Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?

Laufey Tryggvadóttir

Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga þeirra. Þetta eru um 15% allra karla og 11% allra kvenna sem greinast með krabbamein árlega.

Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Til viðbótar greinast árlega um 16 einstaklingar með lungnakrabbamein sem ekki eru talin rekjanleg til beinna reykinga, en hluta þeirra má rekja til óbeinna reykinga.

Lungnakrabbamein væri fátíður sjúkdómur ef ekki kæmu til sígarettureykingar. Það sést vel á nýgengitölum fyrir íslenskar konur frá því um 1955, áður en áhrifa reykinga fór að gæta verulega, en þá greindust aðeins örfáar konur árlega með meinið.

Hægt er að reikna hve stóran hluta sjúkdómstilfella má rekja til tiltekins áhættuþáttar ef eftirfarandi þrjú skilyrði eru uppfyllt:
  1. Milli áhættuþáttar og sjúkdóms er orsakasamband sem hefur verið staðfest.
  2. Þekkt er hlutfallsleg áhætta fyrir þá sem hafa áhættuþáttinn, miðað við þá sem ekki hafa orðið fyrir honum.
  3. Vitað er hversu algengur áhættuþátturinn er hjá þjóðinni.
Öllum þessum skilyrðum er fullnægt varðandi reykingar og krabbamein í lungum, barka, vélinda, nefkoki, munni og tungu, brisi, þvagblöðru og nýrum. Samband reykinga við þessi mein hefur verið sannreynt með fjölda rannsókna sem margar hafa staðið í áratugi þar sem hópum manna hefur verið fylgt eftir og afdrif þeirra könnuð.

Um krabbamein í lungum gildir að um 85% þeirra meina sem greinast á Íslandi má rekja til reykinga en hlutfallið er lægra fyrir önnur ofantalin líffæri eða á bilinu 16% (nýru) til 72% (barki). Í eftirfarandi töflu má sjá nánar hversu stór hluti nýgengis viðkomandi krabbameina skýrðist af reykingum og eiga þessar tölur við um Íslendinga árið 2002.

KARLARKONUR
86% Lungu83% Lungu
72% Barki (larynx)72% Barki (larynx)
60% Vélinda54% Vélinda
57% Nefkok (pharynx)49% Nefkok (pharynx)
57% Munnur og tunga49% Munnur og tunga
45% Þvagblaðra41% Þvagblaðra
20% Bris18% Bris
16% Nýru15% Nýru

Reykingatengdur hluti ofanskráðra meina skýrði 16% allra krabbameina sem greindust árið 2000.

Rannsóknir benda til þess að orsakasamband sé á milli fleiri tegunda krabbameina og reykinga en það hefur ekki verið staðfest. Þau krabbmein eru listuð í töflunni hér að neðan og gefa prósentutölurnar til kynna hversu stór hluti nýgengis meinanna hefur skýrst af reykingum hjá Íslendingum árið 2002 ef um raunverulegt orsakasamband er að ræða.

KARLARKONUR
30% Vör27% Vör
17% Lifur16% Lifur
17% Magi16% Magi
11% Hvítblæði10 Hvítblæði
27% Legháls

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi? og svar Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Er allt krabbamein lífshættulegt?

Heimild og mynd:
  • Dreyer L, Winther JF, Pukkala E, Andersen A. Avoidable cancers in the Nordic countries. Tobacco smoking. APMIS Suppl. 1997;76:141-6.
  • emedicine.com

Höfundur

Laufey Tryggvadóttir

faraldsfræðingur, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands

Útgáfudagur

18.2.2004

Spyrjandi

Þóra Björg Jóhannsdóttir
Margrét Arnardóttir

Tilvísun

Laufey Tryggvadóttir. „Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2004. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4008.

Laufey Tryggvadóttir. (2004, 18. febrúar). Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4008

Laufey Tryggvadóttir. „Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2004. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4008>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?
Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga þeirra. Þetta eru um 15% allra karla og 11% allra kvenna sem greinast með krabbamein árlega.

Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Til viðbótar greinast árlega um 16 einstaklingar með lungnakrabbamein sem ekki eru talin rekjanleg til beinna reykinga, en hluta þeirra má rekja til óbeinna reykinga.

Lungnakrabbamein væri fátíður sjúkdómur ef ekki kæmu til sígarettureykingar. Það sést vel á nýgengitölum fyrir íslenskar konur frá því um 1955, áður en áhrifa reykinga fór að gæta verulega, en þá greindust aðeins örfáar konur árlega með meinið.

Hægt er að reikna hve stóran hluta sjúkdómstilfella má rekja til tiltekins áhættuþáttar ef eftirfarandi þrjú skilyrði eru uppfyllt:
  1. Milli áhættuþáttar og sjúkdóms er orsakasamband sem hefur verið staðfest.
  2. Þekkt er hlutfallsleg áhætta fyrir þá sem hafa áhættuþáttinn, miðað við þá sem ekki hafa orðið fyrir honum.
  3. Vitað er hversu algengur áhættuþátturinn er hjá þjóðinni.
Öllum þessum skilyrðum er fullnægt varðandi reykingar og krabbamein í lungum, barka, vélinda, nefkoki, munni og tungu, brisi, þvagblöðru og nýrum. Samband reykinga við þessi mein hefur verið sannreynt með fjölda rannsókna sem margar hafa staðið í áratugi þar sem hópum manna hefur verið fylgt eftir og afdrif þeirra könnuð.

Um krabbamein í lungum gildir að um 85% þeirra meina sem greinast á Íslandi má rekja til reykinga en hlutfallið er lægra fyrir önnur ofantalin líffæri eða á bilinu 16% (nýru) til 72% (barki). Í eftirfarandi töflu má sjá nánar hversu stór hluti nýgengis viðkomandi krabbameina skýrðist af reykingum og eiga þessar tölur við um Íslendinga árið 2002.

KARLARKONUR
86% Lungu83% Lungu
72% Barki (larynx)72% Barki (larynx)
60% Vélinda54% Vélinda
57% Nefkok (pharynx)49% Nefkok (pharynx)
57% Munnur og tunga49% Munnur og tunga
45% Þvagblaðra41% Þvagblaðra
20% Bris18% Bris
16% Nýru15% Nýru

Reykingatengdur hluti ofanskráðra meina skýrði 16% allra krabbameina sem greindust árið 2000.

Rannsóknir benda til þess að orsakasamband sé á milli fleiri tegunda krabbameina og reykinga en það hefur ekki verið staðfest. Þau krabbmein eru listuð í töflunni hér að neðan og gefa prósentutölurnar til kynna hversu stór hluti nýgengis meinanna hefur skýrst af reykingum hjá Íslendingum árið 2002 ef um raunverulegt orsakasamband er að ræða.

KARLARKONUR
30% Vör27% Vör
17% Lifur16% Lifur
17% Magi16% Magi
11% Hvítblæði10 Hvítblæði
27% Legháls

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi? og svar Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Er allt krabbamein lífshættulegt?

Heimild og mynd:
  • Dreyer L, Winther JF, Pukkala E, Andersen A. Avoidable cancers in the Nordic countries. Tobacco smoking. APMIS Suppl. 1997;76:141-6.
  • emedicine.com
...