Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað þýðir P.S.?

ÞV

Skammstöfunin P.S. eða PS er notuð í mörgum málum og vísar í latneska orðið postscriptum sem þýðir 'eftirskrift, eitthvað sem skrifað er á eftir' (eiginlega lýsingarháttur þátíðar af sögninni postscribere, 'að skrifa á eftir').

Í bréfum er þessi skammstöfun oft sett á undan því sem bréfritari bætir við eftir að hann hefur lokið hinu eiginlega bréfi og skrifað undir það. Síðan er þetta notað í yfirfærðri merkingu um ýmiss konar viðauka og þess háttar.

Stundum vilja bréfritarar bæta við annarri eftirskrift og skrifa þá P.P.S. sem má lesa sem 'post postscriptum' eða 'eftir eftirskriftina'.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Jóhann Björn Birkisson

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Hvað þýðir P.S.? “ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=415.

ÞV. (2000, 13. maí). Hvað þýðir P.S.? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=415

ÞV. „Hvað þýðir P.S.? “ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=415>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir P.S.?
Skammstöfunin P.S. eða PS er notuð í mörgum málum og vísar í latneska orðið postscriptum sem þýðir 'eftirskrift, eitthvað sem skrifað er á eftir' (eiginlega lýsingarháttur þátíðar af sögninni postscribere, 'að skrifa á eftir').

Í bréfum er þessi skammstöfun oft sett á undan því sem bréfritari bætir við eftir að hann hefur lokið hinu eiginlega bréfi og skrifað undir það. Síðan er þetta notað í yfirfærðri merkingu um ýmiss konar viðauka og þess háttar.

Stundum vilja bréfritarar bæta við annarri eftirskrift og skrifa þá P.P.S. sem má lesa sem 'post postscriptum' eða 'eftir eftirskriftina'.

...