Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?

Guðmundur Eggertsson

Það er deginum ljósara að líf eins og við þekkjum það á jörðinni þarfnast vatns. Líf jarðarinnar hefur þróast í vatni og með vatni og lífverur hafa lært að nýta sér hina sérstöku eiginleika þessa vökva. Vatn, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðilegum eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatn er með öðrum orðum langt frá því að vera hlutlaust uppfyllingarefni í frumum heldur er það virkur þátttakandi í lífsstarfseminni.

Líf af þeirri gerð sem við þekkjum á jörðinni má því teljast útilokað án vatns. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvort annars konar líf hafi getað þróast við allt aðrar aðstæður. Er til dæmis hugsanlegt að ammoníak, sem gnægð er af til dæmis á Júpíter, gæti komið í stað vatns sem uppistaða lífs? Eða gæti verið til líf sem notfærði sér kísil í stað kolefnis og kæmist af án vatns? Ekki hefur mönnum gengið vel að gera grein fyrir væntanlegum eiginleikum þessara eða annarra "annars heims lífvera" og því eru uppástungur um annars konar líf enn langt frá þvi að vera sannfærandi.

Því fer þó fjarri að við vatnsósa jarðarbúar getum útilokað að annars konar líf sé til annars staðar í alheimi. En meðan við þekkjum ekki annað höldum við víst áfram að telja líklegast að lífverur á öðrum reikistjörnum í öðrum sólkerfum séu, ef til eru, vatns- og kolefnisverur líkt og við sjálf. Ef mönnum gefst einhvern tíma kostur á að leita að lífi annars staðar í alheimi verður eflaust leitað einmitt að slíku lífi. Allt annars konar líf gæti farið framhjá mönnum nema það hafi skilið eftir sig einhver áberandi verksummerki. Reyndar er erfitt að ímynda sér líf sem umbreytir ekki umhverfi sínu að einhverju leyti.

Hvað sólina varðar þá eru geislar hennar og ylur vissulega dýrmæt fyrir lífið eins og það birtist okkur á jörðinni. Þess konar líf gæti ekki þrifist úti í fimbulkulda geimsins. Samt sem áður getur líf vel þrifist án sólarljóss. Fjöldi bakteríutegunda vinnur sér orku með svonefndri efnatillífun, til dæmis með oxun járns, vetnis eða brennisteinssúlfíðs. Þær þurfa ekki á orku sólarljóssins að halda. Við heita hveri djúpt á sjávarbotni hafa fundist samfélög dýra sem nýta sér frumframleiðslu slíkra baktería. Þarna gegna efnatillífandi bakteríur sama hlutverki og ljóstillífandi grænar plöntur þar sem sólar nýtur við. Mikið bakteríulíf er líka undir yfirborði jarðar niður á nokkurra kílómetra dýpi og er það líklega að miklu leyti háð efnatillífun. Það er því ekki rétt sem stundum heyrist fullyrt að grænar plöntur séu undirstaða alls lífs á jörðinni.

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

2.4.2000

Spyrjandi

Baldvin Mar Smárason, f. 1983

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2000. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=313.

Guðmundur Eggertsson. (2000, 2. apríl). Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=313

Guðmundur Eggertsson. „Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2000. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=313>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?
Það er deginum ljósara að líf eins og við þekkjum það á jörðinni þarfnast vatns. Líf jarðarinnar hefur þróast í vatni og með vatni og lífverur hafa lært að nýta sér hina sérstöku eiginleika þessa vökva. Vatn, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðilegum eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatn er með öðrum orðum langt frá því að vera hlutlaust uppfyllingarefni í frumum heldur er það virkur þátttakandi í lífsstarfseminni.

Líf af þeirri gerð sem við þekkjum á jörðinni má því teljast útilokað án vatns. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvort annars konar líf hafi getað þróast við allt aðrar aðstæður. Er til dæmis hugsanlegt að ammoníak, sem gnægð er af til dæmis á Júpíter, gæti komið í stað vatns sem uppistaða lífs? Eða gæti verið til líf sem notfærði sér kísil í stað kolefnis og kæmist af án vatns? Ekki hefur mönnum gengið vel að gera grein fyrir væntanlegum eiginleikum þessara eða annarra "annars heims lífvera" og því eru uppástungur um annars konar líf enn langt frá þvi að vera sannfærandi.

Því fer þó fjarri að við vatnsósa jarðarbúar getum útilokað að annars konar líf sé til annars staðar í alheimi. En meðan við þekkjum ekki annað höldum við víst áfram að telja líklegast að lífverur á öðrum reikistjörnum í öðrum sólkerfum séu, ef til eru, vatns- og kolefnisverur líkt og við sjálf. Ef mönnum gefst einhvern tíma kostur á að leita að lífi annars staðar í alheimi verður eflaust leitað einmitt að slíku lífi. Allt annars konar líf gæti farið framhjá mönnum nema það hafi skilið eftir sig einhver áberandi verksummerki. Reyndar er erfitt að ímynda sér líf sem umbreytir ekki umhverfi sínu að einhverju leyti.

Hvað sólina varðar þá eru geislar hennar og ylur vissulega dýrmæt fyrir lífið eins og það birtist okkur á jörðinni. Þess konar líf gæti ekki þrifist úti í fimbulkulda geimsins. Samt sem áður getur líf vel þrifist án sólarljóss. Fjöldi bakteríutegunda vinnur sér orku með svonefndri efnatillífun, til dæmis með oxun járns, vetnis eða brennisteinssúlfíðs. Þær þurfa ekki á orku sólarljóssins að halda. Við heita hveri djúpt á sjávarbotni hafa fundist samfélög dýra sem nýta sér frumframleiðslu slíkra baktería. Þarna gegna efnatillífandi bakteríur sama hlutverki og ljóstillífandi grænar plöntur þar sem sólar nýtur við. Mikið bakteríulíf er líka undir yfirborði jarðar niður á nokkurra kílómetra dýpi og er það líklega að miklu leyti háð efnatillífun. Það er því ekki rétt sem stundum heyrist fullyrt að grænar plöntur séu undirstaða alls lífs á jörðinni....