Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Eru ljón hættuleg mönnum?

Jón Már Halldórsson

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:
Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn?

Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum. Grimmd margra villtra dýra var þá gjarnan stórlega ýkt og þeim var lýst sem blóðþyrstum skepnum. Ljón léku þar oft aðalhlutverkið en einnig voru sagðar sögur af fleiri tegundum, til dæmis órangútanöpum og fílum, en aukin þekking hefur leitt í ljós að þeir eru ljúfir sem lömb ef rétt er að þeim farið. Sennilega hafa evrópsku ferðalangarnir ekki farið varlega að dýrunum. Ef dýrin eru reitt til reiði eða særð skotsári er eðlilegt er að þau snúist til varnar.

Þrátt fyrir að fyrri tíma frásagnir séu stundum ýktar þá er staðreyndin sú að ljón, líkt og allar aðrar stórar kattartegundir, hafa veitt sér menn til matar enda hafa þau afl og eðli til þess. Kunnustu mannætukettirnir eru þó án efa tígrisdýr. Á Indlandi og í Nepal lenda fáeinir tugir manna í kjafti bengal-tígrisdýranna á hverju ári. Einnig falla nokkrir menn árlega fyrir þessum röndóttu risum í Síberíu og Indónesíu. Meginorsakir þess að tígrisdýr reyna að veiða menn eru þær að þau hafa bæklast eða eru orðin illa tennt vegna aldurs og eiga ekki eins auðvelt og áður að elta uppi og drepa sína venjulegu bráð.


Fíll og ljónahjörð
Fíll rekur ljónahjörð frá vatnsbóli í Savuti í Botsvana.

Þetta er ekki endilega raunin meðal ljóna í Afríku sem gerast mannætur. Stundum hafa fullfrísk ljón einfaldlega komist að því að að menn eru auðveldari bráð en önnur dýr. Dæmi eru um að ljónahópur hafi átt í átökum við bændur og hirðingja og drepið þá. Eftir þessa „uppgötvun“ hafa ljónin stundum tekið upp á því að veiða menn sér til matar.

Mannætuljón sýna oft meiri áræðni en tígrisdýr sem ráðast á men. Dæmi eru um að ljón hafi farið inn í þorp og valið sér næsta fórnarlamb í rólegheitum og jafnvel ráðist á kofa og rifið þá í tætlur til þess ná í bráðina. Mannætuljón hafa meira að segja ráðist á hóp af fólki og drepið nokkra menn en slík hegðun er óþekkt meðal tígrisdýra. Slíkar árásir eru þó sem betur fer afar sjaldgæfar.

Engin tvö ljón eru eins en öll hafa þau drápseðlið í sér og mikinn líkamsstyrk. Rétt er því að sýna ljónum þá virðingu sem þeim ber. Flestar árásir ljóna á menn nú til dags eru annað hvort vegna gáleysislegrar eða heimskulegrar hegðunar okkar mannanna. Gestir í dýragörðum og ferðalangar í safaríferðum hafa orðið uppvísir að því að reyna að klappa ljónum eins og þau væru gæfir heimiliskettir en slíkt getur endað með stórslysi eða jafnvel dauða.

Þekkt dæmi um slys er þegar þjóðgarðsvörður í austurhluta Afríku hjólaði óvart inn í hóp af sofandi ljónum sem réðust samstundis á hann og drápu. Sennilega má túlka viðbrögð ljónanna sem sjálfsvörn enda voru þau í fasta svefni og áttu sér einskis ills von þegar ró þeirra var raskað. Annað atvik átti sér stað fyrir um áratug þegar flóttamenn frá Mósambík fóru yfir landamærin til Suður-Afríku og yfir í Kruger-þjóðgarðinn að næturlagi. Á þeim tíma sólarhringsins eru ljón yfirleitt við veiðar og þegar þau fengu veður af mönnunum, eltu þau þá uppi og drápu. Um var að ræða tugi flóttamanna.

Hér hefur verið talað um grimmd ljóna en sú orðanotkun á tæplega rétt á sér. Í rauninni er þetta aðeins eðlileg sjálfsbjargarviðleitni rándýra sem byggja afkomu sína á að drepa sér til matar. Því er vafasamt að kalla þau grimm þar sem við erum þá að draga fram neikvæða mynd af eðlilegum lífsháttum þeirra og annarra rándýra.

Mannskepnan hefur undanfarnar aldir lagt mikla fæð á villt rándýr þar sem þau hafa verið í samkeppni við okkur um mat og ráðist á búpening. Hin neikvæða ímynd sem rándýr hafa í huga okkar byggist þó oft á áróðri, vanþekkingu og fordómum. Sem betur fer eru þessi viðhorf á undanhaldi með aukinni þekkingu á líffræði þessara dýra.

Við Íslendingar höfum ekki verið lausir við neikvæð viðhorf í garð rándýra í náttúru okkar. Gott dæmi um það er refurinn sem er eina upprunalega landspendýrið í íslenskri náttúru. Hann hefur á sér slæmt orð sökum grimmdar, sérstaklega þegar hann gerist dýrbítur. Þá birtast myndir í fréttum af illa förnum lömbum og þeirri ímynd er viðhaldið að lágfóta sé bæði vond og grimm. En hér er ekki um grimmd að ræða heldur eðlilega sjálfsbjargarviðleitni í harðri náttúru.


Patterson og annað Tsavo-ljónið
Mynd af John Henry Patterson (1865-1947) með öðru Tsavo-ljóninu sem hann skaut 9. desember 1898.

Ef við snúum okkur aftur að ljónunum þá má að lokum nefna að frægustu dýrin sem lagst hafa á menn eru sennilega ljónin tvö frá Tsavo sem herjuðu á verkamenn sem unnu að lagningu járnbrautar í suðurhluta Kenía árið 1898. Verkamennirnir, sem aðallega voru frá Indlandi, urðu fyrir tíðum árásum ljónanna sem náðu að drepa tæplega 140 manns.

Það var verkfræðingurinn Patterson sem að lokum náði að fella dýrin en minnstu munaði að þau hefðu orðið honum að fjörtjóni. Síðar skrifaði hann bókina Mannæturnar frá Tsavo. Löngu seinna var gerð kvikmynd byggð á sögu hans, sem nefnd var á frummálinu The Ghost and the Darkness, þar sem stórleikarinn Michael Douglas fór með aðalhlutverkið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.1.2004

Spyrjandi

Jenný Gunnarsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru ljón hættuleg mönnum?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2004. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3962.

Jón Már Halldórsson. (2004, 21. janúar). Eru ljón hættuleg mönnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3962

Jón Már Halldórsson. „Eru ljón hættuleg mönnum?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2004. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3962>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru ljón hættuleg mönnum?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:

Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn?

Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum. Grimmd margra villtra dýra var þá gjarnan stórlega ýkt og þeim var lýst sem blóðþyrstum skepnum. Ljón léku þar oft aðalhlutverkið en einnig voru sagðar sögur af fleiri tegundum, til dæmis órangútanöpum og fílum, en aukin þekking hefur leitt í ljós að þeir eru ljúfir sem lömb ef rétt er að þeim farið. Sennilega hafa evrópsku ferðalangarnir ekki farið varlega að dýrunum. Ef dýrin eru reitt til reiði eða særð skotsári er eðlilegt er að þau snúist til varnar.

Þrátt fyrir að fyrri tíma frásagnir séu stundum ýktar þá er staðreyndin sú að ljón, líkt og allar aðrar stórar kattartegundir, hafa veitt sér menn til matar enda hafa þau afl og eðli til þess. Kunnustu mannætukettirnir eru þó án efa tígrisdýr. Á Indlandi og í Nepal lenda fáeinir tugir manna í kjafti bengal-tígrisdýranna á hverju ári. Einnig falla nokkrir menn árlega fyrir þessum röndóttu risum í Síberíu og Indónesíu. Meginorsakir þess að tígrisdýr reyna að veiða menn eru þær að þau hafa bæklast eða eru orðin illa tennt vegna aldurs og eiga ekki eins auðvelt og áður að elta uppi og drepa sína venjulegu bráð.


Fíll og ljónahjörð
Fíll rekur ljónahjörð frá vatnsbóli í Savuti í Botsvana.

Þetta er ekki endilega raunin meðal ljóna í Afríku sem gerast mannætur. Stundum hafa fullfrísk ljón einfaldlega komist að því að að menn eru auðveldari bráð en önnur dýr. Dæmi eru um að ljónahópur hafi átt í átökum við bændur og hirðingja og drepið þá. Eftir þessa „uppgötvun“ hafa ljónin stundum tekið upp á því að veiða menn sér til matar.

Mannætuljón sýna oft meiri áræðni en tígrisdýr sem ráðast á men. Dæmi eru um að ljón hafi farið inn í þorp og valið sér næsta fórnarlamb í rólegheitum og jafnvel ráðist á kofa og rifið þá í tætlur til þess ná í bráðina. Mannætuljón hafa meira að segja ráðist á hóp af fólki og drepið nokkra menn en slík hegðun er óþekkt meðal tígrisdýra. Slíkar árásir eru þó sem betur fer afar sjaldgæfar.

Engin tvö ljón eru eins en öll hafa þau drápseðlið í sér og mikinn líkamsstyrk. Rétt er því að sýna ljónum þá virðingu sem þeim ber. Flestar árásir ljóna á menn nú til dags eru annað hvort vegna gáleysislegrar eða heimskulegrar hegðunar okkar mannanna. Gestir í dýragörðum og ferðalangar í safaríferðum hafa orðið uppvísir að því að reyna að klappa ljónum eins og þau væru gæfir heimiliskettir en slíkt getur endað með stórslysi eða jafnvel dauða.

Þekkt dæmi um slys er þegar þjóðgarðsvörður í austurhluta Afríku hjólaði óvart inn í hóp af sofandi ljónum sem réðust samstundis á hann og drápu. Sennilega má túlka viðbrögð ljónanna sem sjálfsvörn enda voru þau í fasta svefni og áttu sér einskis ills von þegar ró þeirra var raskað. Annað atvik átti sér stað fyrir um áratug þegar flóttamenn frá Mósambík fóru yfir landamærin til Suður-Afríku og yfir í Kruger-þjóðgarðinn að næturlagi. Á þeim tíma sólarhringsins eru ljón yfirleitt við veiðar og þegar þau fengu veður af mönnunum, eltu þau þá uppi og drápu. Um var að ræða tugi flóttamanna.

Hér hefur verið talað um grimmd ljóna en sú orðanotkun á tæplega rétt á sér. Í rauninni er þetta aðeins eðlileg sjálfsbjargarviðleitni rándýra sem byggja afkomu sína á að drepa sér til matar. Því er vafasamt að kalla þau grimm þar sem við erum þá að draga fram neikvæða mynd af eðlilegum lífsháttum þeirra og annarra rándýra.

Mannskepnan hefur undanfarnar aldir lagt mikla fæð á villt rándýr þar sem þau hafa verið í samkeppni við okkur um mat og ráðist á búpening. Hin neikvæða ímynd sem rándýr hafa í huga okkar byggist þó oft á áróðri, vanþekkingu og fordómum. Sem betur fer eru þessi viðhorf á undanhaldi með aukinni þekkingu á líffræði þessara dýra.

Við Íslendingar höfum ekki verið lausir við neikvæð viðhorf í garð rándýra í náttúru okkar. Gott dæmi um það er refurinn sem er eina upprunalega landspendýrið í íslenskri náttúru. Hann hefur á sér slæmt orð sökum grimmdar, sérstaklega þegar hann gerist dýrbítur. Þá birtast myndir í fréttum af illa förnum lömbum og þeirri ímynd er viðhaldið að lágfóta sé bæði vond og grimm. En hér er ekki um grimmd að ræða heldur eðlilega sjálfsbjargarviðleitni í harðri náttúru.


Patterson og annað Tsavo-ljónið
Mynd af John Henry Patterson (1865-1947) með öðru Tsavo-ljóninu sem hann skaut 9. desember 1898.

Ef við snúum okkur aftur að ljónunum þá má að lokum nefna að frægustu dýrin sem lagst hafa á menn eru sennilega ljónin tvö frá Tsavo sem herjuðu á verkamenn sem unnu að lagningu járnbrautar í suðurhluta Kenía árið 1898. Verkamennirnir, sem aðallega voru frá Indlandi, urðu fyrir tíðum árásum ljónanna sem náðu að drepa tæplega 140 manns.

Það var verkfræðingurinn Patterson sem að lokum náði að fella dýrin en minnstu munaði að þau hefðu orðið honum að fjörtjóni. Síðar skrifaði hann bókina Mannæturnar frá Tsavo. Löngu seinna var gerð kvikmynd byggð á sögu hans, sem nefnd var á frummálinu The Ghost and the Darkness, þar sem stórleikarinn Michael Douglas fór með aðalhlutverkið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...