Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er kurteisi?

Símon Jón Jóhannsson

Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga sér innan ákveðins svæðis, svo sem í konungsgarði innan hallarmúra. Kurteisi er því í raun að kunna góða hirðsiði. Orðið kurteisi kom inn í íslensku á tíma riddarabókmenntanna, en þær voru samdar og þýddar allt frá 13. öld. Nú er orðið kurteisi haft um hæversku eða siðprýði.


Það hefur löngum talist kurteisi að hneigja sig fyrir kvenfólki.

Að gera eitthvað með kurt er að kunna sig og að kurta sig er að halda sér til. Menn gera líka sitthvað með kurt og pí þegar þeir gera eitthvað sómasamlega en nú vita menn hvorki lengur hvaðan orðið pí er komið né hvað það merkir.

Að lokum má benda á að hér á árum áður var mikil áhersla lögð á að kenna mönnum kurteisi, þótt ef til vill finnist fólki ráðin nokkuð undarleg nú á tímum. Til er skemmtileg bók sem nefnist Kurteisi, og var gefin út árið 1945. Í henni reynir höfundurinn, Rannveig Schmidt, að kenna Íslendingum kurteisi og góða mannasiði. Bókina, og raunar fleiri bækur um kurteisi og mannasiði, er til að mynda hægt að nálgast í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.

Heimildir og mynd

  • Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Rosbach, Johan Hammond: Levende ord – etymologi for alle. Oslo 1984.
  • Sölvi Sveinsson. Saga orðanna. Reykjavík 2004.
  • Myndin er fengin af The Royal Governor's Grand Colonial Ball.

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

6.7.2005

Spyrjandi

Guðrún Magnúsdóttir

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Hvað er kurteisi?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5114.

Símon Jón Jóhannsson. (2005, 6. júlí). Hvað er kurteisi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5114

Símon Jón Jóhannsson. „Hvað er kurteisi?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5114>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kurteisi?
Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga sér innan ákveðins svæðis, svo sem í konungsgarði innan hallarmúra. Kurteisi er því í raun að kunna góða hirðsiði. Orðið kurteisi kom inn í íslensku á tíma riddarabókmenntanna, en þær voru samdar og þýddar allt frá 13. öld. Nú er orðið kurteisi haft um hæversku eða siðprýði.


Það hefur löngum talist kurteisi að hneigja sig fyrir kvenfólki.

Að gera eitthvað með kurt er að kunna sig og að kurta sig er að halda sér til. Menn gera líka sitthvað með kurt og pí þegar þeir gera eitthvað sómasamlega en nú vita menn hvorki lengur hvaðan orðið pí er komið né hvað það merkir.

Að lokum má benda á að hér á árum áður var mikil áhersla lögð á að kenna mönnum kurteisi, þótt ef til vill finnist fólki ráðin nokkuð undarleg nú á tímum. Til er skemmtileg bók sem nefnist Kurteisi, og var gefin út árið 1945. Í henni reynir höfundurinn, Rannveig Schmidt, að kenna Íslendingum kurteisi og góða mannasiði. Bókina, og raunar fleiri bækur um kurteisi og mannasiði, er til að mynda hægt að nálgast í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.

Heimildir og mynd

  • Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Rosbach, Johan Hammond: Levende ord – etymologi for alle. Oslo 1984.
  • Sölvi Sveinsson. Saga orðanna. Reykjavík 2004.
  • Myndin er fengin af The Royal Governor's Grand Colonial Ball.
...