Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?

Jón Már Halldórsson

Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn.



Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu

Upprunalega hljóðaði spurningin „Hvers vegna er til svona margar ólíkar hundategundir? Lifðu allar þessar tegundir viltar á sínum tíma?“ Eins og oft hefur komið fram á Vísindavefnum tilheyra öll hundakyn sömu tegundinni, hundinum (Canis familiaris), líkt og öll kattaafbrigði falla undir tegundina Felis sylvestris catus. Tegund er hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi.

Fræðimenn telja að hundurinn hafi verið eitt fyrsta dýrið sem maðurinn tamdi, fyrir um 12 þúsund árum. Sumir halda því raunar fram að hundurinn hafi fylgt mannskepnunni mun lengur eða jafnvel í allt að 90.000 ár!

Hundar voru mikilvægir í sumum veiðimannasamfélögum þar sem þeir aðstoðuðu við veiðar og voru einnig nokkurs konar lífverðir mannsins. Við upphaf landbúnaðarbyltingarinnar fyrir um 7-9 þúsund árum fengu hundar nýtt hlutverk sem smalar og verjendur bústofnsins. Elstu merki um hunda í fornleifum hafa fundist í Norður-Ameríku og eru frá því um 8300 f. Kr. Leifar hafa fundist í Mesópótamíu (nú Írak) frá um 6300 f. Kr. og á Bretlandseyjum frá því um 7000 f. Kr. sem eru elstu evrópsku leifarnar, frá Jórvíkurskíri (Yorkshire) á Englandi. Elstu áreiðanlegu heimildirnar, frá Írak og Jórdaníu, eru hinsvegar um 12 þúsund ára gamlar eða frá því um 10.000 f. Kr. Af þessum fundum að dæma hefur hundurinn verið almennt notaður í ólíkum fornaldarsamfélögum víða um heim og ýmis hundaafbrigði komu snemma fram. Á myndskreytingum Fornegypta má til dæmis sjá basenji-, saluki- og mjóhunda, og hreinræktaðir hundar voru greinilega í miklum metum í Egyptalandi fornaldar.



Mynd úr grafhýsi faraósins Tútankamons sem sýnir hund, líkastan mjóhundi, aðstoða faraóinn við strútaveiðar

En hvers vegna tóku menn uppá því að halda hunda og nýta sér hæfileika þeirra? Samkvæmt vinsælustu kenningunni í dag er úlfurinn (Canis lupus) forfaðir hundsins og í fyrndinni er talið að úlfar hafi laðast að mannabyggðum þar sem þeir gátu nálgast matarleifar sem menn höfðu skilið eftir. Síðar fóru menn ef til vill að laða úlfa frekar að sér með matargjöfum, og að lokum að temja þá og nota til ofangreindra hlutverka. Þessi talsvert gáfuðu dýr öðluðust þá traust á manninum og fengu í sinn hlut mat og öryggi.

Aðrar hugmyndir eru þó einnig á lofti og sumir halda því fram að sjakalar séu forfeður hundsins. Charles Darwin taldi að hundar hafi komið frá fleiri en einum villtum stofni úlfa og jafnvel frá fleiri en einni tegund hunddýrs (Canis spp.). Austurríski atferlisfræðingurinn Konrad Lorenz tók undir orð Darwins og hélt því fram að hægt væri að greina á atferli hunda skyldleika bæði við úlfa og sjakala. Fleiri vísindamenn taka undir með Darwin gamla og telja að hundar hafi komið fram á nokkrum ólíkum stöðum undan ólíkum tegundum.

Ennfremur er til sú kenning að allir hundar séu undan stofnum villihunda, til dæmis dingóa (Canis dingo) en flestir fræðimenn halda því fram að villihundar nútímans eigi uppruna sinn að rekja til taminna hunda sem hafi sagt skilið við samlífi við manninn.

Vísindamenn reyndu að gera upp á milli kenninga um uppruna „besta vin mannsins“ með rannsóknum á hvatberaerfðaefni hunda og samanburði við sambærilegt erfðaefni úlfa, sjakala og sléttuúlfa (e. coyote, Canis latrans). Niðurstöður rannsóknanna sýndu mestan skyldleika á milli hunda og úlfa sem styður vinsælustu kenninguna um uppruna hunda. Í ljósi þessarar rannsókna telja menn nú að hundar séu sennilega komnir frá villtum úlfastofnum, á þeim tímum þegar útbreiðsla úlfa var margfalt meiri en í dag.

Í nýlegum rannsóknum eru líkur leiddar að því að upphaf hundahalds og tamningu hunda sé að finna í austurhluta Asíu og einnig að allar hundategundir séu komnar af stofni fyrstu tömdu hundanna eða öllu heldur úlfanna. Þetta má segja að sé það nýjasta sem komið hefur fram um uppruna hundsins og gaman verður að fylgjast með skrifum og rannsóknum sem án efa eiga eftir að koma fram um þetta efni.

Maðurinn fór snemma að rækta meðvitað upp ólíka eiginleika í hundum, allt eftir því sem hann taldi henta þeim störfum eða hlutverkum sem hundurinn átti að gegna í samfélaginu. Hlutverk hundsins hafa verið mjög mismunandi eftir samfélögum. Ennþá sinnir hann upprunalegum störfum sínum, aðstoðar við veiðar, gætir bústofns, ver heimili og eignir. Á síðustu árum hefur hann fengið ný hlutverk, til dæmis við að aðstoða blinda að komast leiðar sinnar, við löggæslustörf (meðal annars að þefa uppi fíkniefni) og finna fólk í rústum húsa eftir jarðskjálfta eða snjóflóð (líkt og sankti bernharðshundarnir gerðu í snjóflóðum í Ölpunum).

Á Vesturlöndum er þó aðalhlutverk hundsins að vera gæludýr og félagi mannsins, hans „besti vinur“, og sjá má ýmis smávaxin og skrautleg hundakyn á götum stórborga. Ekki er um að ræða glænýja þróun í samskiptum manns og hunds, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?. Þar kemur fram að margt bendir til þess að Toltekar í Mið-Ameríku hafi meðvitað ræktað fram lítinn og hvolpslegan hund sem gæludýr, mexíkóska dverghundinn (e. chihuahua), allt frá 9. öld.

Segja má að hundurinn njóti virðingar og velvildar mannsins víðast hvar í heiminum og hafi til þeirrar stöðu unnið - þótt aldrei verði allir sammála um þá fullyrðingu. Sumstaðar er þó litið öðrum augum á hundinn. Víða í Austurlöndum fjær er hann nýttur til matar og hafa sprottið upp vandræðaleg atvik þegar ólík viðhorf til hundsins rekast á. Til dæmis héldu Suður-Kóreumenn ekki á lofti matarvenjum sínum þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var haldin þar og í Japan árið 2002, og vestrænir ferðalangar flykktust til landsins.

Heimildir og myndir:


Fjölmörg svör er að finna á Vísindavefnum við spurningum um hunda sem nálgast má með því að smella á efnisorð neðan við svarið.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.8.2003

Spyrjandi

Bjarni Sigurbjörnsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3635.

Jón Már Halldórsson. (2003, 5. ágúst). Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3635

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3635>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?
Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn.



Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu

Upprunalega hljóðaði spurningin „Hvers vegna er til svona margar ólíkar hundategundir? Lifðu allar þessar tegundir viltar á sínum tíma?“ Eins og oft hefur komið fram á Vísindavefnum tilheyra öll hundakyn sömu tegundinni, hundinum (Canis familiaris), líkt og öll kattaafbrigði falla undir tegundina Felis sylvestris catus. Tegund er hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi.

Fræðimenn telja að hundurinn hafi verið eitt fyrsta dýrið sem maðurinn tamdi, fyrir um 12 þúsund árum. Sumir halda því raunar fram að hundurinn hafi fylgt mannskepnunni mun lengur eða jafnvel í allt að 90.000 ár!

Hundar voru mikilvægir í sumum veiðimannasamfélögum þar sem þeir aðstoðuðu við veiðar og voru einnig nokkurs konar lífverðir mannsins. Við upphaf landbúnaðarbyltingarinnar fyrir um 7-9 þúsund árum fengu hundar nýtt hlutverk sem smalar og verjendur bústofnsins. Elstu merki um hunda í fornleifum hafa fundist í Norður-Ameríku og eru frá því um 8300 f. Kr. Leifar hafa fundist í Mesópótamíu (nú Írak) frá um 6300 f. Kr. og á Bretlandseyjum frá því um 7000 f. Kr. sem eru elstu evrópsku leifarnar, frá Jórvíkurskíri (Yorkshire) á Englandi. Elstu áreiðanlegu heimildirnar, frá Írak og Jórdaníu, eru hinsvegar um 12 þúsund ára gamlar eða frá því um 10.000 f. Kr. Af þessum fundum að dæma hefur hundurinn verið almennt notaður í ólíkum fornaldarsamfélögum víða um heim og ýmis hundaafbrigði komu snemma fram. Á myndskreytingum Fornegypta má til dæmis sjá basenji-, saluki- og mjóhunda, og hreinræktaðir hundar voru greinilega í miklum metum í Egyptalandi fornaldar.



Mynd úr grafhýsi faraósins Tútankamons sem sýnir hund, líkastan mjóhundi, aðstoða faraóinn við strútaveiðar

En hvers vegna tóku menn uppá því að halda hunda og nýta sér hæfileika þeirra? Samkvæmt vinsælustu kenningunni í dag er úlfurinn (Canis lupus) forfaðir hundsins og í fyrndinni er talið að úlfar hafi laðast að mannabyggðum þar sem þeir gátu nálgast matarleifar sem menn höfðu skilið eftir. Síðar fóru menn ef til vill að laða úlfa frekar að sér með matargjöfum, og að lokum að temja þá og nota til ofangreindra hlutverka. Þessi talsvert gáfuðu dýr öðluðust þá traust á manninum og fengu í sinn hlut mat og öryggi.

Aðrar hugmyndir eru þó einnig á lofti og sumir halda því fram að sjakalar séu forfeður hundsins. Charles Darwin taldi að hundar hafi komið frá fleiri en einum villtum stofni úlfa og jafnvel frá fleiri en einni tegund hunddýrs (Canis spp.). Austurríski atferlisfræðingurinn Konrad Lorenz tók undir orð Darwins og hélt því fram að hægt væri að greina á atferli hunda skyldleika bæði við úlfa og sjakala. Fleiri vísindamenn taka undir með Darwin gamla og telja að hundar hafi komið fram á nokkrum ólíkum stöðum undan ólíkum tegundum.

Ennfremur er til sú kenning að allir hundar séu undan stofnum villihunda, til dæmis dingóa (Canis dingo) en flestir fræðimenn halda því fram að villihundar nútímans eigi uppruna sinn að rekja til taminna hunda sem hafi sagt skilið við samlífi við manninn.

Vísindamenn reyndu að gera upp á milli kenninga um uppruna „besta vin mannsins“ með rannsóknum á hvatberaerfðaefni hunda og samanburði við sambærilegt erfðaefni úlfa, sjakala og sléttuúlfa (e. coyote, Canis latrans). Niðurstöður rannsóknanna sýndu mestan skyldleika á milli hunda og úlfa sem styður vinsælustu kenninguna um uppruna hunda. Í ljósi þessarar rannsókna telja menn nú að hundar séu sennilega komnir frá villtum úlfastofnum, á þeim tímum þegar útbreiðsla úlfa var margfalt meiri en í dag.

Í nýlegum rannsóknum eru líkur leiddar að því að upphaf hundahalds og tamningu hunda sé að finna í austurhluta Asíu og einnig að allar hundategundir séu komnar af stofni fyrstu tömdu hundanna eða öllu heldur úlfanna. Þetta má segja að sé það nýjasta sem komið hefur fram um uppruna hundsins og gaman verður að fylgjast með skrifum og rannsóknum sem án efa eiga eftir að koma fram um þetta efni.

Maðurinn fór snemma að rækta meðvitað upp ólíka eiginleika í hundum, allt eftir því sem hann taldi henta þeim störfum eða hlutverkum sem hundurinn átti að gegna í samfélaginu. Hlutverk hundsins hafa verið mjög mismunandi eftir samfélögum. Ennþá sinnir hann upprunalegum störfum sínum, aðstoðar við veiðar, gætir bústofns, ver heimili og eignir. Á síðustu árum hefur hann fengið ný hlutverk, til dæmis við að aðstoða blinda að komast leiðar sinnar, við löggæslustörf (meðal annars að þefa uppi fíkniefni) og finna fólk í rústum húsa eftir jarðskjálfta eða snjóflóð (líkt og sankti bernharðshundarnir gerðu í snjóflóðum í Ölpunum).

Á Vesturlöndum er þó aðalhlutverk hundsins að vera gæludýr og félagi mannsins, hans „besti vinur“, og sjá má ýmis smávaxin og skrautleg hundakyn á götum stórborga. Ekki er um að ræða glænýja þróun í samskiptum manns og hunds, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?. Þar kemur fram að margt bendir til þess að Toltekar í Mið-Ameríku hafi meðvitað ræktað fram lítinn og hvolpslegan hund sem gæludýr, mexíkóska dverghundinn (e. chihuahua), allt frá 9. öld.

Segja má að hundurinn njóti virðingar og velvildar mannsins víðast hvar í heiminum og hafi til þeirrar stöðu unnið - þótt aldrei verði allir sammála um þá fullyrðingu. Sumstaðar er þó litið öðrum augum á hundinn. Víða í Austurlöndum fjær er hann nýttur til matar og hafa sprottið upp vandræðaleg atvik þegar ólík viðhorf til hundsins rekast á. Til dæmis héldu Suður-Kóreumenn ekki á lofti matarvenjum sínum þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var haldin þar og í Japan árið 2002, og vestrænir ferðalangar flykktust til landsins.

Heimildir og myndir:


Fjölmörg svör er að finna á Vísindavefnum við spurningum um hunda sem nálgast má með því að smella á efnisorð neðan við svarið....