Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?
Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í öðru lagi er hún notuð í sambandinu hlakka til með nefnifalli: ég, þú hann hlakkar til og þriðja lagi í sambandinu að hlakka yfir einhverju: ég hlakka yfir óförum þínum. Erfitt er að skoða sambandið hlakka til í leit að ópersónulegri notkun í prentuðum bókum eða blöðum vegna þess að þessir textar eru yfirleitt yfirlesnir. Þó má finna dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að sögnin sé notuð ópersónulega með aukafrumlagi í þolfalli og þágufalli þegar á 19. öld.


Þessi hlakkar greinilega til jólanna.

Í Íslenskri orðabók Eddu frá 2002 stendur við e-n/e-m hlakkar til: "!? ... ópersónuleg notkun með aukafrumlagi í þolfalli eða þágufalli er allalgeng en ekki talin gott mál" (bls. 596). !? merkir: "orð eða málatriði sem ekki nýtur fullrar viðurkenningar, telst ekki gott mál í venjulegu samhengi" (bls. xiii). Í Málfarsbanka Íslenskrar málstöðvar stendur: "Sögnina hlakka á að nota persónulega, ekki ópersónulega. Ég hlakka til jólanna. Ekki: "mig hlakkar til jólanna", "mér hlakkar til jólanna"".

Ef leitað er í leitarvélinni Google koma fram mörg dæmi um ópersónulega notkun en hún telst samt ekki vandað málfar.

Mynd: Wait for Santa. EZThemes.com.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.3.2006

Spyrjandi

Selma Gunnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5721.

Guðrún Kvaran. (2006, 21. mars). Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5721

Guðrún Kvaran. „Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5721>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?
Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í öðru lagi er hún notuð í sambandinu hlakka til með nefnifalli: ég, þú hann hlakkar til og þriðja lagi í sambandinu að hlakka yfir einhverju: ég hlakka yfir óförum þínum. Erfitt er að skoða sambandið hlakka til í leit að ópersónulegri notkun í prentuðum bókum eða blöðum vegna þess að þessir textar eru yfirleitt yfirlesnir. Þó má finna dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að sögnin sé notuð ópersónulega með aukafrumlagi í þolfalli og þágufalli þegar á 19. öld.


Þessi hlakkar greinilega til jólanna.

Í Íslenskri orðabók Eddu frá 2002 stendur við e-n/e-m hlakkar til: "!? ... ópersónuleg notkun með aukafrumlagi í þolfalli eða þágufalli er allalgeng en ekki talin gott mál" (bls. 596). !? merkir: "orð eða málatriði sem ekki nýtur fullrar viðurkenningar, telst ekki gott mál í venjulegu samhengi" (bls. xiii). Í Málfarsbanka Íslenskrar málstöðvar stendur: "Sögnina hlakka á að nota persónulega, ekki ópersónulega. Ég hlakka til jólanna. Ekki: "mig hlakkar til jólanna", "mér hlakkar til jólanna"".

Ef leitað er í leitarvélinni Google koma fram mörg dæmi um ópersónulega notkun en hún telst samt ekki vandað málfar.

Mynd: Wait for Santa. EZThemes.com....