Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er sinnepsgas?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Sinnepsgas (e. mustard gas) er almenna heitið yfir það sem kallast á máli efnafræðinnar 1,1-thiobis(2-chloroethane). Efnaformúla þess er Cl-CH2-CH2-S-CH2-CH2-Cl.

Þjóðverjar notuðu sinnepsgas fyrst í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1917 og Frakkar og Bretar beittu því 1918. Eftir því sem best er vitað hefur sinnepsgas síðan verið notað í Marokkó árið 1925, í Eþíópíu árið 1935, í Kína 1934-1944 og í Íran og Írak 1980-1988.

Mikið var framleitt af sinnepsgasi í seinni heimsstyrjöldinni en því var ekki beitt í stríðinu nema á Ítalíu árið 1943. Á tímum kalda stríðsins söfnuðust upp miklar birgðir af gasinu í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum.

Á hreinu formi er er efnið bæði lyktar- og litlaust en sé því blandað við önnur efni verður það gulleitt eða dökkbrúnt og hefur sterka lykt sem minnir á sinnep, hvítlauk eða piparrót.

Skaðsemi sinnepsgass felst í efnabreytingum sem það getur valdið í lífverum. Sinnepsgas gengur í efnasamband við vatn og myndar í senn sameindir sem geta hvarfast við efni í húð og vefjum sem og ætandi saltsýru.

Þeir sem verða fyrir sinnepsgaseitrun fá blöðrur á húðina, þrútin og sár augu og sjúklingar kasta einnig upp. Sinnepsgasið veldur bæði út- og innvortis blæðingum og það skaðar lungnapípur. Hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni sem komust í tæri við sinnepsgasið dóu margir eftir fjórar til fimm vikur. Vegna sárra kvala þurfti oft að binda þá niður við sjúkrarúmin. Alls dóu rúmlega 4.000 breskir hermenn af völdum sinnepsgass í fyrri heimsstyrjöldinni og rúmlega 16.000 í viðbót komust í tæri við gasið en lifðu af.



Breskir hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni blindaðir af völdum sinnepsgass.

Afeitrun sjúklinga á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar var miklum vandkvæðum bundin þar sem efnið leysist illa upp. Á undanförnum árum hafa verið þróaðar ýmsar fljótvirkar aðferðir til afeitrunar. Einna best hefur reynst að nota peroxýsýrur sem hvarfast við sinnepsgas á nokkrum sekúndum og hægt er að flýta efnahvarfinu enn frekar með því að nota hvata.

Þeir sem urðu fyrir sinnepsgaseitrun áttu meiri hættu á því að fá krabbamein í öndunarfærum síðar á ævinni en sinnepsgas hefur einnig verið notað til að lækna krabbamein. Í rannsóknum sem hófust árið 1946 var sýnt fram að að svonefnt nitursinnep (e. nitrogen mustards), sem er ólíkt sinnepsgasi að því leyti að það hefur niturfrumeind í stað brennisteinsfrumeindar, hamlaði gegn myndun æxla í músum. Í kjölfarið á þeim rannsóknum var nitursinnep notað til að lækna krabbamein í mönnum.

Höfundur þakkar Ágústi Kvaran prófessor í efnafræði við HÍ yfirlestur á svarinu og viðbót um skaðsemi sinnepsgass.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.1.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er sinnepsgas?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3956.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 19. janúar). Hvað er sinnepsgas? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3956

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er sinnepsgas?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3956>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er sinnepsgas?
Sinnepsgas (e. mustard gas) er almenna heitið yfir það sem kallast á máli efnafræðinnar 1,1-thiobis(2-chloroethane). Efnaformúla þess er Cl-CH2-CH2-S-CH2-CH2-Cl.

Þjóðverjar notuðu sinnepsgas fyrst í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1917 og Frakkar og Bretar beittu því 1918. Eftir því sem best er vitað hefur sinnepsgas síðan verið notað í Marokkó árið 1925, í Eþíópíu árið 1935, í Kína 1934-1944 og í Íran og Írak 1980-1988.

Mikið var framleitt af sinnepsgasi í seinni heimsstyrjöldinni en því var ekki beitt í stríðinu nema á Ítalíu árið 1943. Á tímum kalda stríðsins söfnuðust upp miklar birgðir af gasinu í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum.

Á hreinu formi er er efnið bæði lyktar- og litlaust en sé því blandað við önnur efni verður það gulleitt eða dökkbrúnt og hefur sterka lykt sem minnir á sinnep, hvítlauk eða piparrót.

Skaðsemi sinnepsgass felst í efnabreytingum sem það getur valdið í lífverum. Sinnepsgas gengur í efnasamband við vatn og myndar í senn sameindir sem geta hvarfast við efni í húð og vefjum sem og ætandi saltsýru.

Þeir sem verða fyrir sinnepsgaseitrun fá blöðrur á húðina, þrútin og sár augu og sjúklingar kasta einnig upp. Sinnepsgasið veldur bæði út- og innvortis blæðingum og það skaðar lungnapípur. Hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni sem komust í tæri við sinnepsgasið dóu margir eftir fjórar til fimm vikur. Vegna sárra kvala þurfti oft að binda þá niður við sjúkrarúmin. Alls dóu rúmlega 4.000 breskir hermenn af völdum sinnepsgass í fyrri heimsstyrjöldinni og rúmlega 16.000 í viðbót komust í tæri við gasið en lifðu af.



Breskir hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni blindaðir af völdum sinnepsgass.

Afeitrun sjúklinga á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar var miklum vandkvæðum bundin þar sem efnið leysist illa upp. Á undanförnum árum hafa verið þróaðar ýmsar fljótvirkar aðferðir til afeitrunar. Einna best hefur reynst að nota peroxýsýrur sem hvarfast við sinnepsgas á nokkrum sekúndum og hægt er að flýta efnahvarfinu enn frekar með því að nota hvata.

Þeir sem urðu fyrir sinnepsgaseitrun áttu meiri hættu á því að fá krabbamein í öndunarfærum síðar á ævinni en sinnepsgas hefur einnig verið notað til að lækna krabbamein. Í rannsóknum sem hófust árið 1946 var sýnt fram að að svonefnt nitursinnep (e. nitrogen mustards), sem er ólíkt sinnepsgasi að því leyti að það hefur niturfrumeind í stað brennisteinsfrumeindar, hamlaði gegn myndun æxla í músum. Í kjölfarið á þeim rannsóknum var nitursinnep notað til að lækna krabbamein í mönnum.

Höfundur þakkar Ágústi Kvaran prófessor í efnafræði við HÍ yfirlestur á svarinu og viðbót um skaðsemi sinnepsgass.

Heimildir og mynd:...