Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"?

ÞV

Spurningin í heild var sem hér segir:
Mig langar að spá meira í eina spurningu sem var "Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?" Þarna talið þið um að EF alheimurinn er endanlegur þá sé EKKERT fyrir utan. Þá spyr ég: HVAÐ ER EKKERT?

Svarið er að "ekkert" er einmitt það sem ekkert verður sagt um!

Eðlilegt er og engan veginn óvænt að þessi spurning komi upp en henni verður ekki svarað hér í löngu máli. Við endurtökum úr fyrra svari að það að alheimurinn er endanlegur merkir að ekkert sé fyrir utan hann og bætum því við að orðið "ekkert" merkir einmitt þetta, að um það verða engin orð höfð. Ef við gætum sagt eitthvað um það, lýst því eitthvað nánar, þá væri það væntanlega ekki lengur "ekkert"!

Um svona hluti er stundum vitnað í fræg orð austurríska heimspekingsins Ludwig Wittgenstein, lokaorðin í frægasta verki hans, Tractatus Logico-Philosophicus frá 1921. Við tilfærum þau hér bæði á frummálinu, þýsku, og í enskri og íslenskri þýðingu:
Wovon man nicht sprechen kann, darüber muss man schweigen.

Whereof one cannot speak, thereof one must be silent.

Það sem ekki er hægt að tala um hljótum við að þegja um.
Heimild:

Ludwig Wittgenstein, 1990 [1922]. Tractatus Logico-Philosophicus. Transl. C.K. Ogden. London: Routledge. Bls. 188-189.

Sjá einnig:
  • Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann? eftir sama höfund
  • Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinumegin? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
  • Hvernig getur hugtakið "óendanlegt" staðist? Allt hlýtur að eiga upphafs- og endapunkta? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
  • Hvernig er hægt að telja upp að endalausu? eftir Stefán Inga Valdimarsson
  • Höfundur

    Þorsteinn Vilhjálmsson

    prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

    Útgáfudagur

    16.5.2000

    Spyrjandi

    Páll Arnar Erlendsson

    Tilvísun

    ÞV. „Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=437.

    ÞV. (2000, 16. maí). Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=437

    ÞV. „Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=437>.

    Chicago | APA | MLA

    Spyrja

    Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

    Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

    Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

    Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

    Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

    Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

    =

    Senda grein til vinar

    =

    Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"?
    Spurningin í heild var sem hér segir:

    Mig langar að spá meira í eina spurningu sem var "Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?" Þarna talið þið um að EF alheimurinn er endanlegur þá sé EKKERT fyrir utan. Þá spyr ég: HVAÐ ER EKKERT?

    Svarið er að "ekkert" er einmitt það sem ekkert verður sagt um!

    Eðlilegt er og engan veginn óvænt að þessi spurning komi upp en henni verður ekki svarað hér í löngu máli. Við endurtökum úr fyrra svari að það að alheimurinn er endanlegur merkir að ekkert sé fyrir utan hann og bætum því við að orðið "ekkert" merkir einmitt þetta, að um það verða engin orð höfð. Ef við gætum sagt eitthvað um það, lýst því eitthvað nánar, þá væri það væntanlega ekki lengur "ekkert"!

    Um svona hluti er stundum vitnað í fræg orð austurríska heimspekingsins Ludwig Wittgenstein, lokaorðin í frægasta verki hans, Tractatus Logico-Philosophicus frá 1921. Við tilfærum þau hér bæði á frummálinu, þýsku, og í enskri og íslenskri þýðingu:
    Wovon man nicht sprechen kann, darüber muss man schweigen.

    Whereof one cannot speak, thereof one must be silent.

    Það sem ekki er hægt að tala um hljótum við að þegja um.
    Heimild:

    Ludwig Wittgenstein, 1990 [1922]. Tractatus Logico-Philosophicus. Transl. C.K. Ogden. London: Routledge. Bls. 188-189.

    Sjá einnig:
  • Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann? eftir sama höfund
  • Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinumegin? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
  • Hvernig getur hugtakið "óendanlegt" staðist? Allt hlýtur að eiga upphafs- og endapunkta? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
  • Hvernig er hægt að telja upp að endalausu? eftir Stefán Inga Valdimarsson
  • ...