Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?

Jón Már Halldórsson

Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar eru afar mannelskir, hafa gott skap og eru greindir. Þeir geta einnig sýnt mikið sjálfstæði og verða þá frekar þrjóskir. Hundarnir eru um 50-60 cm á herðakamb og vega yfirleitt rúm 20 kg en stærstu karlhundarnir geta vegið allt að 45 kg.



Síbírískum eskimóahundum beitt fyrir sleða.

Talið er að fyrstu síbírísku eskimóahundarnir hafi borist út fyrir Síberíu árið 1909 en þá voru nokkrir hundar fluttir til Alaska og notaðir sem sleðahundar. Veturinn 1925 braust út barnaveikifaraldur í afskekktum bæ í Alaska. Hópur manna ásamt nokkrum síbírískum hundum tókst að koma lyfjum til bæjarbúa. Þessi svaðilför vakti nokkra athygli víða í Norður-Ameríku og orðstír hundanna jókst. Síbírískir eskimóahundar hafa verið nær ósigrandi í hundasleðakeppnum í Alaska og eiga sér varla jafnoka meðal norðurhjarahunda. Árið 1938 voru samtökin Siberian Husky Club of America stofnuð.

Menn hafa lengi talið að síbírískir eskimóahundar séu ekki heppilegir fjölskylduhundar og er það að öllum líkindum rétt. Þeir eru miklir vinnuhundar og þegar þeim leiðist geta þeir orðið óútreiknanlegir í hegðun. Þess vegna er mikilvægt að þeir fái mikla athygli og hafa nóg að starfa. Mikilvægt er að þeir taki þátt í starfi og leik annarra fjölskyldumeðlima því þeir kunna því illa að vera skildir útundan. Annað þekkt vandamál við síbíríska eskimóahunda er drápseðli þeirra. Ef þeir komast ekki í kynni við dýr af öðrum tegundum sem hvolpar eru þeir vísir til að drepa öll smádýr sem á vegi þeirra verða þegar þeir eru orðnir fullorðnir. Slíkt háttalag er ekki æskilegt í þéttbýli.

Síbírískir eskimóahundar eru afar slakir varðhundar, sennilega vegna þess að þeir tortryggja ekki ókunnuga. Þeir eiga það til að kjassa innbrotsþjófa í stað þess að reka þá á brott, að sögn eins hundaeiganda!

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.1.2004

Spyrjandi

Erla Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3949.

Jón Már Halldórsson. (2004, 15. janúar). Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3949

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3949>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?
Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar eru afar mannelskir, hafa gott skap og eru greindir. Þeir geta einnig sýnt mikið sjálfstæði og verða þá frekar þrjóskir. Hundarnir eru um 50-60 cm á herðakamb og vega yfirleitt rúm 20 kg en stærstu karlhundarnir geta vegið allt að 45 kg.



Síbírískum eskimóahundum beitt fyrir sleða.

Talið er að fyrstu síbírísku eskimóahundarnir hafi borist út fyrir Síberíu árið 1909 en þá voru nokkrir hundar fluttir til Alaska og notaðir sem sleðahundar. Veturinn 1925 braust út barnaveikifaraldur í afskekktum bæ í Alaska. Hópur manna ásamt nokkrum síbírískum hundum tókst að koma lyfjum til bæjarbúa. Þessi svaðilför vakti nokkra athygli víða í Norður-Ameríku og orðstír hundanna jókst. Síbírískir eskimóahundar hafa verið nær ósigrandi í hundasleðakeppnum í Alaska og eiga sér varla jafnoka meðal norðurhjarahunda. Árið 1938 voru samtökin Siberian Husky Club of America stofnuð.

Menn hafa lengi talið að síbírískir eskimóahundar séu ekki heppilegir fjölskylduhundar og er það að öllum líkindum rétt. Þeir eru miklir vinnuhundar og þegar þeim leiðist geta þeir orðið óútreiknanlegir í hegðun. Þess vegna er mikilvægt að þeir fái mikla athygli og hafa nóg að starfa. Mikilvægt er að þeir taki þátt í starfi og leik annarra fjölskyldumeðlima því þeir kunna því illa að vera skildir útundan. Annað þekkt vandamál við síbíríska eskimóahunda er drápseðli þeirra. Ef þeir komast ekki í kynni við dýr af öðrum tegundum sem hvolpar eru þeir vísir til að drepa öll smádýr sem á vegi þeirra verða þegar þeir eru orðnir fullorðnir. Slíkt háttalag er ekki æskilegt í þéttbýli.

Síbírískir eskimóahundar eru afar slakir varðhundar, sennilega vegna þess að þeir tortryggja ekki ókunnuga. Þeir eiga það til að kjassa innbrotsþjófa í stað þess að reka þá á brott, að sögn eins hundaeiganda!

Heimildir og mynd:

...