Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er hægt að taka mynd af svartholi?

JGÞ

Vísindamenn telja að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa myndast svarthol. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis þetta svæði er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur í burtu, ekki einu sinni ljós.



Hugmynd listamanns um svarthol og efni umhverfis það.

Með þessa skilgreiningu á svartholum í huga ætti að vera nokkuð ljóst að ekki er hægt að taka venjulega mynd af svartholi enda byggja ljósmyndir á því að nema ljós frá hlutunum sem við ætlum að mynda.

En þá spyrja kannski sumir, hvernig hægt er hægt að finna svarthol ef þau sleppa ekki einu sinni ljósi frá sér. Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhálmsson útskýra þetta nánar í svari við spurningunni Hvað er svarthol? Þar segir meðal annars:
Helsti möguleikinn er að greina áhrif hins mikla þyngdarkrafts þeirra á nágrennið, sem er hægt ef svartholið hefur fylgistjörnu. Þegar gösin frá fylgistjörnunni dragast inn í svartholið hitna þau. Áður en þau týnast endanlega í svartholinu geta þau orðið svo heit að þau gefa frá sér röntgengeisla. Með því að mæla slíka röntgengeislun hafa vísindamenn fundið fyrirbæri í vetrarbrautinni okkar sem telja má líkleg svarthol.

Frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2008

Spyrjandi

Símon Tómasson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Er hægt að taka mynd af svartholi?“ Vísindavefurinn, 30. september 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49333.

JGÞ. (2008, 30. september). Er hægt að taka mynd af svartholi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49333

JGÞ. „Er hægt að taka mynd af svartholi?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49333>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að taka mynd af svartholi?
Vísindamenn telja að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa myndast svarthol. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis þetta svæði er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur í burtu, ekki einu sinni ljós.



Hugmynd listamanns um svarthol og efni umhverfis það.

Með þessa skilgreiningu á svartholum í huga ætti að vera nokkuð ljóst að ekki er hægt að taka venjulega mynd af svartholi enda byggja ljósmyndir á því að nema ljós frá hlutunum sem við ætlum að mynda.

En þá spyrja kannski sumir, hvernig hægt er hægt að finna svarthol ef þau sleppa ekki einu sinni ljósi frá sér. Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhálmsson útskýra þetta nánar í svari við spurningunni Hvað er svarthol? Þar segir meðal annars:
Helsti möguleikinn er að greina áhrif hins mikla þyngdarkrafts þeirra á nágrennið, sem er hægt ef svartholið hefur fylgistjörnu. Þegar gösin frá fylgistjörnunni dragast inn í svartholið hitna þau. Áður en þau týnast endanlega í svartholinu geta þau orðið svo heit að þau gefa frá sér röntgengeisla. Með því að mæla slíka röntgengeislun hafa vísindamenn fundið fyrirbæri í vetrarbrautinni okkar sem telja má líkleg svarthol.

Frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....