hefur líkami hans nokkuð fundist og hvernig framdi hann sjálfsmorð?
  • Hvað varð um lík Adolfs Hitlers?
  • Eru til áreiðanlegar heimildir að Hitler hafi framið sjálfsmorð?

Aðrir spyrjendur eru: Bryndís Lilja, Garðar Birgisson, Guðmundur Ólafsson, Dröfn Hilmarsdóttir, Kristín Áskelsdóttir, Lovísa Sigurjónsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Jóndís Halldóra og Jón Rafn.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....