Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Flestir munu verða sammála um það að merkustu leiðtogar breska Íhaldsflokksins á 20. öld hafi verið þau Winston Churchill (1874-1965) og Margrét Thatcher (f. 1925). Churchill sýndi hugrekki og staðfestu þegar hann tók við forystu Íhaldsflokksins og forsætisráðherraembættinu, þegar flest var Bretum mótdrægt vorið 1940. Áður hafði hann verið hrópandinn í eyðimörkinni, þegar hann varaði við Hitler og landvinningastefnu hans. Churchill var forsætisráðherra út stríðið og sýndi þá fádæma karlmennsku og þrek. Mikill munur var líka á, hversu glöggskyggnari hann var á allar aðstæður en Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti, þegar dró að stríðslokum. Churchill gerði sér grein fyrir því fyrr en aðrir, að átök væru óhjákvæmileg á milli sigurvegaranna í stríðinu, enda stjórnarfar gerólíkt í vestrænum lýðræðisríkjum annars vegar og í alræðisríki Stalíns hins vegar.

Thatcher varð líka leiðtogi vegna aðsteðjandi erfiðleika, þótt á annan veg væri. Hún varð leiðtogi Íhaldsflokksins árið 1975 og sigraði flokkurinn í næstu kosningum árið 1979. Bresku atvinnulífi hafði hnignað stórlega, ekki síst vegna ofurvalds verkalýðsfélaga sem komu í veg fyrir hagræðingu og aðlögun að nýjum aðstæðum. Bretar höfðu misst sjálfstraust og samkeppnishæfni. Talað var um „bresku veikina“. Thatcher tryggði, að verkalýðsfélög færu að lögum, seldi fjölda ríkisfyrirtækja, jók virðingu fyrir Bretum annars staðar, meðal annars með því að sætta sig ekki við hernám argentínsku herforingjastjórnarinnar á Falklandseyjum, og vann kalda stríðið ásamt Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna (sem hún hafði mikil áhrif á).

Þeir, sem mætur hafa á stjórnmálaarfleifð engilsaxnesku stjórþjóðanna, sjá margir í þeim Churchill og Thatcher holdtekju hennar: Hugsjónina um frelsi innan marka laganna, fræknleik og sterka sómatilfinningu.

Ef litið er lengra aftur í tímann í sögu Íhaldsflokksins breska, myndu flestir nefna nöfn þeirra Roberts Peels (1788-1850) og Benjamins Disraelis (1804-1881). Peel lét undan kröfum tímans um rýmri atkvæðisrétt og aukið verslunarfrelsi, og Disraeli var stórbrotinn einstaklingur, fyrsti (og eini) Gyðingurinn sem orðið hefur forsætisráðherra Bretlands, skáldsagnahöfundur og annálaður ræðusnillingur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og annað:
  • Lesa má um Churchill, Thatcher, Peel og Disraeli á vefsetri Encyclopædia Britannica. Þaðan eru myndirnar af Thatcher og Disraeli fengnar.
  • Mynd af Churchill er tekin af vefsíðunni www.chiasmus.com þar sem fjallað er um orðsnjalla menn sem beitt hafa krossbragði í máli sínu.
  • Þess má svo geta að BBC lét gera könnun árið 2001 yfir 100 merkustu Breta sögunnar. Churchill varð þar efstur, Thatcher í 16. sæti en hvorki Peel né Disraeli komust inn á listann.

Höfundur

prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

31.7.2003

Spyrjandi

Óli Sigurðsson

Tilvísun

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2003. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3625.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. (2003, 31. júlí). Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3625

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2003. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3625>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?
Flestir munu verða sammála um það að merkustu leiðtogar breska Íhaldsflokksins á 20. öld hafi verið þau Winston Churchill (1874-1965) og Margrét Thatcher (f. 1925). Churchill sýndi hugrekki og staðfestu þegar hann tók við forystu Íhaldsflokksins og forsætisráðherraembættinu, þegar flest var Bretum mótdrægt vorið 1940. Áður hafði hann verið hrópandinn í eyðimörkinni, þegar hann varaði við Hitler og landvinningastefnu hans. Churchill var forsætisráðherra út stríðið og sýndi þá fádæma karlmennsku og þrek. Mikill munur var líka á, hversu glöggskyggnari hann var á allar aðstæður en Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti, þegar dró að stríðslokum. Churchill gerði sér grein fyrir því fyrr en aðrir, að átök væru óhjákvæmileg á milli sigurvegaranna í stríðinu, enda stjórnarfar gerólíkt í vestrænum lýðræðisríkjum annars vegar og í alræðisríki Stalíns hins vegar.

Thatcher varð líka leiðtogi vegna aðsteðjandi erfiðleika, þótt á annan veg væri. Hún varð leiðtogi Íhaldsflokksins árið 1975 og sigraði flokkurinn í næstu kosningum árið 1979. Bresku atvinnulífi hafði hnignað stórlega, ekki síst vegna ofurvalds verkalýðsfélaga sem komu í veg fyrir hagræðingu og aðlögun að nýjum aðstæðum. Bretar höfðu misst sjálfstraust og samkeppnishæfni. Talað var um „bresku veikina“. Thatcher tryggði, að verkalýðsfélög færu að lögum, seldi fjölda ríkisfyrirtækja, jók virðingu fyrir Bretum annars staðar, meðal annars með því að sætta sig ekki við hernám argentínsku herforingjastjórnarinnar á Falklandseyjum, og vann kalda stríðið ásamt Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna (sem hún hafði mikil áhrif á).

Þeir, sem mætur hafa á stjórnmálaarfleifð engilsaxnesku stjórþjóðanna, sjá margir í þeim Churchill og Thatcher holdtekju hennar: Hugsjónina um frelsi innan marka laganna, fræknleik og sterka sómatilfinningu.

Ef litið er lengra aftur í tímann í sögu Íhaldsflokksins breska, myndu flestir nefna nöfn þeirra Roberts Peels (1788-1850) og Benjamins Disraelis (1804-1881). Peel lét undan kröfum tímans um rýmri atkvæðisrétt og aukið verslunarfrelsi, og Disraeli var stórbrotinn einstaklingur, fyrsti (og eini) Gyðingurinn sem orðið hefur forsætisráðherra Bretlands, skáldsagnahöfundur og annálaður ræðusnillingur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og annað:
  • Lesa má um Churchill, Thatcher, Peel og Disraeli á vefsetri Encyclopædia Britannica. Þaðan eru myndirnar af Thatcher og Disraeli fengnar.
  • Mynd af Churchill er tekin af vefsíðunni www.chiasmus.com þar sem fjallað er um orðsnjalla menn sem beitt hafa krossbragði í máli sínu.
  • Þess má svo geta að BBC lét gera könnun árið 2001 yfir 100 merkustu Breta sögunnar. Churchill varð þar efstur, Thatcher í 16. sæti en hvorki Peel né Disraeli komust inn á listann.
...