Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er stærsti skógur Kanada?

Jón Már Halldórsson

Það getur verið erfitt að greina einn skóg frá öðrum á miklum skógarsvæðum, líkt og fyrirfinnast í Kanada. Það má því kannski segja að hinn víðáttumikli barrskógur sem er nánast samfeldur stranda á milli, sé langstærsti skógur landsins!


Mynd af Kanada tekin úr gervitungli.

Skógarþekja Kanada er um 4,1 milljón ferkílómetrar eða rúmlega 40% af flatarmáli landsins sem er næst stærsta ríki heims. Af þessu víðáttumikla skóglendi eru um 900 þúsund ferkílómetra svæði friðað og 2,4 milljón ferkílómetra svæði nýtt í skógariðnað, en skógariðnaður Kanadamanna er sá umfangsmesti í heiminum. Velta hans árið 2000 var rúmir 70 milljarðar bandaríkjadala eða um 8.750 milljarðar íslenskra króna miðað við að dalurinn er 125 íslenskar krónur! Þess má geta að heildaraflaverðmæti íslensks sjávarafla árið 2007 var rúmlega 80 milljarðar íslenskra króna á þávirði.

Með réttu má segja að barrskógar Kanada séu þriðja stærsta skóglendi í heimi á eftir rússneska barrskógabeltinu og Amason-regnskógum Suður-Ameríku.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.2.2009

Spyrjandi

Kári Benónýsson, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsti skógur Kanada?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2009. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50624.

Jón Már Halldórsson. (2009, 9. febrúar). Hver er stærsti skógur Kanada? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50624

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsti skógur Kanada?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2009. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50624>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsti skógur Kanada?
Það getur verið erfitt að greina einn skóg frá öðrum á miklum skógarsvæðum, líkt og fyrirfinnast í Kanada. Það má því kannski segja að hinn víðáttumikli barrskógur sem er nánast samfeldur stranda á milli, sé langstærsti skógur landsins!


Mynd af Kanada tekin úr gervitungli.

Skógarþekja Kanada er um 4,1 milljón ferkílómetrar eða rúmlega 40% af flatarmáli landsins sem er næst stærsta ríki heims. Af þessu víðáttumikla skóglendi eru um 900 þúsund ferkílómetra svæði friðað og 2,4 milljón ferkílómetra svæði nýtt í skógariðnað, en skógariðnaður Kanadamanna er sá umfangsmesti í heiminum. Velta hans árið 2000 var rúmir 70 milljarðar bandaríkjadala eða um 8.750 milljarðar íslenskra króna miðað við að dalurinn er 125 íslenskar krónur! Þess má geta að heildaraflaverðmæti íslensks sjávarafla árið 2007 var rúmlega 80 milljarðar íslenskra króna á þávirði.

Með réttu má segja að barrskógar Kanada séu þriðja stærsta skóglendi í heimi á eftir rússneska barrskógabeltinu og Amason-regnskógum Suður-Ameríku.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum:

Mynd:...