Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Gíbraltar er rúmlega 6,5 km2 skagi syðst á Spáni við mynni Miðjarðarhafs. Saga Gíbraltar nær mörg árþúsund aftur í tímann og þar hafa meðal annars fundist merki um Neanderdalsmenn. Nær í tíma er vitað að Fönikíumenn höfðu sest þar að í kringum 950 f.Kr. og seinna komst skaginn undir Rómaveldi eins og svo mörg önnur svæði við Miðjarðarhafið og víðar.

Þegar fór að halla undan fæti hjá Rómverjum náðu germanskir þjóðflokkar, Vandalar og síðar Vesturgotar, yfirráðum á Gíbraltar. Árið 711 lögðu Márar Gíbraltar undir sig, ásamt öllum Íberíuskaganum. Þeir réðu þar lögum og lofum öldum saman. Árið 1462 lauk yfirráðum Mára á Gíbraltar þegar hertoginn af Medina Sidonia náði svæðinu á sitt vald. Tæplega hálfri öld seinna, 1501 var Gíbraltar sett undir spænsku krúnuna.

Spánverjar réðu yfir Gíbraltar í um tvær aldir. Árið 1704, á tímum spænska erfðastríðsins, hernámu sameinaðar hersveitir Breta og Hollendinga Gíbraltar og með Utrecht-samningnum 1713 fengu Bretar formlega yfirráð yfir svæðinu. Spánn hefur nokkrum sinnum gert kröfu um að fá Gíbraltar til baka en án árangurs. Árið 1969 fékk Gíbraltar heimastjórn en heyrir enn undir Bretland.

Ein meginástæða þess að Bretar ásældust Gíbraltar og hafa ekki viljað afsala sér yfirráðum þar er án efa staðsetningin. Gíbraltarsundið er nefnilega eina tengingin á milli Atlantshafs og Miðjarðarhafs. Með tilkomu Suez-skurðarins á 19. öld, sem tengdi saman Miðjarðarhaf og Rauðahaf og stytti þannig verulega siglingaleiðir milli svæða í breska heimsveldinu, jókst enn mikilvægi þess fyrir Breta að hafa yfirráð yfir Gíbraltarsundi og siglingarleiðinni inn í Miðjarðarhafið. Bæði breski sjóherinn og flugherinn hafa verið með herstöðvar á Gíbraltar og eru enn í dag.

Gíbraltar. Fyrir miðri mynd má sjá helsta kennileiti skagans, Klettinn eða The Rock.

Í dag eru íbúar Gíbraltar um 30.000 talsins og er þetta með þéttbýlustu „löndum“ heims. Samkvæmt manntali er mikill meirihluti íbúanna Gíbraltar en fæstir geta þó rakið ættir sínar á þessu svæði lengra en 300 ár aftur í tímann. Þegar Bretar náðu skaganum á sitt vald flúðu flestir sem þar bjuggu fyrir og smám saman hefur nýtt fólk víðsvegar að tekið sér þar búsetu.

Enska er opinbert mál á Gíbraltar en flestir tala einnig spænsku enda nálægðin við Spán mikil. Þar sem íbúar Gíbraltar koma úr mörgum áttum eru ýmis önnur mál töluð af smærri hópum. Einnig má nefna að sérstök mállýska, kölluð llanito eða yanito, er víða töluð en hún er að grunninum til spænska eins og töluð er í Andalúsíu með miklum enskum áhrifum og orðum sem fengin hafa verið að láni úr ýmsum öðrum tungumálum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaða tungumál er talað í Gíbraltar? Hvaða landi tilheyrði Gíbraltar áður en Bretar komu og hertóku það? Hefur Spánn hótað þeim ofbeldi ef þeir vilja ekki tilheyra þeim? Er bresk herstöð á Gíbraltar?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.10.2010

Spyrjandi

Arnar Freyr Sigurðsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?“ Vísindavefurinn, 19. október 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47973.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 19. október). Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47973

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47973>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?
Gíbraltar er rúmlega 6,5 km2 skagi syðst á Spáni við mynni Miðjarðarhafs. Saga Gíbraltar nær mörg árþúsund aftur í tímann og þar hafa meðal annars fundist merki um Neanderdalsmenn. Nær í tíma er vitað að Fönikíumenn höfðu sest þar að í kringum 950 f.Kr. og seinna komst skaginn undir Rómaveldi eins og svo mörg önnur svæði við Miðjarðarhafið og víðar.

Þegar fór að halla undan fæti hjá Rómverjum náðu germanskir þjóðflokkar, Vandalar og síðar Vesturgotar, yfirráðum á Gíbraltar. Árið 711 lögðu Márar Gíbraltar undir sig, ásamt öllum Íberíuskaganum. Þeir réðu þar lögum og lofum öldum saman. Árið 1462 lauk yfirráðum Mára á Gíbraltar þegar hertoginn af Medina Sidonia náði svæðinu á sitt vald. Tæplega hálfri öld seinna, 1501 var Gíbraltar sett undir spænsku krúnuna.

Spánverjar réðu yfir Gíbraltar í um tvær aldir. Árið 1704, á tímum spænska erfðastríðsins, hernámu sameinaðar hersveitir Breta og Hollendinga Gíbraltar og með Utrecht-samningnum 1713 fengu Bretar formlega yfirráð yfir svæðinu. Spánn hefur nokkrum sinnum gert kröfu um að fá Gíbraltar til baka en án árangurs. Árið 1969 fékk Gíbraltar heimastjórn en heyrir enn undir Bretland.

Ein meginástæða þess að Bretar ásældust Gíbraltar og hafa ekki viljað afsala sér yfirráðum þar er án efa staðsetningin. Gíbraltarsundið er nefnilega eina tengingin á milli Atlantshafs og Miðjarðarhafs. Með tilkomu Suez-skurðarins á 19. öld, sem tengdi saman Miðjarðarhaf og Rauðahaf og stytti þannig verulega siglingaleiðir milli svæða í breska heimsveldinu, jókst enn mikilvægi þess fyrir Breta að hafa yfirráð yfir Gíbraltarsundi og siglingarleiðinni inn í Miðjarðarhafið. Bæði breski sjóherinn og flugherinn hafa verið með herstöðvar á Gíbraltar og eru enn í dag.

Gíbraltar. Fyrir miðri mynd má sjá helsta kennileiti skagans, Klettinn eða The Rock.

Í dag eru íbúar Gíbraltar um 30.000 talsins og er þetta með þéttbýlustu „löndum“ heims. Samkvæmt manntali er mikill meirihluti íbúanna Gíbraltar en fæstir geta þó rakið ættir sínar á þessu svæði lengra en 300 ár aftur í tímann. Þegar Bretar náðu skaganum á sitt vald flúðu flestir sem þar bjuggu fyrir og smám saman hefur nýtt fólk víðsvegar að tekið sér þar búsetu.

Enska er opinbert mál á Gíbraltar en flestir tala einnig spænsku enda nálægðin við Spán mikil. Þar sem íbúar Gíbraltar koma úr mörgum áttum eru ýmis önnur mál töluð af smærri hópum. Einnig má nefna að sérstök mállýska, kölluð llanito eða yanito, er víða töluð en hún er að grunninum til spænska eins og töluð er í Andalúsíu með miklum enskum áhrifum og orðum sem fengin hafa verið að láni úr ýmsum öðrum tungumálum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaða tungumál er talað í Gíbraltar? Hvaða landi tilheyrði Gíbraltar áður en Bretar komu og hertóku það? Hefur Spánn hótað þeim ofbeldi ef þeir vilja ekki tilheyra þeim? Er bresk herstöð á Gíbraltar?
...