Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?

Sævar Helgi Bragason

Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ótta. Að hans sögn læknast menn af óttanum um leið og þeir geta borið orðið fram.

Föstudagurinn þrettándi verður einu sinni til þrisvar sinnum á ári. Á þessum degi eru margir svo óttaslegnir að þeir mæta ekki til vinnu og margir geta ekki hugsað sér að halda brúðkaup þennan dag. Í sumum borgum er þrettándu breiðgötu sleppt. Í Sacramento eru gatnamót þar sem þrettánda stræti sker þrettándu breiðgötu. Engum sögum fer þó af því að umferðarslys séu algengari þar en annars staðar. Þekkt er að í sumum hótelum og öðrum byggingum sé þrettándu hæðinni sleppt, það er að segja á eftir tólftu hæðinni kemur sú fjórtánda. Vitaskuld er fjórtánda hæðin þó í raun sú þrettánda.

Ef þrettán manns setjast saman við kvöldverðarborð er sagt að þeir muni allir deyja innan árs. Þessu trúa sumir Hindúar til dæmis. Í síðustu kvöldmáltíðinni voru þrettán menn samankomnir. Einn þeirra sveik Jesú Krist sem síðan var krossfestur á föstudegi en föstudagar voru aftökudagar Rómverja til forna. Sömuleiðis voru menn gjarnan teknir af lífi með hengingu á föstudegi í Bretlandi.

Í sögunni hafa nokkrir þekktir fjöldamorðingjar borið þrettán stafa nafn, svo sem Jack the Ripper (þótt við vitum ekki hans rétta nafn), Charles Manson, Jeffrey Dahmer, Theodore Bundy og Albert De Salvo. Ýmsir sögulegir atburðir hafa orðið á föstudeginum þrettánda. Þannig var geimfarinu Apollo þrettánda skotið á loft 11. apríl klukkan 13:13 frá skotpalli 39 (3x13 = 39) og skaðaðist í sprengingu sem varð 13. apríl, en komst engu að síður heilu og höldnu til jarðar 17. apríl.

Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag.

Enginn getur sagt til með vissu hvenær og hvers vegna menn hófu að tengja töluna þrettán og föstudag við óheppni. Trúin er engu að síður nokkuð gömul og við skulum skoða nokkrar tilgátur.

Vísindamaður, til dæmis stærðfræðingur, mundi segja þér að „heppni“ sé ekki til. Gæfa dreifist af handahófi og er óháð dögum. Hinir hjátrúarfullu myndu samt sem áður finna marga óheppilega atburði sem tengjast tölunni þrettán og föstudegi, þótt bæði sé hægt að finna alveg jafnmarga ef ekki fleiri góða atburði sem tengjast föstudegi eða tölunni þrettán og ekki líka jafnmarga slæma atburði sem gerast á öðrum dögum.

Talan tólf hefur venjulega táknað fullkomnum. Í árinu eru tólf mánuðir, Ólympsguðirnir í grískri goðafræði voru tólf, í dýrahringi stjörnuspekinnar eru tólf stjörnumerki, lærisveinar Jesú voru tólf og venjulega höfum við tíu fingur á tveimur höndum og tíu tær á tveimur fótum. Talan þrettán er einungis einum fyrir ofan tólf og er táknræn fyrir förina frá fullkomnum í átt að illsku.

Í norrænni goðafræði var tólf guðum boðið til veislu í Valhöll. Loka, hinum illa, var ekki boðið en mætti samt í veisluna svo að þar voru þrettán saman komnir. Loki hvatti Höð hinn blinda til að ráðast á Baldur og rétti honum spjót með mistilteini. Höður réðst á Baldur og drap hann, en allir í Valhöll syrgðu Baldur mjög. Af þessari sögu drógu norrænir menn þá ályktun að þrettán manna veisla væri óheppileg.

Aðrir telja hið slæma orðspor föstudagsins þrettánda mega rekja til aldingarðsins Eden. Sagt er að á föstudegi hafi Eva freistað Adams með hinum forboðna ávexti. Adam beit í eplið og refsaði guð þeim báðum með því úthýsa þeim úr paradís. Enn aðrir segja að Nóaflóðið hafi hafist á sjötta degi vikunnar eða föstudegi; Musteri Salómons var lagt í rúst á föstudegi og guð batt tungur manna við Babelsturninn á föstudegi.

Ekki hafa þó öll menningarsamfélög óttast föstudag eða töluna þrettán. Kínverjar til forna tengdu töluna þrettán heppni sem og Egyptar á tímum faraóanna. Forn-Egyptar skiptu andlegu lífi sínu í þrettán stig þar sem tólfta stigið er jarðneskt líf á undan hinu þrettánda, sem var eilíft framhaldslíf. Framhaldslífið var talin dásamleg og mjög eftirsótt umbreyting. Þau menningarsamfélög sem stilltu almanak sitt eftir göngu tunglsins og hafa þrettán mánuði tengja töluna ekki við neitt sérstaklega óheillavænlegt.

Er föstudagurinn þrettándi meiri óhappadagur en aðrir dagar? Þeir sem halda því fram minnast vitskuld aldrei á það góða sem gerist á þessum degi eða tengist tölunni þrettán. Norrænir menn nefndu föstudag frjádag eftir ástargyðjunni Frigg og í dag markar föstudagur lok vinnuvikunnar, sem betur fer. Rithöfundurinn Charles Dickens byrjaði að skrifa allar sínar bækur á fæðingardegi sínum föstudegi, og Bandaríkin voru stofnuð úr þrettán nýlendum, enda eru rendurnar þrettán í fána landsins.

Milljónir manna bera þrettán stafa nöfn en hafa samt engin morð framið né gert eitthvað illt eins og til dæmis leikarinn Robert Redford og knattspyrnuhetjan Guðni Bergsson. Fjölmargir fjöldamorðingjar bera heldur ekki þrettán stafa nöfn, til dæmis Adolf Hitler og Osama bin Laden. Eftir því sem við komumst næst eru engar rannsóknir til sem sýna að veislur með þrettán gestum endi alltaf með ósköpum.

Þegar öllu er á botninn hvolft er óttinn við föstudaginn þrettánda algjörlega tilhæfulaus. Eini raunveruleikinn sem umlykur þessa dagsetningu er hjátrúin. Dagurinn í dag (föstudagurinn 13. maí) er eins og hver annar dagur vikunnar sem fyrir tilviljun fellur á þrettánda degi mánaðarins.

Trú á föstudaginn þrettánda er ekkert öðruvísi en að trúa á stjörnuspeki, fljúgandi furðuhluti, drauga og önnur viðlíka hindurvitni. Því miður eru fjölmiðlar oft duglegir að dreifa hjátrú um þessa dagsetningu með ógagnrýnum hætti; hún birtist til dæmis oft í þekktum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, fréttum og útvarpsþáttum. Sennilega stafar slíkur dugnaður einfaldlega af þörfinni fyrir að finna sér eitthvað að tala um og selja.

Menn eru góðir í að finna mynstur þar sem þau eru ekki. Við eigum til að mynda mjög auðvelt með að sjá andlit út úr tveimur punktum og sviga :), í skýjum, fjöllum og jafnvel í gluggum eða á ristuðu brauði. Sama á við um dagsetningar og tölur. Ef við leitum nógu vel finnum við munstrið sem við leitum að og hunsum það sem fellur ekki að munstrinu. Þannig verða margar samsæriskenningar til. Við eigum mun auðveldara með að muna eftir því markverða sem gerist föstudaginn þrettánda en gleymum því ef ekkert markvert gerist þann dag, sem er miklu algengara.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

13.5.2005

Spyrjandi

Guðmundur Reynisson
Jóhanna Vigfúsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4999.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 13. maí). Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4999

Sævar Helgi Bragason. „Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4999>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?
Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ótta. Að hans sögn læknast menn af óttanum um leið og þeir geta borið orðið fram.

Föstudagurinn þrettándi verður einu sinni til þrisvar sinnum á ári. Á þessum degi eru margir svo óttaslegnir að þeir mæta ekki til vinnu og margir geta ekki hugsað sér að halda brúðkaup þennan dag. Í sumum borgum er þrettándu breiðgötu sleppt. Í Sacramento eru gatnamót þar sem þrettánda stræti sker þrettándu breiðgötu. Engum sögum fer þó af því að umferðarslys séu algengari þar en annars staðar. Þekkt er að í sumum hótelum og öðrum byggingum sé þrettándu hæðinni sleppt, það er að segja á eftir tólftu hæðinni kemur sú fjórtánda. Vitaskuld er fjórtánda hæðin þó í raun sú þrettánda.

Ef þrettán manns setjast saman við kvöldverðarborð er sagt að þeir muni allir deyja innan árs. Þessu trúa sumir Hindúar til dæmis. Í síðustu kvöldmáltíðinni voru þrettán menn samankomnir. Einn þeirra sveik Jesú Krist sem síðan var krossfestur á föstudegi en föstudagar voru aftökudagar Rómverja til forna. Sömuleiðis voru menn gjarnan teknir af lífi með hengingu á föstudegi í Bretlandi.

Í sögunni hafa nokkrir þekktir fjöldamorðingjar borið þrettán stafa nafn, svo sem Jack the Ripper (þótt við vitum ekki hans rétta nafn), Charles Manson, Jeffrey Dahmer, Theodore Bundy og Albert De Salvo. Ýmsir sögulegir atburðir hafa orðið á föstudeginum þrettánda. Þannig var geimfarinu Apollo þrettánda skotið á loft 11. apríl klukkan 13:13 frá skotpalli 39 (3x13 = 39) og skaðaðist í sprengingu sem varð 13. apríl, en komst engu að síður heilu og höldnu til jarðar 17. apríl.

Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag.

Enginn getur sagt til með vissu hvenær og hvers vegna menn hófu að tengja töluna þrettán og föstudag við óheppni. Trúin er engu að síður nokkuð gömul og við skulum skoða nokkrar tilgátur.

Vísindamaður, til dæmis stærðfræðingur, mundi segja þér að „heppni“ sé ekki til. Gæfa dreifist af handahófi og er óháð dögum. Hinir hjátrúarfullu myndu samt sem áður finna marga óheppilega atburði sem tengjast tölunni þrettán og föstudegi, þótt bæði sé hægt að finna alveg jafnmarga ef ekki fleiri góða atburði sem tengjast föstudegi eða tölunni þrettán og ekki líka jafnmarga slæma atburði sem gerast á öðrum dögum.

Talan tólf hefur venjulega táknað fullkomnum. Í árinu eru tólf mánuðir, Ólympsguðirnir í grískri goðafræði voru tólf, í dýrahringi stjörnuspekinnar eru tólf stjörnumerki, lærisveinar Jesú voru tólf og venjulega höfum við tíu fingur á tveimur höndum og tíu tær á tveimur fótum. Talan þrettán er einungis einum fyrir ofan tólf og er táknræn fyrir förina frá fullkomnum í átt að illsku.

Í norrænni goðafræði var tólf guðum boðið til veislu í Valhöll. Loka, hinum illa, var ekki boðið en mætti samt í veisluna svo að þar voru þrettán saman komnir. Loki hvatti Höð hinn blinda til að ráðast á Baldur og rétti honum spjót með mistilteini. Höður réðst á Baldur og drap hann, en allir í Valhöll syrgðu Baldur mjög. Af þessari sögu drógu norrænir menn þá ályktun að þrettán manna veisla væri óheppileg.

Aðrir telja hið slæma orðspor föstudagsins þrettánda mega rekja til aldingarðsins Eden. Sagt er að á föstudegi hafi Eva freistað Adams með hinum forboðna ávexti. Adam beit í eplið og refsaði guð þeim báðum með því úthýsa þeim úr paradís. Enn aðrir segja að Nóaflóðið hafi hafist á sjötta degi vikunnar eða föstudegi; Musteri Salómons var lagt í rúst á föstudegi og guð batt tungur manna við Babelsturninn á föstudegi.

Ekki hafa þó öll menningarsamfélög óttast föstudag eða töluna þrettán. Kínverjar til forna tengdu töluna þrettán heppni sem og Egyptar á tímum faraóanna. Forn-Egyptar skiptu andlegu lífi sínu í þrettán stig þar sem tólfta stigið er jarðneskt líf á undan hinu þrettánda, sem var eilíft framhaldslíf. Framhaldslífið var talin dásamleg og mjög eftirsótt umbreyting. Þau menningarsamfélög sem stilltu almanak sitt eftir göngu tunglsins og hafa þrettán mánuði tengja töluna ekki við neitt sérstaklega óheillavænlegt.

Er föstudagurinn þrettándi meiri óhappadagur en aðrir dagar? Þeir sem halda því fram minnast vitskuld aldrei á það góða sem gerist á þessum degi eða tengist tölunni þrettán. Norrænir menn nefndu föstudag frjádag eftir ástargyðjunni Frigg og í dag markar föstudagur lok vinnuvikunnar, sem betur fer. Rithöfundurinn Charles Dickens byrjaði að skrifa allar sínar bækur á fæðingardegi sínum föstudegi, og Bandaríkin voru stofnuð úr þrettán nýlendum, enda eru rendurnar þrettán í fána landsins.

Milljónir manna bera þrettán stafa nöfn en hafa samt engin morð framið né gert eitthvað illt eins og til dæmis leikarinn Robert Redford og knattspyrnuhetjan Guðni Bergsson. Fjölmargir fjöldamorðingjar bera heldur ekki þrettán stafa nöfn, til dæmis Adolf Hitler og Osama bin Laden. Eftir því sem við komumst næst eru engar rannsóknir til sem sýna að veislur með þrettán gestum endi alltaf með ósköpum.

Þegar öllu er á botninn hvolft er óttinn við föstudaginn þrettánda algjörlega tilhæfulaus. Eini raunveruleikinn sem umlykur þessa dagsetningu er hjátrúin. Dagurinn í dag (föstudagurinn 13. maí) er eins og hver annar dagur vikunnar sem fyrir tilviljun fellur á þrettánda degi mánaðarins.

Trú á föstudaginn þrettánda er ekkert öðruvísi en að trúa á stjörnuspeki, fljúgandi furðuhluti, drauga og önnur viðlíka hindurvitni. Því miður eru fjölmiðlar oft duglegir að dreifa hjátrú um þessa dagsetningu með ógagnrýnum hætti; hún birtist til dæmis oft í þekktum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, fréttum og útvarpsþáttum. Sennilega stafar slíkur dugnaður einfaldlega af þörfinni fyrir að finna sér eitthvað að tala um og selja.

Menn eru góðir í að finna mynstur þar sem þau eru ekki. Við eigum til að mynda mjög auðvelt með að sjá andlit út úr tveimur punktum og sviga :), í skýjum, fjöllum og jafnvel í gluggum eða á ristuðu brauði. Sama á við um dagsetningar og tölur. Ef við leitum nógu vel finnum við munstrið sem við leitum að og hunsum það sem fellur ekki að munstrinu. Þannig verða margar samsæriskenningar til. Við eigum mun auðveldara með að muna eftir því markverða sem gerist föstudaginn þrettánda en gleymum því ef ekkert markvert gerist þann dag, sem er miklu algengara.

Heimildir:

Mynd:...