Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Getið þið sagt mér hvað faðir Jóns Sigurðsonar og móðir unnu við? Hvar fæddust þau?

Hallgrímur Sveinsson og Unnar Árnason

Eins og fram kemur í svari Hallgríms Sveinssonar við spurningunni Hver var Jón Sigurðsson? voru foreldrar Jóns Sigurðssonar „forseta“ prestshjón á Hrafnseyri við Arnarfjörð, Þórdís Jónsdóttir húsfreyja og séra Sigurður Jónsson. Á Hrafnseyri fæddist Jón Sigurðsson 17. júní 1811. Lýsingu samtímamanns á þeim hjónum er að finna í ofangreindu svari.


Endurgerður burstabærinn á Hrafnseyri sem afi Jón Sigurðssonar
og alnafni lét reisa um aldamótin 1800.

Þórdís og Sigurður voru bæði af prestum komin. Faðir Þórdísar var séra Jón Ásgeirsson, prestur á Mýrum í Dýrafirði og síðar á Holti í Önundarfirði. Móðir hennar hét Þorkatla Magnúsdóttir. Heimildir greinir á um hvar Þórdís fæddist árið 1772, Mýrar í Dýrafirði er líklegasti staðurinn en einnig hefur bærinn Gerðhamrar í sama firði verið nefndur. Þórdís lést 1862 á Steinanesi í Arnarfirði, en þangað höfðu hjónin flust til dóttur sinnar Margrétar árið 1851.

Foreldrar séra Sigurðar voru Ingibjörg Ólafsdóttir og séra Jón Sigurðsson. Sigurður fæddist á Stað á Snæfjallaströnd þar sem faðir hans var prestur, árið 1777. Jón Sigurðsson eldri tók við Hrafnseyrarsókn 1786 og Sigurður var vígður aðstoðarprestur föður síns 1802. Jón Sigurðsson eldri lést árið 1821 og færðist prestsembættið þá yfir á herðar Sigurðar. Sigurður var gerður að prófasti Ísafjarðarprófastsdæmis 15 árum síðar, árið 1836.

Hjónin Þórdís og Sigurður hættu búskap árið 1851 og settust að hjá dóttur sinni Margréti, eins og áður er nefnt, að Steinanesi. Þar lést Sigurður 1855. Þau hjón eru jarðsett í Otradalskirkjugarði í Vestur-Barðastrandarsýslu en Steinanes er nyrsti bær þeirrar sýslu. Margrét sjálf hvílir hins vegar að Hrafnseyri

Þess má geta að Jón Sigurðsson „forseti“ var skírður í höfuðið á móðurafa sínum Jóni Ásgeirssyni sem lést árið áður en Jón fæddist. Heppileg tilviljun réði því að hann varð við það alnafni hins afa síns.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundar

fyrrv. staðarhaldari á Hrafnseyri og útgefandi

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

17.7.2003

Spyrjandi

Áslaug Gunnarsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Hallgrímur Sveinsson og Unnar Árnason. „Getið þið sagt mér hvað faðir Jóns Sigurðsonar og móðir unnu við? Hvar fæddust þau?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2003. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3589.

Hallgrímur Sveinsson og Unnar Árnason. (2003, 17. júlí). Getið þið sagt mér hvað faðir Jóns Sigurðsonar og móðir unnu við? Hvar fæddust þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3589

Hallgrímur Sveinsson og Unnar Árnason. „Getið þið sagt mér hvað faðir Jóns Sigurðsonar og móðir unnu við? Hvar fæddust þau?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2003. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3589>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér hvað faðir Jóns Sigurðsonar og móðir unnu við? Hvar fæddust þau?
Eins og fram kemur í svari Hallgríms Sveinssonar við spurningunni Hver var Jón Sigurðsson? voru foreldrar Jóns Sigurðssonar „forseta“ prestshjón á Hrafnseyri við Arnarfjörð, Þórdís Jónsdóttir húsfreyja og séra Sigurður Jónsson. Á Hrafnseyri fæddist Jón Sigurðsson 17. júní 1811. Lýsingu samtímamanns á þeim hjónum er að finna í ofangreindu svari.


Endurgerður burstabærinn á Hrafnseyri sem afi Jón Sigurðssonar
og alnafni lét reisa um aldamótin 1800.

Þórdís og Sigurður voru bæði af prestum komin. Faðir Þórdísar var séra Jón Ásgeirsson, prestur á Mýrum í Dýrafirði og síðar á Holti í Önundarfirði. Móðir hennar hét Þorkatla Magnúsdóttir. Heimildir greinir á um hvar Þórdís fæddist árið 1772, Mýrar í Dýrafirði er líklegasti staðurinn en einnig hefur bærinn Gerðhamrar í sama firði verið nefndur. Þórdís lést 1862 á Steinanesi í Arnarfirði, en þangað höfðu hjónin flust til dóttur sinnar Margrétar árið 1851.

Foreldrar séra Sigurðar voru Ingibjörg Ólafsdóttir og séra Jón Sigurðsson. Sigurður fæddist á Stað á Snæfjallaströnd þar sem faðir hans var prestur, árið 1777. Jón Sigurðsson eldri tók við Hrafnseyrarsókn 1786 og Sigurður var vígður aðstoðarprestur föður síns 1802. Jón Sigurðsson eldri lést árið 1821 og færðist prestsembættið þá yfir á herðar Sigurðar. Sigurður var gerður að prófasti Ísafjarðarprófastsdæmis 15 árum síðar, árið 1836.

Hjónin Þórdís og Sigurður hættu búskap árið 1851 og settust að hjá dóttur sinni Margréti, eins og áður er nefnt, að Steinanesi. Þar lést Sigurður 1855. Þau hjón eru jarðsett í Otradalskirkjugarði í Vestur-Barðastrandarsýslu en Steinanes er nyrsti bær þeirrar sýslu. Margrét sjálf hvílir hins vegar að Hrafnseyri

Þess má geta að Jón Sigurðsson „forseti“ var skírður í höfuðið á móðurafa sínum Jóni Ásgeirssyni sem lést árið áður en Jón fæddist. Heppileg tilviljun réði því að hann varð við það alnafni hins afa síns.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...