Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig fjölga ljón sér?

Jón Már Halldórsson

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
  • Hvernig fjölga ljón sér? (Katrín Sigurðardóttir)
  • Á hvaða tíma árs og hvernig fjölga ljón sér? (Svanbjörg Sigmarsdóttir)
  • Getið þið frætt mig um ríki, flokk, ætt, ættbálk, tegund og tengsl ljóna? (Ragnhildur Björk Theodórsdóttir)

Ef spyrjendur leikur forvitni á að vita allt sem kemur að kynlífi ljóna, er best að rekja kynlífsatferli (e. mating behavior) þeirra, frá því að kynin sýna hvort öðru „áhuga“ og þar til frjóvgun hefur átt sér stað. Kynlífsatferli ljóna líkist slíku háttalagi hjá öðrum kattardýrum.

Ljónynjur eru tilbúnar til eðlunar með þriggja til fjögurra vikna millibili og gefa það til kynna með því að losa kynhormón. Ljón hafa sérstakt skynfæri á ofanverðum gómnum, rétt fyrir aftan framtennurnar, sem nefnist líffæri Jacobsons. Það hjálpar þeim að greina lykt og karldýr nota það til finna ljónynjur í mökunarham. Þegar ljón beita þessu skynfæri „nusa“ þau með opin munninn út í loftið og gretta trýnið. Dýrafræðingar nefna þetta atferli flehmen.




Þegar karlljón hefur fundið ljónynju í mökunarham, nálgast það hana og þau þefa hvort af öðru. Atferlisfræðingar sem hafa skoðað ástarlíf ljóna, hafa tekið eftir því að í framhaldinu gerist annað tveggja. Annað hvort kemur ljónynjan sér fyrir strax í mökunarstellingu, eða hún lætur karlinn ganga á eftir sér og skokkar með rófuna upp í loftið meðan karlinn eltir hana. Þegar allt er til reiðu kemur ljónynjan sér fyrir í mökunarstellingu, leggst niður, þrýstir kviðnum við jörðina og færir rófuna til hliðar svo aðgengi karlsins að legopinu sé sem greiðast. Hann kemur sér fyrir ofan á henni og hefur mök við hana, um leið bítur hann laust í hnakkadrampið á henni.

Við fyrstu sýn virðist kynlíf ljóna vera frekar hörkulegt og í raun er það ekki sársaukalaust, því fremst á getnaðarlim karlsins er broddur sem meiðir kvendýrið aðeins. Kynmök taka ekki langan tíma en kvendýrið hefur mök að meðaltali á 15 mínútna fresti meðan á eðlunartíma stendur. Þess á milli halda karldýrið og kvendýrið sig nærri hvort öðru. Ljónynjur halda yfirleitt tryggð við eitt karldýr á þessum tíma en karlarnir eru líklegri til að leita annað enda samanstendur ljónahópurinn af einu eða tveimur karldýrum en mun fleiri kvendýrum. Í einni rannsókn kom fram að ljónapar stundaði mök 157 sinnum á 55 klst tímabili.

Æxlun verður með sama hætti og hjá öðrum spendýrum, innvortis þar sem sáðfrumur frjóvga egg í leginu. Eftir 108 daga meðgöngu (að meðaltali) gýtur ljónynjan frá 2 til 4 hvolpum (reyndar er það vel þekkt að ljónynja gjóti allt að 6 hvolpum). Í náttúrunni er algengast að ljónynjur eignist hvolpa á tveggja ára fresti en í dýragörðum getur það gerst á hverju ári.

Nýfæddir hvolparnir eru hjálparvana og blindir. Feldur þeirra er með greinilegum, dökkbrúnum flekkjum sem hverfa við kynþroska. Hvolparnir nærast eingöngu á móðurmjólk fyrstu 6-7 mánuðina en byrja þá að neyta kjöts í vaxandi mæli og taka þátt í veiðum frá 11 mánuða aldri.




Flokkun ljónsins er með eftirfarandi hætti:
  • Ríki - Dýr (Animalia): Ljón er fyrst flokkað sem dýr!
  • Fylking - Seildýr (Chordata): Ljónið er með baklæga stoðgrind.
  • Hópur - Spendýr (Mammalia): Ljón er spendýr.
  • Ættbálkur - Rándýr (Carnivora): Öll rándýr eru í þessum ættbálk.
  • Ætt - Kattardýr (Felidaea): Öll kattardýr eru í þessari ætt.
  • Ættkvísl - Stórkettir (Panthera): Allir stórir kettir eru í þessari ættkvísl, svo sem ljón, tígrisdýr og hlébarðar.
  • Tegund - Ljón (leo): Tegundaheitið er því Panthera leo á latinu.

Ljónum er ennfremur skipt upp í deilitegundir og greinir líffræðinga mjög á um það hversu margar deilitegundirnar eru. Skilgreining á deilitegund er byggð á mismunandi útlitseinkennum landfræðilega aðskildra hópa innan tiltekinnar tegundar. Eftir því sem best er vitað eru deilitegundir ljónsins eftirtaldar:
  • berbaljónið (Panthera leo leo) (útdautt)
  • asíska ljónið (Panthera leo persica)
  • hellaljónið (Panthera leo melanochaita) (útdautt)
  • vestur-afríska ljónið (Panthera leo senegalensis)
  • norð-austur kongó ljónið (Panthera leo azandica)
  • austur-afríska ljónið (núbíuljónið) (Panthera leo nubica)
  • katanga- ljónið (Panthera leo bleyenberghi)
  • suður-afríska ljónið (Panthera leo krugeri)

Enginn ágreiningur er um fyrstu þrjár deilitegundirnar. Sumir vilja kalla núbíuljónið masaíljón, eða eftir kunnasta svæðinu sem það lifir á, serengetiljón.

Einhver ágreiningur er um það hvort kalla eigi afkvæmi ljóna, og annarra stórkatta, hvolpa eða kettlinga á íslensku. Á ensku eru afkvæmi þessara dýra kölluð cubs sem þýðir á íslensku hvolpar, húnar eða ylfingar. Enskumælandi þjóðir kalla afkvæmi annarra kattardýra en stórkattanna (Panthera) kittens eða kettlinga. Hefðin fyrir þessu ósamræmi í nafngift er gömul og er ein ástæðan sú að ungviði ljóna og tígrisdýra (og annarra stórkatta) minnir í öllu líkamlegu atgervi á afkvæmi bjarn- og hunddýra, til dæmis hvað varðar þunglamalegt yfirbragð og fleira. Ungviði stórkatta hefur því verið kallað hvolpar fremur en kettlingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.5.2003

Spyrjandi

Katrín Sigurðardóttir, f. 1989
Svanbjörg Sigmarsdóttir, f. 1989
Ragnhildur Björk Theodórsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga ljón sér?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3433.

Jón Már Halldórsson. (2003, 20. maí). Hvernig fjölga ljón sér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3433

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga ljón sér?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3433>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fjölga ljón sér?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Hvernig fjölga ljón sér? (Katrín Sigurðardóttir)
  • Á hvaða tíma árs og hvernig fjölga ljón sér? (Svanbjörg Sigmarsdóttir)
  • Getið þið frætt mig um ríki, flokk, ætt, ættbálk, tegund og tengsl ljóna? (Ragnhildur Björk Theodórsdóttir)

Ef spyrjendur leikur forvitni á að vita allt sem kemur að kynlífi ljóna, er best að rekja kynlífsatferli (e. mating behavior) þeirra, frá því að kynin sýna hvort öðru „áhuga“ og þar til frjóvgun hefur átt sér stað. Kynlífsatferli ljóna líkist slíku háttalagi hjá öðrum kattardýrum.

Ljónynjur eru tilbúnar til eðlunar með þriggja til fjögurra vikna millibili og gefa það til kynna með því að losa kynhormón. Ljón hafa sérstakt skynfæri á ofanverðum gómnum, rétt fyrir aftan framtennurnar, sem nefnist líffæri Jacobsons. Það hjálpar þeim að greina lykt og karldýr nota það til finna ljónynjur í mökunarham. Þegar ljón beita þessu skynfæri „nusa“ þau með opin munninn út í loftið og gretta trýnið. Dýrafræðingar nefna þetta atferli flehmen.




Þegar karlljón hefur fundið ljónynju í mökunarham, nálgast það hana og þau þefa hvort af öðru. Atferlisfræðingar sem hafa skoðað ástarlíf ljóna, hafa tekið eftir því að í framhaldinu gerist annað tveggja. Annað hvort kemur ljónynjan sér fyrir strax í mökunarstellingu, eða hún lætur karlinn ganga á eftir sér og skokkar með rófuna upp í loftið meðan karlinn eltir hana. Þegar allt er til reiðu kemur ljónynjan sér fyrir í mökunarstellingu, leggst niður, þrýstir kviðnum við jörðina og færir rófuna til hliðar svo aðgengi karlsins að legopinu sé sem greiðast. Hann kemur sér fyrir ofan á henni og hefur mök við hana, um leið bítur hann laust í hnakkadrampið á henni.

Við fyrstu sýn virðist kynlíf ljóna vera frekar hörkulegt og í raun er það ekki sársaukalaust, því fremst á getnaðarlim karlsins er broddur sem meiðir kvendýrið aðeins. Kynmök taka ekki langan tíma en kvendýrið hefur mök að meðaltali á 15 mínútna fresti meðan á eðlunartíma stendur. Þess á milli halda karldýrið og kvendýrið sig nærri hvort öðru. Ljónynjur halda yfirleitt tryggð við eitt karldýr á þessum tíma en karlarnir eru líklegri til að leita annað enda samanstendur ljónahópurinn af einu eða tveimur karldýrum en mun fleiri kvendýrum. Í einni rannsókn kom fram að ljónapar stundaði mök 157 sinnum á 55 klst tímabili.

Æxlun verður með sama hætti og hjá öðrum spendýrum, innvortis þar sem sáðfrumur frjóvga egg í leginu. Eftir 108 daga meðgöngu (að meðaltali) gýtur ljónynjan frá 2 til 4 hvolpum (reyndar er það vel þekkt að ljónynja gjóti allt að 6 hvolpum). Í náttúrunni er algengast að ljónynjur eignist hvolpa á tveggja ára fresti en í dýragörðum getur það gerst á hverju ári.

Nýfæddir hvolparnir eru hjálparvana og blindir. Feldur þeirra er með greinilegum, dökkbrúnum flekkjum sem hverfa við kynþroska. Hvolparnir nærast eingöngu á móðurmjólk fyrstu 6-7 mánuðina en byrja þá að neyta kjöts í vaxandi mæli og taka þátt í veiðum frá 11 mánuða aldri.




Flokkun ljónsins er með eftirfarandi hætti:
  • Ríki - Dýr (Animalia): Ljón er fyrst flokkað sem dýr!
  • Fylking - Seildýr (Chordata): Ljónið er með baklæga stoðgrind.
  • Hópur - Spendýr (Mammalia): Ljón er spendýr.
  • Ættbálkur - Rándýr (Carnivora): Öll rándýr eru í þessum ættbálk.
  • Ætt - Kattardýr (Felidaea): Öll kattardýr eru í þessari ætt.
  • Ættkvísl - Stórkettir (Panthera): Allir stórir kettir eru í þessari ættkvísl, svo sem ljón, tígrisdýr og hlébarðar.
  • Tegund - Ljón (leo): Tegundaheitið er því Panthera leo á latinu.

Ljónum er ennfremur skipt upp í deilitegundir og greinir líffræðinga mjög á um það hversu margar deilitegundirnar eru. Skilgreining á deilitegund er byggð á mismunandi útlitseinkennum landfræðilega aðskildra hópa innan tiltekinnar tegundar. Eftir því sem best er vitað eru deilitegundir ljónsins eftirtaldar:
  • berbaljónið (Panthera leo leo) (útdautt)
  • asíska ljónið (Panthera leo persica)
  • hellaljónið (Panthera leo melanochaita) (útdautt)
  • vestur-afríska ljónið (Panthera leo senegalensis)
  • norð-austur kongó ljónið (Panthera leo azandica)
  • austur-afríska ljónið (núbíuljónið) (Panthera leo nubica)
  • katanga- ljónið (Panthera leo bleyenberghi)
  • suður-afríska ljónið (Panthera leo krugeri)

Enginn ágreiningur er um fyrstu þrjár deilitegundirnar. Sumir vilja kalla núbíuljónið masaíljón, eða eftir kunnasta svæðinu sem það lifir á, serengetiljón.

Einhver ágreiningur er um það hvort kalla eigi afkvæmi ljóna, og annarra stórkatta, hvolpa eða kettlinga á íslensku. Á ensku eru afkvæmi þessara dýra kölluð cubs sem þýðir á íslensku hvolpar, húnar eða ylfingar. Enskumælandi þjóðir kalla afkvæmi annarra kattardýra en stórkattanna (Panthera) kittens eða kettlinga. Hefðin fyrir þessu ósamræmi í nafngift er gömul og er ein ástæðan sú að ungviði ljóna og tígrisdýra (og annarra stórkatta) minnir í öllu líkamlegu atgervi á afkvæmi bjarn- og hunddýra, til dæmis hvað varðar þunglamalegt yfirbragð og fleira. Ungviði stórkatta hefur því verið kallað hvolpar fremur en kettlingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...