Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju fær maður kvef?

EDS

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
Hvers vegna kvefast maður þegar manni kólnar?

Er sú almenna trú manna að kuldi valdi kvefi rétt?
Kvef er hvimleiður en tiltölulega meinlaus veirusjúkdómur. Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem valda kvefi. Veirurnar berast á milli manna með úðasmiti, það er að segja við hósta eða hnerra. Einnig geta veirurnar borist með snertismiti ef þær berast á hendur og þaðan í augu eða nef.



Kvefeinkenni koma yfirleitt fram 1-3 dögum eftir að einstaklingur hefur smitast og eru þau helstu særindi og kláði í hálsi, hnerrar, nefrennsli, höfuðverkur og slappleiki, en yfirleitt fylgir ekki hiti. Einstaklingur getur borið smit frá því daginn áður en einkennin koma fram og í 1-3 daga til viðbótar. Að meðaltali gengur sjúkdómurinn yfir á 7-10 dögum.

Kvef er einn algengasti kvillinn sem herjar á mannkynið. Algengt er að börn fái kvef 6-10 sinnum á ári og fullorðnir að meðaltali um 4 sinnum á ári. Kvef er algengast á haustin og fyrri part vetrar en tilfellum fer fækkandi þegar kemur fram í mars eða apríl. Margir vilja því tengja saman kvef og kulda en rétt er að leggja áherslu á að það eru veirur en ekki kuldi sem valda kvefi, þótt tíðni tilfella fari saman við kólnandi veður.

Ýmsar ástæður hafa verið nefndar fyrir því að kvef kemur helst upp á þeim árstíma þegar kólnar í veðri. Einn áhrifaþáttur getur verið sá að skólar eru að hefja starfsemi á þessum árstíma og það auðveldar smit. Annar áhrifaþáttur er sá að þegar kólnar í veðri heldur fólk sig meira innandyra í nálægð við hvert annað og eykur það líkur á smiti. Einnig er inniloft þurrara en loftið úti og það hefur í för með sér að slímhúðir í nefi þorna þannig að veirurnar eiga auðveldara með sýkja.

Að lokum er rétt að nefna að oft er talað um kvef og flensu í sömu andrá en í raun eru þetta ólíkir sjúkdómar þó að veirur valdi þeim báðum og einkennin séu að hluta til svipuð.

Um muninn á flensu og kvefi má lesa í umfjöllun Sólveigar Dóru Magnúsdóttur læknis á doktor.is. Auk þess má benda á umfjöllun hennar um kvef á sama vef en stuðst var við þann pistil við gerð þessa svars sem hér birtist. Jafnframt var stuðst við umfjöllun um kvef á heilsuvef Alabama háskóla í Bandaríkjunum.

Mynd: Time-to-Run

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.3.2003

Spyrjandi

Jón Þorsteinsson, Ásgeir Úlfarsson, Hafsteinn Ragnarsson, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Af hverju fær maður kvef?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3271.

EDS. (2003, 24. mars). Af hverju fær maður kvef? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3271

EDS. „Af hverju fær maður kvef?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3271>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður kvef?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

Hvers vegna kvefast maður þegar manni kólnar?

Er sú almenna trú manna að kuldi valdi kvefi rétt?
Kvef er hvimleiður en tiltölulega meinlaus veirusjúkdómur. Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem valda kvefi. Veirurnar berast á milli manna með úðasmiti, það er að segja við hósta eða hnerra. Einnig geta veirurnar borist með snertismiti ef þær berast á hendur og þaðan í augu eða nef.



Kvefeinkenni koma yfirleitt fram 1-3 dögum eftir að einstaklingur hefur smitast og eru þau helstu særindi og kláði í hálsi, hnerrar, nefrennsli, höfuðverkur og slappleiki, en yfirleitt fylgir ekki hiti. Einstaklingur getur borið smit frá því daginn áður en einkennin koma fram og í 1-3 daga til viðbótar. Að meðaltali gengur sjúkdómurinn yfir á 7-10 dögum.

Kvef er einn algengasti kvillinn sem herjar á mannkynið. Algengt er að börn fái kvef 6-10 sinnum á ári og fullorðnir að meðaltali um 4 sinnum á ári. Kvef er algengast á haustin og fyrri part vetrar en tilfellum fer fækkandi þegar kemur fram í mars eða apríl. Margir vilja því tengja saman kvef og kulda en rétt er að leggja áherslu á að það eru veirur en ekki kuldi sem valda kvefi, þótt tíðni tilfella fari saman við kólnandi veður.

Ýmsar ástæður hafa verið nefndar fyrir því að kvef kemur helst upp á þeim árstíma þegar kólnar í veðri. Einn áhrifaþáttur getur verið sá að skólar eru að hefja starfsemi á þessum árstíma og það auðveldar smit. Annar áhrifaþáttur er sá að þegar kólnar í veðri heldur fólk sig meira innandyra í nálægð við hvert annað og eykur það líkur á smiti. Einnig er inniloft þurrara en loftið úti og það hefur í för með sér að slímhúðir í nefi þorna þannig að veirurnar eiga auðveldara með sýkja.

Að lokum er rétt að nefna að oft er talað um kvef og flensu í sömu andrá en í raun eru þetta ólíkir sjúkdómar þó að veirur valdi þeim báðum og einkennin séu að hluta til svipuð.

Um muninn á flensu og kvefi má lesa í umfjöllun Sólveigar Dóru Magnúsdóttur læknis á doktor.is. Auk þess má benda á umfjöllun hennar um kvef á sama vef en stuðst var við þann pistil við gerð þessa svars sem hér birtist. Jafnframt var stuðst við umfjöllun um kvef á heilsuvef Alabama háskóla í Bandaríkjunum.

Mynd: Time-to-Run...