Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er siðrof?

Geir Þ. Þórarinsson

Oftast er talað er um siðrof þegar siðferðileg viðmið og almennt viðurkennd gildi í samfélagi víkja fyrir siðleysi og upplausn eða sem getuleysi til þess að uppfylla siðferðisstaðla samfélagsins.

Orðið „siðrof“ er notað til þýðingar á franska orðinu „anomie“ (stundum ritað „anomy“ á ensku) sem er komið af gríska orðinu „anomia“ en það er myndað af orðinu „nomos“, sem þýðir lög eða siður, og neitandi alfa-forskeyti, svokallað alpha privativum. Orðið þýðir bókstaflega lögleysa eða siðleysi.

Hugtakið „anomie“ er þekktast úr ritum franska félagsfræðingsins Émiles Durkheims en hann kynntist því í riti franska heimspekingsins Jean Marie Guyau Trúarbragðaleysi framtíðarinnar (L’Irréligion de l’avenir), sem hann fjallaði um í ritdómi árið 1887. Hjá Guyau er „anomia“ (lögleysa) ekki neikvætt fyrirbæri heldur ein hlið á siðferði framtíðarinnar. Lögleysan felst meðal annars í því að trúarbrögð og frumspeki geti ekki lengur sett fólki utanaðkomandi siðferðileg viðmið, heldur verði þau að koma innan frá; raunverulegt siðferði felst ekki í algildum lögum, heldur í lögleysunni og sjálfræði í anda Immanuels Kants, sem Guyau taldi að færu vel saman.

Durkheim notaði hugtakið sjálfur í allt öðrum skilningi en Guyau, meðal annars í ritinu Um verkaskiptingu í samfélaginu (De La Division Du Travail Social) árið 1893. Þar notar hann það til þess að lýsa ákveðnum breytingum sem verða á samfélagi við iðnvæðingu þar sem regluverkið er ófullnægjandi en þróaði hugmyndir sínar áfram í riti sínu Sjálfsmorð (Le Suicide) sem kom út árið 1897 og beitti því þar til þess að varpa ljósi á félagslegar orsakir sjálfsmorða. Durkheim taldi að „anomie“ (siðrof) væri í eðli sínu í andstöði við siðferðið; Guyau hélt að nútímasiðferði krefðist lögleysu í þeim skilningi að siðferðisskyldur og ytri viðmið yrðu að víkja en Durkheim taldi að skyldur og ytri viðmið væru nauðsynlegir þættir siðferðisins; munurinn væri sá að það væri samfélagið en ekki trúarbrögð sem ákvarðaði gildin og viðmiðin en þau gerðu eftir sem áður kröfur til fólks.

Durkheim hélt að siðrof gæti bæði verið afleiðing regluleysis og of strangra reglna, sem fólk kiknaði undan og gæti ekki farið eftir – og í þessum skilningi er hugtakið enn notað – en Durkheim notaði hugtakið þó einkum um það þegar gildi og siðferðileg viðmið samfélags eða einstaklings dvína og hopa þannig að siðferðisstaðlar verði ófullnægjandi til þess að leiðbeina fólki um hegðun sem er samfélaginu öllu til góðs. Durkheim taldi að siðrof væru algeng þar sem efnahagslegar breytingar væru miklar, jafnt uppgangur sem kreppa.

Það má vel færa rök fyrir því að siðrof í skilningi Durkheims hafi orðið á Íslandi, ekki síst í íslenskum fjármálageira, undanfarinn áratug, þar sem gömul gildi viku fyrir nýjum sem engin sátt var um: Uppgangurinn var mikill en ófullnægjandi regluverk og lítið eftirlit; ójöfnuður jókst í samfélaginu og færa má rök fyrir því að á þessu tímabili hafi græðgi náð nýjum hæðum á Íslandi; og sú hegðun sem þessar aðstæður gátu af sér var samfélaginu alls ekki til góðs. Þess vegna mætti vel færa rök fyrir því að breytingarnar sem urðu á Íslandi undanfarinn áratug séu skýrt dæmi um siðrof í skilningi Durkheims.

Mynd:

Heimildir:
  • Olsen, M.E., “Durkheim’s Two Concepts of Anomie”, The Sociological Quarterly 6 (1) (1965): 37-44.
  • Orrù, M., Anomie: History and Meanings (Boston: Allen & Unwin, 1987).

Mynd:

Athugasemd ritstjórnar, 1.11.2019:
  • Það mun vera Dóra S. Bjarnason, prófessor emerita í félags-, fötlunar og sérkennslufræði við HÍ, þá stundakennari í félagsfræði við HÍ, sem bjó til íslenska orðið siðrof, sennilega um 1971. Það gerði hún í samvinnu við Sverri Tómasson, prófessor emeritus við Árnastofnun.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.12.2009

Spyrjandi

Þórður Fannar Rafnsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er siðrof?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2009. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54215.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 11. desember). Hvað er siðrof? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54215

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er siðrof?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2009. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54215>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er siðrof?
Oftast er talað er um siðrof þegar siðferðileg viðmið og almennt viðurkennd gildi í samfélagi víkja fyrir siðleysi og upplausn eða sem getuleysi til þess að uppfylla siðferðisstaðla samfélagsins.

Orðið „siðrof“ er notað til þýðingar á franska orðinu „anomie“ (stundum ritað „anomy“ á ensku) sem er komið af gríska orðinu „anomia“ en það er myndað af orðinu „nomos“, sem þýðir lög eða siður, og neitandi alfa-forskeyti, svokallað alpha privativum. Orðið þýðir bókstaflega lögleysa eða siðleysi.

Hugtakið „anomie“ er þekktast úr ritum franska félagsfræðingsins Émiles Durkheims en hann kynntist því í riti franska heimspekingsins Jean Marie Guyau Trúarbragðaleysi framtíðarinnar (L’Irréligion de l’avenir), sem hann fjallaði um í ritdómi árið 1887. Hjá Guyau er „anomia“ (lögleysa) ekki neikvætt fyrirbæri heldur ein hlið á siðferði framtíðarinnar. Lögleysan felst meðal annars í því að trúarbrögð og frumspeki geti ekki lengur sett fólki utanaðkomandi siðferðileg viðmið, heldur verði þau að koma innan frá; raunverulegt siðferði felst ekki í algildum lögum, heldur í lögleysunni og sjálfræði í anda Immanuels Kants, sem Guyau taldi að færu vel saman.

Durkheim notaði hugtakið sjálfur í allt öðrum skilningi en Guyau, meðal annars í ritinu Um verkaskiptingu í samfélaginu (De La Division Du Travail Social) árið 1893. Þar notar hann það til þess að lýsa ákveðnum breytingum sem verða á samfélagi við iðnvæðingu þar sem regluverkið er ófullnægjandi en þróaði hugmyndir sínar áfram í riti sínu Sjálfsmorð (Le Suicide) sem kom út árið 1897 og beitti því þar til þess að varpa ljósi á félagslegar orsakir sjálfsmorða. Durkheim taldi að „anomie“ (siðrof) væri í eðli sínu í andstöði við siðferðið; Guyau hélt að nútímasiðferði krefðist lögleysu í þeim skilningi að siðferðisskyldur og ytri viðmið yrðu að víkja en Durkheim taldi að skyldur og ytri viðmið væru nauðsynlegir þættir siðferðisins; munurinn væri sá að það væri samfélagið en ekki trúarbrögð sem ákvarðaði gildin og viðmiðin en þau gerðu eftir sem áður kröfur til fólks.

Durkheim hélt að siðrof gæti bæði verið afleiðing regluleysis og of strangra reglna, sem fólk kiknaði undan og gæti ekki farið eftir – og í þessum skilningi er hugtakið enn notað – en Durkheim notaði hugtakið þó einkum um það þegar gildi og siðferðileg viðmið samfélags eða einstaklings dvína og hopa þannig að siðferðisstaðlar verði ófullnægjandi til þess að leiðbeina fólki um hegðun sem er samfélaginu öllu til góðs. Durkheim taldi að siðrof væru algeng þar sem efnahagslegar breytingar væru miklar, jafnt uppgangur sem kreppa.

Það má vel færa rök fyrir því að siðrof í skilningi Durkheims hafi orðið á Íslandi, ekki síst í íslenskum fjármálageira, undanfarinn áratug, þar sem gömul gildi viku fyrir nýjum sem engin sátt var um: Uppgangurinn var mikill en ófullnægjandi regluverk og lítið eftirlit; ójöfnuður jókst í samfélaginu og færa má rök fyrir því að á þessu tímabili hafi græðgi náð nýjum hæðum á Íslandi; og sú hegðun sem þessar aðstæður gátu af sér var samfélaginu alls ekki til góðs. Þess vegna mætti vel færa rök fyrir því að breytingarnar sem urðu á Íslandi undanfarinn áratug séu skýrt dæmi um siðrof í skilningi Durkheims.

Mynd:

Heimildir:
  • Olsen, M.E., “Durkheim’s Two Concepts of Anomie”, The Sociological Quarterly 6 (1) (1965): 37-44.
  • Orrù, M., Anomie: History and Meanings (Boston: Allen & Unwin, 1987).

Mynd:

Athugasemd ritstjórnar, 1.11.2019:
  • Það mun vera Dóra S. Bjarnason, prófessor emerita í félags-, fötlunar og sérkennslufræði við HÍ, þá stundakennari í félagsfræði við HÍ, sem bjó til íslenska orðið siðrof, sennilega um 1971. Það gerði hún í samvinnu við Sverri Tómasson, prófessor emeritus við Árnastofnun.
...