Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?

JGÞ

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá? Áni og Ánar eru nefndir samhliða og Ánar var nefndur faðir jarðarinnar.
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur.

Ámumaðkur er dregið af orðinu áma sem hér merkir það sama og ámusótt og á ekkert skylt með ámum sem öl er geymt í. Ámusótt er annað heiti yfir heimakomu sem er smitandi húðsjúkdómur. Ámusjúkir eru rjóðir í andliti, hafa sótthita og finna fyrir eymslum. Áður fyrr var sóttin algeng og leiddi oft til blóðeitrunar. Ámusótt er læknanleg með sýklalyfjum.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur.

Skýringin á því af hverju ámumaðkur dregur nafn sitt af ámusótt er sú að maðkurinn átti að lækna sóttina. Í heimild frá miðri 19. öld sem birtist í tímaritinu Blöndu árið 1918 er því lýst þegar "eg jagaði hana [þ.e. heimakomuna] úr mér með jötunuxum og ánamöðkum." Hér virðist sem ámusóttin hafi verið nudduð úr andliti hins sjúka með ánamöðkum og jötunuxum sem eru af bjölluætt.

Eftir því sem við vitum best á orðið ánamaðkur því ekkert skylt með dvergnum Ána sem nefndur er í Völuspá.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Pexels.com. (Sótt 6.9.2022).

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.4.2005

Spyrjandi

Sigurlaug Jónasdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4912.

JGÞ. (2005, 19. apríl). Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4912

JGÞ. „Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4912>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá? Áni og Ánar eru nefndir samhliða og Ánar var nefndur faðir jarðarinnar.
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur.

Ámumaðkur er dregið af orðinu áma sem hér merkir það sama og ámusótt og á ekkert skylt með ámum sem öl er geymt í. Ámusótt er annað heiti yfir heimakomu sem er smitandi húðsjúkdómur. Ámusjúkir eru rjóðir í andliti, hafa sótthita og finna fyrir eymslum. Áður fyrr var sóttin algeng og leiddi oft til blóðeitrunar. Ámusótt er læknanleg með sýklalyfjum.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur.

Skýringin á því af hverju ámumaðkur dregur nafn sitt af ámusótt er sú að maðkurinn átti að lækna sóttina. Í heimild frá miðri 19. öld sem birtist í tímaritinu Blöndu árið 1918 er því lýst þegar "eg jagaði hana [þ.e. heimakomuna] úr mér með jötunuxum og ánamöðkum." Hér virðist sem ámusóttin hafi verið nudduð úr andliti hins sjúka með ánamöðkum og jötunuxum sem eru af bjölluætt.

Eftir því sem við vitum best á orðið ánamaðkur því ekkert skylt með dvergnum Ána sem nefndur er í Völuspá.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Pexels.com. (Sótt 6.9.2022).
...