Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig uppgötvuðust svarthol?

JGÞ

Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra. Michell nefndi þessi fyrirbæri svartar stjörnur (e. dark stars).

Almenna afstæðiskenningin sem Albert Einstein setti fram árið 1916 spáir fyrir um hluti sem eru svo massamiklir að ekki einu sinni ljósið sleppur úr þyngdarsviði þeirra.


Teikning listamanns á svartholinu Cygnus X-1. Svartholið er hægra megin á myndinni og sogar til sín efni stjörnunnar sem er til vinstri.

Bandaríski eðlisfræðingurinn John Archibald Wheeler (1911-2008) er talinn eiga heiðurinn af heitinu svarthol (e. black hole). Hann notaði það sennilega fyrst árið 1967.

Yfirleitt er talið að uppgötvun röntgenuppsprettunnar Cygnus X-1 hafi fært mönnum heim sanninn um tilvist svarthola í náttúrunni. Það var árið 1971.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

2.10.2008

Spyrjandi

Emma Elísa Hjartardóttir, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig uppgötvuðust svarthol?“ Vísindavefurinn, 2. október 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49327.

JGÞ. (2008, 2. október). Hvernig uppgötvuðust svarthol? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49327

JGÞ. „Hvernig uppgötvuðust svarthol?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49327>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig uppgötvuðust svarthol?
Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra. Michell nefndi þessi fyrirbæri svartar stjörnur (e. dark stars).

Almenna afstæðiskenningin sem Albert Einstein setti fram árið 1916 spáir fyrir um hluti sem eru svo massamiklir að ekki einu sinni ljósið sleppur úr þyngdarsviði þeirra.


Teikning listamanns á svartholinu Cygnus X-1. Svartholið er hægra megin á myndinni og sogar til sín efni stjörnunnar sem er til vinstri.

Bandaríski eðlisfræðingurinn John Archibald Wheeler (1911-2008) er talinn eiga heiðurinn af heitinu svarthol (e. black hole). Hann notaði það sennilega fyrst árið 1967.

Yfirleitt er talið að uppgötvun röntgenuppsprettunnar Cygnus X-1 hafi fært mönnum heim sanninn um tilvist svarthola í náttúrunni. Það var árið 1971.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....