Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Getið þið sagt mér allt um finkur?

Jón Már Halldórsson

Finkur eru samheiti yfir smáfugla sem hafa keilulaga gogg og éta fræ. Um er að ræða nokkur hundruð tegundir sem falla undir fimm ættir og tilheyra ættbálki spörfugla (Passeriformes):

Ættíslenskt heiti samkvæmt
Íslenskri málstöð
Fringillidaefinkuætt
Carduelidaeþistilfinkur
Emberizidaetittlingaætt
Estrildidaestrildi
Ploceidaevefaraætt

Deilur eru í gangi meðal líffræðinga um það hvort fjórar síðastnefndu ættirnar gætu verið undirættir Fringillidae, finkuættarinnar. Samkvæmt núverandi flokkunarfræði er ættunum haldið aðskildum. Innan ættarinnar Fringillidae, sem kalla mætti „sannar finkur“, eru þekktar um 140 tegundir. Finkur eru þéttbyggðir fuglar, 10-27 cm á lengd og með sterklegan, keilulaga gogg sem er vel til þess fallinn að brjóta fræ. Finkur eru miklir söngvarar og mjög áberandi á þeim svæðum þar sem þær eiga náttúruleg heimkynni, jafnvel er hægt að segja að þær séu ráðandi á mörgum svæðum, bæði hvað fjölda tegunda varðar og einstaklingsfjölda.



Bókfinka (Fringilla coelebs).

Sönnum finkum (Fringillidae) er skipt niður í tvær undirættir. Sú fyrri er Fringillinae en henni tilheyra aðeins þrjár tegundir. Þær næra unga sína á skordýrum ólíkt tegundum hinnar undirættarinnar sem næra þá á fræjum. Dæmi um tegund innan þessarar undirættar er bókfinkan (Fringilla coelebs) sem er algengasta finkan í Evrópu. Einstaklingsfjöldinn er mjög mikill og telur eflaust margar milljónir fugla um gjörvalla Evrópu og í vestasta hluta Asíu. Bókfinkur eiga sér kjörlendi á opnum svæðum, ökrum og görðum. Þær byggja sér hreiður í trjágreinum og þekja það að utan með mosatætlum og fléttum. Þannig gera bókfinkurnar hreiðrið minna áberandi fyrir en margir vargfuglar eiga það til að ræna eggjumþeirra. Bókfinkur verpa að meðaltali 6 eggjum í hreiðrið. Þær eru algengir flækingar hér við land og hafa orpið á Íslandi.

Syðst á útbreiðslusvæði sínu halda bókfinkurnar til allan ársins hring en á nyrstu svæðunum, þar með talið í Svíþjóð, fara kvenfuglarnir suður á bóginn á meðan karlfuglarnir þreyja þorrann. Hin frægi sænski náttúrufræðingur, Carolus Linnaeus (Carl von Linné), tók eftir þessu og gaf bókfinkunni fræðiheitinu Fringilla coelebs en „coelebs“ þýðir á latínu „piparsveinn“. Önnur tegund sem vert er að minnast á er bláa bókfinkan (Fringilla teydea).



Villtir kanarífuglar (Serinus canaria).

Hin undirætt sannra finka er Carduelinae en þar er að finna margfalt fleiri tegundir, 137 talsins. Nefna má þekktar tegundir vinsælla búrfugla eins og til dæmis kanarífugla (Serinus canaria). Fleiri tegundir eru vel kunnar, eins og krossnefur (Loxia curvirostra), fjallafinkan (Fringilla montifringilla) og rósafinkan (Carodacus erythrinus) en allar þessar tegundir hafa flækst hingað til lands og sumar orpið hér. Innan þessarar undirættar telur ættkvíslin Serinus flestar tegundir, alls 41.

Kanarífuglar eru eflaust kunnasta finkutegundin hér á landi. Þeir lifa villtir á eyjunni Madeira og á nokkrum Kanaríeyjum á Atlantshafi. Kjörlendi þeirra er aðallega kjarrlendi og önnur hálfopin svæði. Villtu fuglarnir eru gulir en hafa meira af gráum og brúnum fjöðrum í fjaðrahaminum en ættingjar þeirra sem hafa verið hafðir í búrum kynslóðum saman. Búrfuglarnir eru mun litríkari og ýmis litaafbrigði hafa verið ræktuð fram, allt frá skærgulum til appelsínugulra og jafnvel þekkjast bleik afbrigði. Áður fyrr voru kanarífuglar mikið notaðir meðal námamanna. Þessir smáu fuglar þoldu, eins og gefur að skilja, mun minna magn af banvænum lofttegundum eins og til dæmis kolsýringi (CO) sem hafði tilhneigingu til að leka inn í námagöngin. Ef fuglarnir drápust, var það vísbending um að hættulegar lofttegundir væru fyrir hendi og námaverkamennirnir gátu komið sér úr göngunum áður en þeir hlutu bana af. Frægastur allra kanarífugla er án efa teiknimyndafígúran Tweety.

Tweety - frægasti kanarífuglinn og finkan?

Tweety - frægasti kanarífuglinn
og finkan?

Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um finkur án þess að minnast á þær sem lifa á Galapagoseyjum í Kyrrahafi og gjarnan eru kenndar við náttúrufræðinginn fræga Charles Darwin, og kallaðar „finkur Darwins“. Á Galapagoseyjum lifa þrettán tegundir finka sem tilheyra fjórum ættkvíslum. Sennilegt þykir að þær séu komnar af einni tegund sem nam land á einni eyjunni. Þessi tegund hefur að öllum líkindum verið Volatina jacarina (e. Blue-Black Grassquit Finch) sem algeng er á vesturströnd Suður-Ameríku. Í krafti náttúruvals og aðlögunar hafa myndast aðskildar tegundir þegar upphaflega tegundin dreifðist um Galapagoseyjarnar. Charles Darwin (1809-1882) safnaði nokkrum fuglum þegar hann kom við á eyjunum í rannsóknaferð sinni, en taldi að þar væru á ferð mismunandi tegundir fjarskyldra fugla. Fuglafræðingurinn John Gould (1804-1881) leysti gátuna og benti Darwin á lausnina árið 1837 en finkutegundir Galapagoseyja hafa fengið gæluheitið „finkur Darwins“ þar sem þær þykja skýrt dæmi um náttúrulega aðlögun, sem er einn meginþáttur í þróunarkenningunni sem Charles Darwin setti fram á 19. öld.

Enn þann dag í dag fara fram viðamiklar rannsóknir á ýmsum þáttum í þróunarvistræðiá finkanna og hafa þessar rannsóknir veitt dýrmæta þekkingu um hvernig náttúruval verkar á dýrastofna.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.11.2003

Spyrjandi

Aþena Björg Ásgeirsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um finkur?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3874.

Jón Már Halldórsson. (2003, 19. nóvember). Getið þið sagt mér allt um finkur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3874

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um finkur?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3874>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um finkur?
Finkur eru samheiti yfir smáfugla sem hafa keilulaga gogg og éta fræ. Um er að ræða nokkur hundruð tegundir sem falla undir fimm ættir og tilheyra ættbálki spörfugla (Passeriformes):

Ættíslenskt heiti samkvæmt
Íslenskri málstöð
Fringillidaefinkuætt
Carduelidaeþistilfinkur
Emberizidaetittlingaætt
Estrildidaestrildi
Ploceidaevefaraætt

Deilur eru í gangi meðal líffræðinga um það hvort fjórar síðastnefndu ættirnar gætu verið undirættir Fringillidae, finkuættarinnar. Samkvæmt núverandi flokkunarfræði er ættunum haldið aðskildum. Innan ættarinnar Fringillidae, sem kalla mætti „sannar finkur“, eru þekktar um 140 tegundir. Finkur eru þéttbyggðir fuglar, 10-27 cm á lengd og með sterklegan, keilulaga gogg sem er vel til þess fallinn að brjóta fræ. Finkur eru miklir söngvarar og mjög áberandi á þeim svæðum þar sem þær eiga náttúruleg heimkynni, jafnvel er hægt að segja að þær séu ráðandi á mörgum svæðum, bæði hvað fjölda tegunda varðar og einstaklingsfjölda.



Bókfinka (Fringilla coelebs).

Sönnum finkum (Fringillidae) er skipt niður í tvær undirættir. Sú fyrri er Fringillinae en henni tilheyra aðeins þrjár tegundir. Þær næra unga sína á skordýrum ólíkt tegundum hinnar undirættarinnar sem næra þá á fræjum. Dæmi um tegund innan þessarar undirættar er bókfinkan (Fringilla coelebs) sem er algengasta finkan í Evrópu. Einstaklingsfjöldinn er mjög mikill og telur eflaust margar milljónir fugla um gjörvalla Evrópu og í vestasta hluta Asíu. Bókfinkur eiga sér kjörlendi á opnum svæðum, ökrum og görðum. Þær byggja sér hreiður í trjágreinum og þekja það að utan með mosatætlum og fléttum. Þannig gera bókfinkurnar hreiðrið minna áberandi fyrir en margir vargfuglar eiga það til að ræna eggjumþeirra. Bókfinkur verpa að meðaltali 6 eggjum í hreiðrið. Þær eru algengir flækingar hér við land og hafa orpið á Íslandi.

Syðst á útbreiðslusvæði sínu halda bókfinkurnar til allan ársins hring en á nyrstu svæðunum, þar með talið í Svíþjóð, fara kvenfuglarnir suður á bóginn á meðan karlfuglarnir þreyja þorrann. Hin frægi sænski náttúrufræðingur, Carolus Linnaeus (Carl von Linné), tók eftir þessu og gaf bókfinkunni fræðiheitinu Fringilla coelebs en „coelebs“ þýðir á latínu „piparsveinn“. Önnur tegund sem vert er að minnast á er bláa bókfinkan (Fringilla teydea).



Villtir kanarífuglar (Serinus canaria).

Hin undirætt sannra finka er Carduelinae en þar er að finna margfalt fleiri tegundir, 137 talsins. Nefna má þekktar tegundir vinsælla búrfugla eins og til dæmis kanarífugla (Serinus canaria). Fleiri tegundir eru vel kunnar, eins og krossnefur (Loxia curvirostra), fjallafinkan (Fringilla montifringilla) og rósafinkan (Carodacus erythrinus) en allar þessar tegundir hafa flækst hingað til lands og sumar orpið hér. Innan þessarar undirættar telur ættkvíslin Serinus flestar tegundir, alls 41.

Kanarífuglar eru eflaust kunnasta finkutegundin hér á landi. Þeir lifa villtir á eyjunni Madeira og á nokkrum Kanaríeyjum á Atlantshafi. Kjörlendi þeirra er aðallega kjarrlendi og önnur hálfopin svæði. Villtu fuglarnir eru gulir en hafa meira af gráum og brúnum fjöðrum í fjaðrahaminum en ættingjar þeirra sem hafa verið hafðir í búrum kynslóðum saman. Búrfuglarnir eru mun litríkari og ýmis litaafbrigði hafa verið ræktuð fram, allt frá skærgulum til appelsínugulra og jafnvel þekkjast bleik afbrigði. Áður fyrr voru kanarífuglar mikið notaðir meðal námamanna. Þessir smáu fuglar þoldu, eins og gefur að skilja, mun minna magn af banvænum lofttegundum eins og til dæmis kolsýringi (CO) sem hafði tilhneigingu til að leka inn í námagöngin. Ef fuglarnir drápust, var það vísbending um að hættulegar lofttegundir væru fyrir hendi og námaverkamennirnir gátu komið sér úr göngunum áður en þeir hlutu bana af. Frægastur allra kanarífugla er án efa teiknimyndafígúran Tweety.

Tweety - frægasti kanarífuglinn og finkan?

Tweety - frægasti kanarífuglinn
og finkan?

Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um finkur án þess að minnast á þær sem lifa á Galapagoseyjum í Kyrrahafi og gjarnan eru kenndar við náttúrufræðinginn fræga Charles Darwin, og kallaðar „finkur Darwins“. Á Galapagoseyjum lifa þrettán tegundir finka sem tilheyra fjórum ættkvíslum. Sennilegt þykir að þær séu komnar af einni tegund sem nam land á einni eyjunni. Þessi tegund hefur að öllum líkindum verið Volatina jacarina (e. Blue-Black Grassquit Finch) sem algeng er á vesturströnd Suður-Ameríku. Í krafti náttúruvals og aðlögunar hafa myndast aðskildar tegundir þegar upphaflega tegundin dreifðist um Galapagoseyjarnar. Charles Darwin (1809-1882) safnaði nokkrum fuglum þegar hann kom við á eyjunum í rannsóknaferð sinni, en taldi að þar væru á ferð mismunandi tegundir fjarskyldra fugla. Fuglafræðingurinn John Gould (1804-1881) leysti gátuna og benti Darwin á lausnina árið 1837 en finkutegundir Galapagoseyja hafa fengið gæluheitið „finkur Darwins“ þar sem þær þykja skýrt dæmi um náttúrulega aðlögun, sem er einn meginþáttur í þróunarkenningunni sem Charles Darwin setti fram á 19. öld.

Enn þann dag í dag fara fram viðamiklar rannsóknir á ýmsum þáttum í þróunarvistræðiá finkanna og hafa þessar rannsóknir veitt dýrmæta þekkingu um hvernig náttúruval verkar á dýrastofna.

Heimildir og myndir:...