Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Eru einhver fjöll á Bretlandi?

EDS

Hér er einnig svar við spurningunni:
Hvert er hæsta fjall á Bretlandi?

Fjöll eru ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Bretland er nefnt á nafn, en þar eru þó vissulega bæði fjöll og fjallgarðar. Gróflega má skipta Bretlandi í hálendis- og láglendissvæði með því að draga línu frá ánni Exe í suð-vestuhluta landsins að ánni Tees í norð-austur hlutanum. Vestan þessarar línu einkennist landslag af hæðum og fjöllum en austan hennar er landslag flatara og láglent þar sem meirihluti lands er í undir 150 m hæð yfir sjávarmáli.

Eyjan Stóra-Bretland skiptist í England, Skotland og Wales. Hæsti tindur hennar er Ben Nevis sem nær upp í 1.344 m hæð. Ben Nevis er í vestur Skotlandi, suð-austur af bænum Fort William, og er tindurinn hluti af Grampían-fjalllendinu í skosku hálöndunum.



Hæsti tindur Stóra-Bretlands er Ben Nevis í skosku hálöndunum.

Hæsti tindur Englands er hins vegar Scafell Pike í Vatnahéraðinu svokallaða (e. Lake District) í norð-vestur hluta landsins en hann rís 978 m yfir sjávarmál. Fyrir þá sem vilja finna Scafell Pike á landakorti er fjallið í suðaustur frá bænum Whitehaven á vesturströnd Englands (á móts við eyjuna Mön í Írlandshafi).

Wales hefur þó vinninginn yfir England þar sem Yr Wyddfa, hæsti tindur fjallsins Snowdon, nær upp í 1.085 m hæð yfir sjávarmáli. Snowdon er í norð-vestur hluta Wales innan Snowdonia-þjóðgarðsins.

Þess má að lokum geta til gamans að það er vinsælt sport á Bretlandseyjum að reyna að klífa þessa þrjá tinda á sama sólarhringnum. Þessi iðja gengur undir heitinu Three Peaks Challenge sem á íslensku mætti útleggja sem 'þriggja tinda raun'. Oft tengjast þessar fjallgöngur söfnunum fyrir einhver góð málefni. Besti tími sem náðst hefur í þessari áskorun er í kringum 15 klukkustundir, þar með taldar 10 klukkustundir sem fóru í akstur á milli staða.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.8.2005

Spyrjandi

Rósa Grímsdóttir, f. 1987
Ragnar Harðarson, f. 1990

Tilvísun

EDS. „Eru einhver fjöll á Bretlandi?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5204.

EDS. (2005, 17. ágúst). Eru einhver fjöll á Bretlandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5204

EDS. „Eru einhver fjöll á Bretlandi?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5204>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru einhver fjöll á Bretlandi?
Hér er einnig svar við spurningunni:

Hvert er hæsta fjall á Bretlandi?

Fjöll eru ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Bretland er nefnt á nafn, en þar eru þó vissulega bæði fjöll og fjallgarðar. Gróflega má skipta Bretlandi í hálendis- og láglendissvæði með því að draga línu frá ánni Exe í suð-vestuhluta landsins að ánni Tees í norð-austur hlutanum. Vestan þessarar línu einkennist landslag af hæðum og fjöllum en austan hennar er landslag flatara og láglent þar sem meirihluti lands er í undir 150 m hæð yfir sjávarmáli.

Eyjan Stóra-Bretland skiptist í England, Skotland og Wales. Hæsti tindur hennar er Ben Nevis sem nær upp í 1.344 m hæð. Ben Nevis er í vestur Skotlandi, suð-austur af bænum Fort William, og er tindurinn hluti af Grampían-fjalllendinu í skosku hálöndunum.



Hæsti tindur Stóra-Bretlands er Ben Nevis í skosku hálöndunum.

Hæsti tindur Englands er hins vegar Scafell Pike í Vatnahéraðinu svokallaða (e. Lake District) í norð-vestur hluta landsins en hann rís 978 m yfir sjávarmál. Fyrir þá sem vilja finna Scafell Pike á landakorti er fjallið í suðaustur frá bænum Whitehaven á vesturströnd Englands (á móts við eyjuna Mön í Írlandshafi).

Wales hefur þó vinninginn yfir England þar sem Yr Wyddfa, hæsti tindur fjallsins Snowdon, nær upp í 1.085 m hæð yfir sjávarmáli. Snowdon er í norð-vestur hluta Wales innan Snowdonia-þjóðgarðsins.

Þess má að lokum geta til gamans að það er vinsælt sport á Bretlandseyjum að reyna að klífa þessa þrjá tinda á sama sólarhringnum. Þessi iðja gengur undir heitinu Three Peaks Challenge sem á íslensku mætti útleggja sem 'þriggja tinda raun'. Oft tengjast þessar fjallgöngur söfnunum fyrir einhver góð málefni. Besti tími sem náðst hefur í þessari áskorun er í kringum 15 klukkustundir, þar með taldar 10 klukkustundir sem fóru í akstur á milli staða.

Heimildir og mynd:...