Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er til steinn sem flýtur?

Sigurður Steinþórsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Er hægt að nota vikur vegna varmaleiðni/einangrunar eiginleika hans?
  • Hvað er vikursteinn, til dæmis úr Snæfellsjökli?
  • Hvað er vikur?
  • Hver er munurinn á vikri, gjalli, gjósku og ösku?

Gosefnum er gjarnan skipt í þrennt, gosgufur eða reikul gosefni, laus gosefni eða gjósku og föst gosefni, það er hraun.

Orðin gjóska og tefra eru samheiti gosefna sem þeyst hafa upp úr eldgíg, storknað að hluta til eða fullu á fluginu og fallið til jarðar. Bæði orðin eru komin inn í eldfjallafræðina frá Sigurði heitnum Þórarinssyni. Hið fyrra bjó Vilmundur Jónsson landlæknir til að beiðni Sigurðar sem íslenskun á orðinu tefra sem Sigurður hafði frá Aristótelesi og notaði í doktorsritgerð sinni um öskulög.

Gjóska skiptist eftir kornastærð í klepra, gjall, vikur og ösku þar sem kleprar eru grófasta efnið en askan það fínkornasta. Orðin vísa því ekki til efnasamsetningar, en í daglegu tali eru klepra- og gjallgígar þó fremur hafðir um basalt eða íslandít, til dæmis í gígunum á Snæfellsnesi, en vikur um súra gjósku, eins og Hekluvikur og vikur úr Snæfellsjökli (lesa má um súr gosefni í svari sama höfundar við spurningunnu Hvað er líparít?) Vikursteinn er þá moli af vikri en orðið er líka haft um byggingarstein úr vikri.

Allt er þetta berg (gjóskan) mjög blöðrótt og létt í sér þannig að stundum flýtur það á vatni. Mörg dæmi eru um að miklir vikurflákar hafi flotið um sjóinn í kjölfar eldgosa, ýmist neðansjávargosa eða eldgosa á landi, þar sem vikurinn hefur þá fallið úr lofti eða borist til sjávar með ám.

Vikursteinn er dæmi um stein sem getur flotið á vatni. Með tímanum verður vikurinn þó vatnsósa og sekkur.

Blöðrurnar stafa af lofttegundum, einkum vatni, sem leysist úr bráðinni við þrýstiléttinn þegar hún rís í gígnum, og veldur sú útþensla sprengivirkninni. Lofttegundir þessar eru að hluta til gosgufur, ættaðar úr bráðinni, en oft einnig grunnvatn sem kvikan tekur upp. Gervigígar, eins og Rauðhólar við Reykjavík, Skútustaðagígir við Mývatn eða Landbrotshólar í Landbroti, eru til marks um hið síðarnefnda, svo og öskugígir eins og Vatnaöldur og gjallgígir sprungunnar sem kennd er við Laka.

Gjóska hefur ýmis konar hagnýtt gildi. Þar sem loft er tregur varmaleiðari gefa blöðrurnar gjóskunni einangrandi eiginleika og hefur hún verið notuð sem einangrunarefni. Hvað varðar vikur sérstaklega þá hefur hann lang mest verið notaður í byggingariðnaði svo sem í hleðslusteina, léttsteypu og múrsteina. Hann hefur eitthvað verið nýttur við slípun og í ræstiduft en einnig í kattasand og sem íblöndun í gróðurmold, meðal annars til þess að auka loftinnihald hennar.

Mynd: Danny Yee

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

25.7.2005

Spyrjandi

Sævar Helgason
Fríða Brá
Rósa Sveinsdóttir
Magnús Einarsson
Þorsteinn Berghreinsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Er til steinn sem flýtur?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5155.

Sigurður Steinþórsson. (2005, 25. júlí). Er til steinn sem flýtur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5155

Sigurður Steinþórsson. „Er til steinn sem flýtur?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5155>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til steinn sem flýtur?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Er hægt að nota vikur vegna varmaleiðni/einangrunar eiginleika hans?
  • Hvað er vikursteinn, til dæmis úr Snæfellsjökli?
  • Hvað er vikur?
  • Hver er munurinn á vikri, gjalli, gjósku og ösku?

Gosefnum er gjarnan skipt í þrennt, gosgufur eða reikul gosefni, laus gosefni eða gjósku og föst gosefni, það er hraun.

Orðin gjóska og tefra eru samheiti gosefna sem þeyst hafa upp úr eldgíg, storknað að hluta til eða fullu á fluginu og fallið til jarðar. Bæði orðin eru komin inn í eldfjallafræðina frá Sigurði heitnum Þórarinssyni. Hið fyrra bjó Vilmundur Jónsson landlæknir til að beiðni Sigurðar sem íslenskun á orðinu tefra sem Sigurður hafði frá Aristótelesi og notaði í doktorsritgerð sinni um öskulög.

Gjóska skiptist eftir kornastærð í klepra, gjall, vikur og ösku þar sem kleprar eru grófasta efnið en askan það fínkornasta. Orðin vísa því ekki til efnasamsetningar, en í daglegu tali eru klepra- og gjallgígar þó fremur hafðir um basalt eða íslandít, til dæmis í gígunum á Snæfellsnesi, en vikur um súra gjósku, eins og Hekluvikur og vikur úr Snæfellsjökli (lesa má um súr gosefni í svari sama höfundar við spurningunnu Hvað er líparít?) Vikursteinn er þá moli af vikri en orðið er líka haft um byggingarstein úr vikri.

Allt er þetta berg (gjóskan) mjög blöðrótt og létt í sér þannig að stundum flýtur það á vatni. Mörg dæmi eru um að miklir vikurflákar hafi flotið um sjóinn í kjölfar eldgosa, ýmist neðansjávargosa eða eldgosa á landi, þar sem vikurinn hefur þá fallið úr lofti eða borist til sjávar með ám.

Vikursteinn er dæmi um stein sem getur flotið á vatni. Með tímanum verður vikurinn þó vatnsósa og sekkur.

Blöðrurnar stafa af lofttegundum, einkum vatni, sem leysist úr bráðinni við þrýstiléttinn þegar hún rís í gígnum, og veldur sú útþensla sprengivirkninni. Lofttegundir þessar eru að hluta til gosgufur, ættaðar úr bráðinni, en oft einnig grunnvatn sem kvikan tekur upp. Gervigígar, eins og Rauðhólar við Reykjavík, Skútustaðagígir við Mývatn eða Landbrotshólar í Landbroti, eru til marks um hið síðarnefnda, svo og öskugígir eins og Vatnaöldur og gjallgígir sprungunnar sem kennd er við Laka.

Gjóska hefur ýmis konar hagnýtt gildi. Þar sem loft er tregur varmaleiðari gefa blöðrurnar gjóskunni einangrandi eiginleika og hefur hún verið notuð sem einangrunarefni. Hvað varðar vikur sérstaklega þá hefur hann lang mest verið notaður í byggingariðnaði svo sem í hleðslusteina, léttsteypu og múrsteina. Hann hefur eitthvað verið nýttur við slípun og í ræstiduft en einnig í kattasand og sem íblöndun í gróðurmold, meðal annars til þess að auka loftinnihald hennar.

Mynd: Danny Yee...