Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?

Kristján Jónasson

Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni.

Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er að hún myndist í svokölluðum „súrum“ gosum (það er þegar kísilrík kvika kemur upp á yfirborð jarðar) með litla sprengivirkni. Slík gos kallast troðgos og mynda hraungúla. Hrafntinnan myndast við jaðrana, en meginhluti hraungúlanna er þó yfirleitt kristallað rhýólít.

Á Íslandi finnst mest af hrafntinnu í Hrafntinnuskeri og Hrafntinnuhrauni á Torfajökulssvæðinu og á Hrafntinnuhrygg við Kröflu. Hrafntinna finnst einnig á flestum rhýólítsvæðum landsins, en yfirleitt í mjög litlum mæli.



Fyrr á öldum var hrafntinna notuð í örvarodda og aðra skarpa hluti. Hún hefur verið notuð sem skrautsteinn og hér á landi hefur hrafntinnumulningur verið notaður í klæðningar nokkurra húsa, til dæmis Þjóðleikhússins.

Mynd: HB

Höfundur

jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

18.12.2002

Spyrjandi

Pétur Pétursson
Salvör Gissurardóttir

Tilvísun

Kristján Jónasson. „Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2002. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2967.

Kristján Jónasson. (2002, 18. desember). Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2967

Kristján Jónasson. „Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2002. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2967>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?
Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni.

Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er að hún myndist í svokölluðum „súrum“ gosum (það er þegar kísilrík kvika kemur upp á yfirborð jarðar) með litla sprengivirkni. Slík gos kallast troðgos og mynda hraungúla. Hrafntinnan myndast við jaðrana, en meginhluti hraungúlanna er þó yfirleitt kristallað rhýólít.

Á Íslandi finnst mest af hrafntinnu í Hrafntinnuskeri og Hrafntinnuhrauni á Torfajökulssvæðinu og á Hrafntinnuhrygg við Kröflu. Hrafntinna finnst einnig á flestum rhýólítsvæðum landsins, en yfirleitt í mjög litlum mæli.



Fyrr á öldum var hrafntinna notuð í örvarodda og aðra skarpa hluti. Hún hefur verið notuð sem skrautsteinn og hér á landi hefur hrafntinnumulningur verið notaður í klæðningar nokkurra húsa, til dæmis Þjóðleikhússins.

Mynd: HB...