Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?

Þorsteinn G. Berghreinsson

Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kollinum í íslensku máli.

Ræktunareiginleikar
Spelti er harðgert, þarf ekki mikinn áburð og krefst lítils af jarðveginum. Stór hluti speltis (um 35%) er grófgert hismi. Það verndar plöntuna fyrir ýmiss konar mengun og plöntusjúkdómum. Spelti þrífst vel við erfiðar aðstæður en gefur hins vegar ekki eins mikla uppskeru og venjulegt hveiti vegna þess að stór hluti speltisins er ekki nýttur.

Hismið veldur því einnig að það er erfitt að vinna speltið. Það þarf að mala kornið tvisvar sinnum í myllunni til að losa það frá en hismi venjulegs hveitis fellur af við þreskinguna. Vinnsluferli speltis er af þessum sökum um 6-10 sinnum lengra en hjá venjulegu hveiti og öðrum skyldum tegundum. Í samkeppni við annað korn á nýliðinni öld hefur spelti því orðið að láta í minni pokann sökum þess hversu dýrt það er í framleiðslu. Þetta endurspeglast í hærra verði og minna framboði.

Uppruni og saga
Deilt er um uppruna speltis en margt bendir til þess að hann sé að finna í Íran fyrir einum 8 þúsund árum. Vegna hörku hismisins þoldi speltið auðveldlega langflutninga með manninum og náði ræktun þess því um alla Evrópu þúsundum ára á undan venjulegu hveiti. Rekja má ræktunina í Evrópu með vissu aftur til 4000 f. Kr. Spelti var til að mynda í maga Grauballe-mannsins sem talinn er vera frá bronsöld og fannst í mýrlendi í Danmörku á síðustu öld.

Í Biblíunni er spelti nokkrum sinnum nefnt, í 2. Mósebók 9:30, Jesaja 28:25 og Esekiel 4:9. Vitað er að spelti var mikið notað á tímum Rómverja til forna. Það er talið hafa verið ein meginuppistaðan í hinni frægu polentu Ítala áður en Kólumbus færði þeim korn frá Ameríku á 15. öld. Í riti nunnunnar, tónskáldsins og sjáandans Hildegard von Bingen (1098-1179) Physica er að finna ýtarlega umfjöllun um spelti en ritið er um nytjaplöntur og -jurtir. Spelti var meginuppistaðan í fæðu þessara sögufrægu nunnu og hún hampaði því mjög sem allra meina bót, einkum fyrir jákvæð áhrif á meltingu og andlega líðan.

Í seinni tíð hefur spelti verið mikið ræktað víða um heim og náði ræktunin meðal annars vestur um haf. Á nýliðinni öld laut speltisrækt í lægra haldi fyrir öðru korni. Dýr og tímafrek framleiðsla þess þótti ekki arðbær í harðnandi samkeppni. Eftirspurn eftir lífrænni ræktun hefur aftur á móti stóraukist á undanförnum árum í kjölfar almennrar heilsuvakningar og þá hefur framleiðsla speltis margfaldast á undanförnum tveimur áratugum.

Næringargildi
Endurreisn speltis má öðru fremur rekja til ýmissa næringarfræðilegra eiginleika þess sem sjá má í töflunum tveim hér fyrir neðan. Þær miðast báðar við um það bil fjórðungsbolla af spelti (56,7g):

GrunnþættirMagn (g)% af RDS*
Hitaeiningar189Á ekki við
Prótín8Á ekki við
Kolvetni40Á ekki við
Fita2Á ekki við
Trefjar419
*Ráðlagður dagskammtur.

Vítamín og steinefniMagn (mg)% af RDS
B1-vítamín (þíamín)0,3734
B2-vítamín (ríbóflavín)1,30118
B3-vítamín (níasín)4,8034
Kopar0,3514
Járn2,0414
Mangan1,2435
Zink1,9316

Eins og glöggt má sjá þá er spelti óhemju góð uppspretta ríbóflavíns (B2 vítamín). Þar má einnig finna drjúgan skammt af þíamíni (B1) og níasíni (B3) auk þess sem spelti er góð uppspretta ýmissa steinefna á borð við kopar, járn, mangan og zink.

Talsvert er af ýmsum mikilvægum steinefnum í spelti eins og fram kemur í töflunni hér að ofan. Auk hinna mikilvægari steinefna er þar að finna fátítt snefilefni, kísil. Hann finnst í svokallaðri hyaluronsýru (e. hyualuronic acid). Hún og kísillinn innan hennar hafa athyglisverð áhrif á líkamsstarfsemina. Þau gegna mikilvægu hlutverki við að viðhalda eðlilegri vökvastarfsemi í augum og liðum líkamans. Kísil má finna í öðrum matvælum, aðallega þó úr jurtaríkinu.

Víða er hægt að fræðast meira um spelti. Um það hefur verið skrifuð íslensk bók með mataruppskriftum, á höfuðborgarsvæðinu er starfrækt bakarí sem sérhæfir sig í bakstri speltisbrauða sem eru þar að auki seld í ýmsum matvöru- og heilsuvörubúðum. Einnig hefur lengi fengist svokallað Dinkelbergerbrauð í öllum matvörubúðum. Það er að hluta til unnið úr spelti.

Sjálft speltið er fáanlegt í fáeinum verslunum, einkum í heilsuvörubúðum. Það er selt sem "sigtað spelti", "grófmalað speltmjöl" og "speltklíð" allt eftir því hvernig það er notað. Um notkun speltis má almennt segja að það geti komið í staðinn fyrir hveiti og heilhveiti í bakstri. Mörgum þykir baksturinn verða fallegri með spelti því brauðið verður gullinbrúnt á lit. Spelti er líka hægt að nota í pastarétti, brauð og grauta. Sjóða má kornin heil og nota í súpur eða sem meðlæti með mat á svipaðan hátt og hrísgrjón.

Heimildir og mynd:
  • Bakað úr spelti: Fríða Sophía Böðvarsdóttir. PP Forlag. 2002.
  • Matarást: Alfræðibók um mat og matargerð. Nanna Rögnvaldardóttir. Iðunn. 1998.
  • Næring og hollusta: Elísabet S. Magnúsdóttir. Iðunn. 1992.
  • Organic and Wholefoods: André Dominé (ritstj.). Könemann. 1999.
  • Biochemistry: Mathews & van Holde (3ja útg.), bls. 287. The Benjamin/Cummings Publishing Comp., Inc. 1999.
  • The Spelt Cookbook: Hegla Hughes, Penguin Putnam Inc.
  • Fremtidens brod af fortidens korn: Jörn Ussing Larsen. Olivia.
  • Henriette's plant photos.

Höfundur

B.A. í mannfræði

Útgáfudagur

21.9.2004

Spyrjandi

Edda Axels
Gróa Halldórsdóttir
Halla Þorláksdóttir

Tilvísun

Þorsteinn G. Berghreinsson. „Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?“ Vísindavefurinn, 21. september 2004. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4521.

Þorsteinn G. Berghreinsson. (2004, 21. september). Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4521

Þorsteinn G. Berghreinsson. „Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2004. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4521>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?
Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kollinum í íslensku máli.

Ræktunareiginleikar
Spelti er harðgert, þarf ekki mikinn áburð og krefst lítils af jarðveginum. Stór hluti speltis (um 35%) er grófgert hismi. Það verndar plöntuna fyrir ýmiss konar mengun og plöntusjúkdómum. Spelti þrífst vel við erfiðar aðstæður en gefur hins vegar ekki eins mikla uppskeru og venjulegt hveiti vegna þess að stór hluti speltisins er ekki nýttur.

Hismið veldur því einnig að það er erfitt að vinna speltið. Það þarf að mala kornið tvisvar sinnum í myllunni til að losa það frá en hismi venjulegs hveitis fellur af við þreskinguna. Vinnsluferli speltis er af þessum sökum um 6-10 sinnum lengra en hjá venjulegu hveiti og öðrum skyldum tegundum. Í samkeppni við annað korn á nýliðinni öld hefur spelti því orðið að láta í minni pokann sökum þess hversu dýrt það er í framleiðslu. Þetta endurspeglast í hærra verði og minna framboði.

Uppruni og saga
Deilt er um uppruna speltis en margt bendir til þess að hann sé að finna í Íran fyrir einum 8 þúsund árum. Vegna hörku hismisins þoldi speltið auðveldlega langflutninga með manninum og náði ræktun þess því um alla Evrópu þúsundum ára á undan venjulegu hveiti. Rekja má ræktunina í Evrópu með vissu aftur til 4000 f. Kr. Spelti var til að mynda í maga Grauballe-mannsins sem talinn er vera frá bronsöld og fannst í mýrlendi í Danmörku á síðustu öld.

Í Biblíunni er spelti nokkrum sinnum nefnt, í 2. Mósebók 9:30, Jesaja 28:25 og Esekiel 4:9. Vitað er að spelti var mikið notað á tímum Rómverja til forna. Það er talið hafa verið ein meginuppistaðan í hinni frægu polentu Ítala áður en Kólumbus færði þeim korn frá Ameríku á 15. öld. Í riti nunnunnar, tónskáldsins og sjáandans Hildegard von Bingen (1098-1179) Physica er að finna ýtarlega umfjöllun um spelti en ritið er um nytjaplöntur og -jurtir. Spelti var meginuppistaðan í fæðu þessara sögufrægu nunnu og hún hampaði því mjög sem allra meina bót, einkum fyrir jákvæð áhrif á meltingu og andlega líðan.

Í seinni tíð hefur spelti verið mikið ræktað víða um heim og náði ræktunin meðal annars vestur um haf. Á nýliðinni öld laut speltisrækt í lægra haldi fyrir öðru korni. Dýr og tímafrek framleiðsla þess þótti ekki arðbær í harðnandi samkeppni. Eftirspurn eftir lífrænni ræktun hefur aftur á móti stóraukist á undanförnum árum í kjölfar almennrar heilsuvakningar og þá hefur framleiðsla speltis margfaldast á undanförnum tveimur áratugum.

Næringargildi
Endurreisn speltis má öðru fremur rekja til ýmissa næringarfræðilegra eiginleika þess sem sjá má í töflunum tveim hér fyrir neðan. Þær miðast báðar við um það bil fjórðungsbolla af spelti (56,7g):

GrunnþættirMagn (g)% af RDS*
Hitaeiningar189Á ekki við
Prótín8Á ekki við
Kolvetni40Á ekki við
Fita2Á ekki við
Trefjar419
*Ráðlagður dagskammtur.

Vítamín og steinefniMagn (mg)% af RDS
B1-vítamín (þíamín)0,3734
B2-vítamín (ríbóflavín)1,30118
B3-vítamín (níasín)4,8034
Kopar0,3514
Járn2,0414
Mangan1,2435
Zink1,9316

Eins og glöggt má sjá þá er spelti óhemju góð uppspretta ríbóflavíns (B2 vítamín). Þar má einnig finna drjúgan skammt af þíamíni (B1) og níasíni (B3) auk þess sem spelti er góð uppspretta ýmissa steinefna á borð við kopar, járn, mangan og zink.

Talsvert er af ýmsum mikilvægum steinefnum í spelti eins og fram kemur í töflunni hér að ofan. Auk hinna mikilvægari steinefna er þar að finna fátítt snefilefni, kísil. Hann finnst í svokallaðri hyaluronsýru (e. hyualuronic acid). Hún og kísillinn innan hennar hafa athyglisverð áhrif á líkamsstarfsemina. Þau gegna mikilvægu hlutverki við að viðhalda eðlilegri vökvastarfsemi í augum og liðum líkamans. Kísil má finna í öðrum matvælum, aðallega þó úr jurtaríkinu.

Víða er hægt að fræðast meira um spelti. Um það hefur verið skrifuð íslensk bók með mataruppskriftum, á höfuðborgarsvæðinu er starfrækt bakarí sem sérhæfir sig í bakstri speltisbrauða sem eru þar að auki seld í ýmsum matvöru- og heilsuvörubúðum. Einnig hefur lengi fengist svokallað Dinkelbergerbrauð í öllum matvörubúðum. Það er að hluta til unnið úr spelti.

Sjálft speltið er fáanlegt í fáeinum verslunum, einkum í heilsuvörubúðum. Það er selt sem "sigtað spelti", "grófmalað speltmjöl" og "speltklíð" allt eftir því hvernig það er notað. Um notkun speltis má almennt segja að það geti komið í staðinn fyrir hveiti og heilhveiti í bakstri. Mörgum þykir baksturinn verða fallegri með spelti því brauðið verður gullinbrúnt á lit. Spelti er líka hægt að nota í pastarétti, brauð og grauta. Sjóða má kornin heil og nota í súpur eða sem meðlæti með mat á svipaðan hátt og hrísgrjón.

Heimildir og mynd:
  • Bakað úr spelti: Fríða Sophía Böðvarsdóttir. PP Forlag. 2002.
  • Matarást: Alfræðibók um mat og matargerð. Nanna Rögnvaldardóttir. Iðunn. 1998.
  • Næring og hollusta: Elísabet S. Magnúsdóttir. Iðunn. 1992.
  • Organic and Wholefoods: André Dominé (ritstj.). Könemann. 1999.
  • Biochemistry: Mathews & van Holde (3ja útg.), bls. 287. The Benjamin/Cummings Publishing Comp., Inc. 1999.
  • The Spelt Cookbook: Hegla Hughes, Penguin Putnam Inc.
  • Fremtidens brod af fortidens korn: Jörn Ussing Larsen. Olivia.
  • Henriette's plant photos.
  • ...