Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

ÞV

Við höfum fjallað um þessar orðmyndir í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Niðurstaðan í því svari er skýr og afdráttarlaus um það að nýyrðið sem um ræðir er „tölva“ og ekki „talva“.

Það virðist vaka fyrir spyrjanda að atriði eins og þetta geti breyst með tímanum. Víst er nokkuð til í því að tungumálið þróast og tekur breytingum í rás tímans. Sem dæmi má nefna að þotur voru í eina tíð kallaðar þrýstiloftsflugvélar og tölvurnar hétu einu sinni rafreiknar.

Okkur er hins vegar ekki kunnugt um neina þróun í þá átt að „talva“ sé að leysa orðmyndina „tölva“ af hólmi enda er sem fyrr segir engin ástæða til þess!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.5.2004

Spyrjandi

Halldór Ragnar Halldórsson

Tilvísun

ÞV. „Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2004. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4206.

ÞV. (2004, 2. maí). Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4206

ÞV. „Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2004. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4206>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?
Við höfum fjallað um þessar orðmyndir í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Niðurstaðan í því svari er skýr og afdráttarlaus um það að nýyrðið sem um ræðir er „tölva“ og ekki „talva“.

Það virðist vaka fyrir spyrjanda að atriði eins og þetta geti breyst með tímanum. Víst er nokkuð til í því að tungumálið þróast og tekur breytingum í rás tímans. Sem dæmi má nefna að þotur voru í eina tíð kallaðar þrýstiloftsflugvélar og tölvurnar hétu einu sinni rafreiknar.

Okkur er hins vegar ekki kunnugt um neina þróun í þá átt að „talva“ sé að leysa orðmyndina „tölva“ af hólmi enda er sem fyrr segir engin ástæða til þess!

...