Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Veiðistjóraembættið hefur umsjón með opinberum aðgerðum til þess að draga úr tjóni af völdum refa og minka og þar er hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra dýra ár hvert. Upplýsingarnar eru skráðar eftir sveitarfélögum og sýslum. Varast ber að taka tölur um heildarveiði sem algildan sannleik um þéttleika á hverju svæði þar sem sýslur og sveitarfélög eru mjög mismunandi að stærð.



Árið 2001 voru veiddir 6.961 minkur á Íslandi. Flest dýr voru veidd í Norður-Þingeyjarsýslu alls 945 talsins. Þar á eftir komu Norður-Ísafjarðarsýsla þar sem 600 minkar voru veiddir og Suður-Þingeyjarsýsla þar sem veidd voru 469 dýr árið 2001. Ef litið er á einstök sveitarfélög þá voru flestir minkar veiddir í Öxarfjarðarhreppi (652), þá Súðavíkurhreppi (398), Skagafirði (361), Dalabyggð (239) og Borgarbyggð (211).



Alls voru veiddir 4.677 refir á Íslandi árið 2001. Flestir refir eða 524 voru veiddir í Vestur-Barðastrandarsýslu, 346 í Austur-Húnavatnssýslu og 330 í Strandasýslu. Þau sveitarfélög þar sem mest var veitt af ref eru Vesturbyggð (333), Skagafjörður (365), Hornafjörður 222, Húnaþing Vestra (220) og Reykhólahreppur (150).

Á heimasíðu veiðistjóraembættisins www.veidistjori.is má sjá yfirlit yfir hvernig veiðar á ref og mink hafa þróast undanfarna áratugi.

Selveiðar eru fyrst og fremst stundaðar við Húnaflóa og Breiðafjörð. Samkvæmt tölum frá Hafrannsóknastofnuninni voru alls veiddir 1062 selir við Ísland árið 2001, þar af voru 723 land- og útselskópar, 318 fullorðnir land- og útselir og 21 blöðruselur. Hugsanlega er eitthvað veitt af sportveiðimönnum en það er óverulegt. Eins kemur eitthvað af sel í grásleppunet og jafnvel önnur net en það er hvergi skráð.



Þess má geta að á árum áður var tölvuvert meira veitt af sel. Sem dæmi má nefna að á árunum 1969-1977 voru veiddir á bilinu 6200-6900 selir árlega. Samdrátt í veiði má að einhverju leyti skýra með minni eftirspurn eftir skinnum.

Á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar er að finna fróðleik um landseli og útseli eftir Erling Hauksson.

Heimildir:
  • Áki Ármann Jónsson - veiðistjóri
  • Árni Snæbjörnsson - hlunninda- og jarðræktarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands
  • Hafrannsóknastofnunin - Nytjastofnar sjávar 2001/2002, Selir og tafla 3.30.1

Mynd af mink: Mustela visón. Visón Americano.

Myndir af ref og sel: Norsk Zoologisk Forening

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.4.2003

Spyrjandi

Hlífar Ólafsson, f. 1987

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum? “ Vísindavefurinn, 16. apríl 2003. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3348.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 16. apríl). Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3348

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum? “ Vísindavefurinn. 16. apr. 2003. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3348>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?
Veiðistjóraembættið hefur umsjón með opinberum aðgerðum til þess að draga úr tjóni af völdum refa og minka og þar er hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra dýra ár hvert. Upplýsingarnar eru skráðar eftir sveitarfélögum og sýslum. Varast ber að taka tölur um heildarveiði sem algildan sannleik um þéttleika á hverju svæði þar sem sýslur og sveitarfélög eru mjög mismunandi að stærð.



Árið 2001 voru veiddir 6.961 minkur á Íslandi. Flest dýr voru veidd í Norður-Þingeyjarsýslu alls 945 talsins. Þar á eftir komu Norður-Ísafjarðarsýsla þar sem 600 minkar voru veiddir og Suður-Þingeyjarsýsla þar sem veidd voru 469 dýr árið 2001. Ef litið er á einstök sveitarfélög þá voru flestir minkar veiddir í Öxarfjarðarhreppi (652), þá Súðavíkurhreppi (398), Skagafirði (361), Dalabyggð (239) og Borgarbyggð (211).



Alls voru veiddir 4.677 refir á Íslandi árið 2001. Flestir refir eða 524 voru veiddir í Vestur-Barðastrandarsýslu, 346 í Austur-Húnavatnssýslu og 330 í Strandasýslu. Þau sveitarfélög þar sem mest var veitt af ref eru Vesturbyggð (333), Skagafjörður (365), Hornafjörður 222, Húnaþing Vestra (220) og Reykhólahreppur (150).

Á heimasíðu veiðistjóraembættisins www.veidistjori.is má sjá yfirlit yfir hvernig veiðar á ref og mink hafa þróast undanfarna áratugi.

Selveiðar eru fyrst og fremst stundaðar við Húnaflóa og Breiðafjörð. Samkvæmt tölum frá Hafrannsóknastofnuninni voru alls veiddir 1062 selir við Ísland árið 2001, þar af voru 723 land- og útselskópar, 318 fullorðnir land- og útselir og 21 blöðruselur. Hugsanlega er eitthvað veitt af sportveiðimönnum en það er óverulegt. Eins kemur eitthvað af sel í grásleppunet og jafnvel önnur net en það er hvergi skráð.



Þess má geta að á árum áður var tölvuvert meira veitt af sel. Sem dæmi má nefna að á árunum 1969-1977 voru veiddir á bilinu 6200-6900 selir árlega. Samdrátt í veiði má að einhverju leyti skýra með minni eftirspurn eftir skinnum.

Á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar er að finna fróðleik um landseli og útseli eftir Erling Hauksson.

Heimildir:
  • Áki Ármann Jónsson - veiðistjóri
  • Árni Snæbjörnsson - hlunninda- og jarðræktarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands
  • Hafrannsóknastofnunin - Nytjastofnar sjávar 2001/2002, Selir og tafla 3.30.1

Mynd af mink: Mustela visón. Visón Americano.

Myndir af ref og sel: Norsk Zoologisk Forening...