Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?

Geir Þ. Þórarinsson

Engin þjóð á latínu að móðurmáli lengur og í þeim skilningi er latínan dautt mál. Aftur á móti eru rómönsku málin, ítalska, franska, spænska, portúgalska og rúmenska, beinir afkomendur latínunnar. Meirihluti orðaforða enskunnar er einnig af latneskum og grískum rótum, enda þótt enskan sé germanskt mál. Latínan á því nokkur lifandi afkvæmi.

Þrátt fyrir að latína teljist vera dautt mál er samt sem áður líf í henni í vissum skilningi. Lengi vel var latína til að mynda mál lærðra manna. Á miðöldum og allt fram á 18. öld tíðkaðist að fræðirit væru gefin út á latínu, ekki aðeins á meginlandi Evrópu heldur einnig á Íslandi. Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) er talinn hafa ritað verk á latínu, en engin rita hans eru varðveitt. Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648) ritaði fyrstu samfelldu sögu Íslands, Crymogæa, auk annarra rita á latínu enda var skrifunum beint til erlendra fræðimanna og Finnur Jónsson (1704-1789) ritaði um kirkjusögu á Íslandi á latínu.

Bækur eru enn gefnar út á latínu en nú eru það bókmenntir, einkum barnabækur, fremur en fræðirit. Meðal þekktra bóka sem hafa verið þýddar á latínu eru Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll og bækur um Bangsímon eftir A.A. Milne, Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry og bækurnar um Harry Potter eftir J.K. Rowling. Þess má geta að Harry Potter hefur einnig verið þýddur yfir á forngrísku.


Harry Potter og viskusteinninn á latínu (t.v.) og forngrísku (t.h.).

Latína er ennþá opinbert mál Páfagarðs og í Finnlandi hafa áhugamenn um latínu tekið höndum saman um rekstur útvarpsstöðvar sem sendir út fréttir á latínu. Hægt er að hlusta á fréttirnar í gegnum vefsíðu útvarpsstöðvarinnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Tenglar og mynd

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.11.2005

Spyrjandi

Oswald H. Davíðsson

Efnisorð

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5402.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 11. nóvember). Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5402

Geir Þ. Þórarinsson. „Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5402>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?
Engin þjóð á latínu að móðurmáli lengur og í þeim skilningi er latínan dautt mál. Aftur á móti eru rómönsku málin, ítalska, franska, spænska, portúgalska og rúmenska, beinir afkomendur latínunnar. Meirihluti orðaforða enskunnar er einnig af latneskum og grískum rótum, enda þótt enskan sé germanskt mál. Latínan á því nokkur lifandi afkvæmi.

Þrátt fyrir að latína teljist vera dautt mál er samt sem áður líf í henni í vissum skilningi. Lengi vel var latína til að mynda mál lærðra manna. Á miðöldum og allt fram á 18. öld tíðkaðist að fræðirit væru gefin út á latínu, ekki aðeins á meginlandi Evrópu heldur einnig á Íslandi. Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) er talinn hafa ritað verk á latínu, en engin rita hans eru varðveitt. Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648) ritaði fyrstu samfelldu sögu Íslands, Crymogæa, auk annarra rita á latínu enda var skrifunum beint til erlendra fræðimanna og Finnur Jónsson (1704-1789) ritaði um kirkjusögu á Íslandi á latínu.

Bækur eru enn gefnar út á latínu en nú eru það bókmenntir, einkum barnabækur, fremur en fræðirit. Meðal þekktra bóka sem hafa verið þýddar á latínu eru Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll og bækur um Bangsímon eftir A.A. Milne, Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry og bækurnar um Harry Potter eftir J.K. Rowling. Þess má geta að Harry Potter hefur einnig verið þýddur yfir á forngrísku.


Harry Potter og viskusteinninn á latínu (t.v.) og forngrísku (t.h.).

Latína er ennþá opinbert mál Páfagarðs og í Finnlandi hafa áhugamenn um latínu tekið höndum saman um rekstur útvarpsstöðvar sem sendir út fréttir á latínu. Hægt er að hlusta á fréttirnar í gegnum vefsíðu útvarpsstöðvarinnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Tenglar og mynd

...