Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Á hverju lifa hettumávsungar?

Jón Már Halldórsson

Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri.

Algengast er að hettumávurinn verpir þremur eggjum en tvö egg eru einnig algeng. Útungun tekur að meðaltali um 24 daga og ungarnir eru háðir foreldrum sínum í um 35 daga þar á eftir áður en þeir yfirgefa hreiðrið í lok júlí.



Hettumávur með unga.

Það er ekki neitt eitt svar við því hvað ungar hettumáva éta þar sem foreldrarnir bera í þá ýmiskonar fæðu sem er mjög breytileg eftir svæðum, árferði og aðstæðum. Ýmsar tegundir hryggleysingja eru þó algeng fæða, til dæmis ýmis skordýr, og hryggleysingar sem finnast í fjörum og leirum svo sem sniglar og burstaormar.

Hettumávurinn er dæmi um fuglategund sem hefur aðlagast lífi með manninum mjög vel. Hér á landi sækir hann til dæmis í alls kyns matarúrgang sem skemmtanaglaðir höfuðborgarbúar skilja eftir á stéttum og torgum borgarinnar seint um nætur og sjálfsagt er þessi fæða einnig kærkomin í maga unganna. Hettumávar eiga það einnig til að ræna fæðu frá öðrum hettumávum. Slíkt fæðunám, sem vísindamenn kalla kleptoparasitsmi, er mjög breytilegt að umfangi eftir árferði en það er frekar algengt þegar fæðuskortur er.

Hettumávar éta líka unga annarra fuglategunda. Reynsla hérlendis og erlendar rannsóknir benda til að þeir gæði sér á allt að tveggja vikna gömlum kríuungum.

Fekari fróðleikur um máva á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Cantos, F., A. Alonso-Gomez, M. Delgado. 1994. Seasonal changes in fat and protein reserves of the black-headed gull, Larus ridibundus, in relation to migration. Comparative Biochemical Physiology, 108A (1): 117-122.
  • Stienen, E., A. Brenninkmeijer. 1999. Keep the chicks moving: how Sandwich terns can minimize kleptoparasitism by black-headed gulls. Animal Behaviour, 57: 1135-1144.
  • Mynd: Nature Conservation Imaging. Ljósmyndari: Jeremy Early. Sótt 15. 7. 2008.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.7.2008

Spyrjandi

Þorsteinn Muni Jakobsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Á hverju lifa hettumávsungar?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48075.

Jón Már Halldórsson. (2008, 28. júlí). Á hverju lifa hettumávsungar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48075

Jón Már Halldórsson. „Á hverju lifa hettumávsungar?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48075>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á hverju lifa hettumávsungar?
Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri.

Algengast er að hettumávurinn verpir þremur eggjum en tvö egg eru einnig algeng. Útungun tekur að meðaltali um 24 daga og ungarnir eru háðir foreldrum sínum í um 35 daga þar á eftir áður en þeir yfirgefa hreiðrið í lok júlí.



Hettumávur með unga.

Það er ekki neitt eitt svar við því hvað ungar hettumáva éta þar sem foreldrarnir bera í þá ýmiskonar fæðu sem er mjög breytileg eftir svæðum, árferði og aðstæðum. Ýmsar tegundir hryggleysingja eru þó algeng fæða, til dæmis ýmis skordýr, og hryggleysingar sem finnast í fjörum og leirum svo sem sniglar og burstaormar.

Hettumávurinn er dæmi um fuglategund sem hefur aðlagast lífi með manninum mjög vel. Hér á landi sækir hann til dæmis í alls kyns matarúrgang sem skemmtanaglaðir höfuðborgarbúar skilja eftir á stéttum og torgum borgarinnar seint um nætur og sjálfsagt er þessi fæða einnig kærkomin í maga unganna. Hettumávar eiga það einnig til að ræna fæðu frá öðrum hettumávum. Slíkt fæðunám, sem vísindamenn kalla kleptoparasitsmi, er mjög breytilegt að umfangi eftir árferði en það er frekar algengt þegar fæðuskortur er.

Hettumávar éta líka unga annarra fuglategunda. Reynsla hérlendis og erlendar rannsóknir benda til að þeir gæði sér á allt að tveggja vikna gömlum kríuungum.

Fekari fróðleikur um máva á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Cantos, F., A. Alonso-Gomez, M. Delgado. 1994. Seasonal changes in fat and protein reserves of the black-headed gull, Larus ridibundus, in relation to migration. Comparative Biochemical Physiology, 108A (1): 117-122.
  • Stienen, E., A. Brenninkmeijer. 1999. Keep the chicks moving: how Sandwich terns can minimize kleptoparasitism by black-headed gulls. Animal Behaviour, 57: 1135-1144.
  • Mynd: Nature Conservation Imaging. Ljósmyndari: Jeremy Early. Sótt 15. 7. 2008.
...