Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig má flokka jökla?

Oddur Sigurðsson

Jöklar eru flokkaðir á ýmsa vegu. Þegar flokkað er eftir myndun jökulsins og stöðu hans í jökulkerfinu er oft talað um hájökla eða hjarnjökla annars vegar og hins vegar falljökla eða ísjökla en skriðjöklar eru einn undirflokkur þeirra. Hjarnjöklar myndast vegna kulda hátt í lofti þar sem ofankoma fellur sem snjór. Í falljöklum hefur snjór hjarnjöklanna breyst í ís og skríður niður á við frá hájöklinum. Þessir ísjöklar eru nú einnig kallaðir leysingasvæði en hjarnjöklarnir safnsvæði (sjá bókina Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson, Reykjavík: Opna, 2009; bls. 21).

Jöklar eru einnig flokkaðir eftir varmabúskap þeirra við yfirborð. Ef frost er á yfirborði jökulsins allt árið kallast hann gaddjökull. Í slíkum jöklum situr snjórinn eða ísinn í ótrufluðum lögum sem halda sér þó að nýr snjór bætist við í sífellu. En ef hiti fer upp fyrir frostmark á sumrin bráðnar snjórinn eða ísinn og vatnið seytlar niður í jökulinn. Þess konar jöklar nefnast þíðjöklar. Leysingarvatnið í þeim breytir efnasamsetningu og öðrum eiginleikum efnisins niðri í jöklinum og lagskipting þess hverfur eða raskast. Allir íslenskir jöklar eru þíðjöklar en Grænlandsjökull er dæmi um hjarnjökul. (Sjá Helga Björnsson 2009, einkum bls. 46-47).

Þá má skipta jöklum á Íslandi í tvo flokka eftir viðbrögðum þeirra við loftslagsbreytingum. Annars vegar eru þeir sem bregðast við breytingum nánast jafnóðum og mætti því kalla jafngangsjökla. Hins vegar eru svokallaðir framhlaupsjöklar, sem styttast stöðugt um langt árabil en hlaupa svo skyndilega fram án þess að loftslag gefi sérstakt tilefni til.

Þessi hegðun sumra jökla hefur ekki verið skýrð svo fullnægjandi sé, en þó er ljóst að á milli framhlaupa skríða þeir einhverra hluta vegna ekki nógu hratt til að skila niður á leysingarsvæðið þeirri ákomu, sem bætist á jökulinn ofan snælínu. Framhlaupsjöklar verða því smám saman brattari uns þolmörkum brattans er náð.


Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þar fljóta jakar sem brotnað hafa úr jöklinum er hann komst á flot. Það herðir á skriði jökulsins eins og sést er rendur í jöklinum ofan lónsins eru skoðaðar. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson 28. september 2002.


Framhlaup jökla eru stórfenglegar hamfarir, enda geta þá mörg hundruð rúmkílómetrar íss tekið á rás, en til samanburðar má nefna að Esjan er langt innan við 100 km3. Brúarjökull er mestur íslenskra framhlaupsjökla og hefur sporður hans gengið fram um 8-10 km á örfáum mánuðum.

Má hugsa sér að ef jaðar hans væri við Ártúnsbrekku í Reykjavík við upphaf slíks framhlaups þá væri hann kominn vestur að Gróttu tveimur til þremur mánuðum seinna og Hallgrímskirkjuturn væri kominn á kaf í jökulís. Íshamarinn í sporði jökuls í framrás getur verið 30-50 m hátt ísstál sem sífellt hrynja úr tuga eða hundruða tonna ísstykki með tilheyrandi dyn og dynkjum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er gaddjökull? (Hafdís)
  • Ertu til margar tegundir af jöklum? (Guðrún)


Þetta svar, ásamt myndinni, birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi.

Höfundur

jarðfræðingur hjá Orkustofnun

Útgáfudagur

19.4.2010

Spyrjandi

Karen Björk Gunnarsdóttir, Hafdís Davíðsdóttir, Guðrún Ingibjörg Ragnarsdóttir

Tilvísun

Oddur Sigurðsson. „Hvernig má flokka jökla?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54676.

Oddur Sigurðsson. (2010, 19. apríl). Hvernig má flokka jökla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54676

Oddur Sigurðsson. „Hvernig má flokka jökla?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54676>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig má flokka jökla?
Jöklar eru flokkaðir á ýmsa vegu. Þegar flokkað er eftir myndun jökulsins og stöðu hans í jökulkerfinu er oft talað um hájökla eða hjarnjökla annars vegar og hins vegar falljökla eða ísjökla en skriðjöklar eru einn undirflokkur þeirra. Hjarnjöklar myndast vegna kulda hátt í lofti þar sem ofankoma fellur sem snjór. Í falljöklum hefur snjór hjarnjöklanna breyst í ís og skríður niður á við frá hájöklinum. Þessir ísjöklar eru nú einnig kallaðir leysingasvæði en hjarnjöklarnir safnsvæði (sjá bókina Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson, Reykjavík: Opna, 2009; bls. 21).

Jöklar eru einnig flokkaðir eftir varmabúskap þeirra við yfirborð. Ef frost er á yfirborði jökulsins allt árið kallast hann gaddjökull. Í slíkum jöklum situr snjórinn eða ísinn í ótrufluðum lögum sem halda sér þó að nýr snjór bætist við í sífellu. En ef hiti fer upp fyrir frostmark á sumrin bráðnar snjórinn eða ísinn og vatnið seytlar niður í jökulinn. Þess konar jöklar nefnast þíðjöklar. Leysingarvatnið í þeim breytir efnasamsetningu og öðrum eiginleikum efnisins niðri í jöklinum og lagskipting þess hverfur eða raskast. Allir íslenskir jöklar eru þíðjöklar en Grænlandsjökull er dæmi um hjarnjökul. (Sjá Helga Björnsson 2009, einkum bls. 46-47).

Þá má skipta jöklum á Íslandi í tvo flokka eftir viðbrögðum þeirra við loftslagsbreytingum. Annars vegar eru þeir sem bregðast við breytingum nánast jafnóðum og mætti því kalla jafngangsjökla. Hins vegar eru svokallaðir framhlaupsjöklar, sem styttast stöðugt um langt árabil en hlaupa svo skyndilega fram án þess að loftslag gefi sérstakt tilefni til.

Þessi hegðun sumra jökla hefur ekki verið skýrð svo fullnægjandi sé, en þó er ljóst að á milli framhlaupa skríða þeir einhverra hluta vegna ekki nógu hratt til að skila niður á leysingarsvæðið þeirri ákomu, sem bætist á jökulinn ofan snælínu. Framhlaupsjöklar verða því smám saman brattari uns þolmörkum brattans er náð.


Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þar fljóta jakar sem brotnað hafa úr jöklinum er hann komst á flot. Það herðir á skriði jökulsins eins og sést er rendur í jöklinum ofan lónsins eru skoðaðar. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson 28. september 2002.


Framhlaup jökla eru stórfenglegar hamfarir, enda geta þá mörg hundruð rúmkílómetrar íss tekið á rás, en til samanburðar má nefna að Esjan er langt innan við 100 km3. Brúarjökull er mestur íslenskra framhlaupsjökla og hefur sporður hans gengið fram um 8-10 km á örfáum mánuðum.

Má hugsa sér að ef jaðar hans væri við Ártúnsbrekku í Reykjavík við upphaf slíks framhlaups þá væri hann kominn vestur að Gróttu tveimur til þremur mánuðum seinna og Hallgrímskirkjuturn væri kominn á kaf í jökulís. Íshamarinn í sporði jökuls í framrás getur verið 30-50 m hátt ísstál sem sífellt hrynja úr tuga eða hundruða tonna ísstykki með tilheyrandi dyn og dynkjum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er gaddjökull? (Hafdís)
  • Ertu til margar tegundir af jöklum? (Guðrún)


Þetta svar, ásamt myndinni, birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi....