Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Ekki er fulljóst hvaðan sú hefð að leggja hornstein að byggingum er upprunnin en sumir vilja rekja hana aftur til Sargons konungs í Babylóníu sem á að hafa verið uppi um 3.800 f.Kr. Í katólsku alfræðiriti er því slegið fram að sú venja að grafa gull og silfur undir hornsteini sé af sama meiði sprottin og ævafornar fórnarathafnir þar sem lík voru limlest og grafin í steinhleðslu bygginga.

Í dag eru hornsteinar lagðir að ýmsum merkum byggingum með viðhöfn. Þá er ágripi af byggingarsögu hússins ásamt nöfnum sumra þeirra sem stóðu að byggingunni komið fyrir í blýhólki sem er lagður í holan stein og síðan er lokað fyrir með áletraðri steinþynnu. Stundum fylgja aðrar upplýsingar með. Í hornsteini Hrauneyjafossstöðvar sem Vigdís Finnbogadóttir lagði árið 1981 eru einnig geymd nöfn ráðherra og ráðuneytisstjóra, bankastjóra Seðlabanka og Landsbanka, auk nafna hagstofustjóra, ríkisendurskoðanda og annarra í opinberum stöðum.

Hornsteinn gegnir því aðeins táknrænu hlutverki nú en áður var hann undirstöðusteinn undir horni byggingar. Í Búnaðarriti sem Hermann Jónasson ritstýrði frá 1887-1918 segir: „hornsteinninn þarf að vera niðurgrafinn og vera vel fastur“ og margir kannast við eftirfarandi hendingar úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar: „Traustir skulu hornsteinar / hárra sala“.

Hornsteina er nokkrum sinnum getið í Biblíunni. Í Jesaja (28:16) er haft eftir Drottni: „Sjá, ég legg undirstöðustein á Síon, traustan stein, óbifanlegan, ágætan hornstein.“ Í kristinni trú er hornsteinn einnig notaður í óeiginlegri merkingu sem tákn trúarinnar. Í fyrra almenna bréfi Péturs (2:6) segir að sá sem trúir á hornsteininn mun ekki verða til skammar, „en hinum vantrúuðu er steinninn [...] orðinn að hyrningarsteini og ásteytingarsteini og hrösunarhellu.“

Rómverski sagnaritarinn Tacitus (56-um 120) segir frá því að þegar hafist var handa við að endurreisa musteri Júpíters á fyrstu öld e.Kr. hafi embættismenn og óbreyttir borgarar dregið í sameiningu mikinn stein á réttan stað í grunninn. Í katólskum sið tíðkaðist að minnsta kosti frá 15. öld, og sennilega mun fyrr, að leggja hornstein með sérstakri helgiathöfn. Þá var meðal annars merkt fyrir undirstöðum byggingarinnar og trékross var reistur þar sem altarið átti að standa. Biskup blessaði síðan krossinn með vígðu vatni og þar á eftir hornsteininn en á hliðar hans voru ristir krossar.

Elsta heimildin um þá hefð að leggja dagsetta mynt með hornsteini er að finna í bókhaldsbók frá 16. öld. Þar segir frá því að við endurbyggingu hallar í Brugge árið 1519 hafi peningur verið lagður undir hornsteininn. Sú hefð er vísir að þeim sið að varðveita byggingarannál húsa í hornsteini þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2004

Spyrjandi

Þorsteinn Hilmarsson
Ingvar Guðbjörnsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4124.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 1. apríl). Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4124

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4124>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum?
Ekki er fulljóst hvaðan sú hefð að leggja hornstein að byggingum er upprunnin en sumir vilja rekja hana aftur til Sargons konungs í Babylóníu sem á að hafa verið uppi um 3.800 f.Kr. Í katólsku alfræðiriti er því slegið fram að sú venja að grafa gull og silfur undir hornsteini sé af sama meiði sprottin og ævafornar fórnarathafnir þar sem lík voru limlest og grafin í steinhleðslu bygginga.

Í dag eru hornsteinar lagðir að ýmsum merkum byggingum með viðhöfn. Þá er ágripi af byggingarsögu hússins ásamt nöfnum sumra þeirra sem stóðu að byggingunni komið fyrir í blýhólki sem er lagður í holan stein og síðan er lokað fyrir með áletraðri steinþynnu. Stundum fylgja aðrar upplýsingar með. Í hornsteini Hrauneyjafossstöðvar sem Vigdís Finnbogadóttir lagði árið 1981 eru einnig geymd nöfn ráðherra og ráðuneytisstjóra, bankastjóra Seðlabanka og Landsbanka, auk nafna hagstofustjóra, ríkisendurskoðanda og annarra í opinberum stöðum.

Hornsteinn gegnir því aðeins táknrænu hlutverki nú en áður var hann undirstöðusteinn undir horni byggingar. Í Búnaðarriti sem Hermann Jónasson ritstýrði frá 1887-1918 segir: „hornsteinninn þarf að vera niðurgrafinn og vera vel fastur“ og margir kannast við eftirfarandi hendingar úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar: „Traustir skulu hornsteinar / hárra sala“.

Hornsteina er nokkrum sinnum getið í Biblíunni. Í Jesaja (28:16) er haft eftir Drottni: „Sjá, ég legg undirstöðustein á Síon, traustan stein, óbifanlegan, ágætan hornstein.“ Í kristinni trú er hornsteinn einnig notaður í óeiginlegri merkingu sem tákn trúarinnar. Í fyrra almenna bréfi Péturs (2:6) segir að sá sem trúir á hornsteininn mun ekki verða til skammar, „en hinum vantrúuðu er steinninn [...] orðinn að hyrningarsteini og ásteytingarsteini og hrösunarhellu.“

Rómverski sagnaritarinn Tacitus (56-um 120) segir frá því að þegar hafist var handa við að endurreisa musteri Júpíters á fyrstu öld e.Kr. hafi embættismenn og óbreyttir borgarar dregið í sameiningu mikinn stein á réttan stað í grunninn. Í katólskum sið tíðkaðist að minnsta kosti frá 15. öld, og sennilega mun fyrr, að leggja hornstein með sérstakri helgiathöfn. Þá var meðal annars merkt fyrir undirstöðum byggingarinnar og trékross var reistur þar sem altarið átti að standa. Biskup blessaði síðan krossinn með vígðu vatni og þar á eftir hornsteininn en á hliðar hans voru ristir krossar.

Elsta heimildin um þá hefð að leggja dagsetta mynt með hornsteini er að finna í bókhaldsbók frá 16. öld. Þar segir frá því að við endurbyggingu hallar í Brugge árið 1519 hafi peningur verið lagður undir hornsteininn. Sú hefð er vísir að þeim sið að varðveita byggingarannál húsa í hornsteini þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:...